Endurnýting…

…þegar við vorum að vinna að verkefninu um félagshúsið fyrir hestafélagið hérna á Álftanesinu þá vantaði okkur bekki meðfram veggjunum. Það voru alls konar pælingar í gangi, en það sem efniskostnaður þurfti helst að vera lítill enginn, þá endaði það sem langbesta – og fljótlegasta útfærslan að nota bara gömul borðstofuborð. Við fengum nokkur gefins á síðum á Facebook, og þar með átti bara eftir að saga þau í rétta hæð og sníða aðeins til…

…eftir að hafa ákveðið dýptina á bekkjunum, við miðuðum við að það kæmust geymslukassar undir þá öðru megin. En auðvitað væri hægt að gera þetta bara jafnt, ef vill. Eiginmaðurinn notaði síðan réttskeið sem hann festi niður með þvingum til þess að ná alveg beinni línu og notaði hjólsög. Svo var það bara gamla góða handsögin til þess að klára bitana sem voru undir plötunni…

…það auðveldaði okkur allar mælingar til muna að borðlappirnar voru svo mynstraðar og því auðvelt að ákvarða hvar ætti að saga. Gott tips er að mæla bara hæðina á öðrum stólum í rýminu og auðvitað borðinu sem á að sitja við, og finna þannig út hvaða hæð hentaði best…

…eiginmaðurinn festi síðan einfaldlega tréspýtu á vegginn í réttri hæð, og bekkurinn hvílir á henni. Svo var bara að skella skrúfu til þess að festa þetta saman undir…

…hér sést síðan mjórri borðhlutinn á vegginum á móti…

…en þar sem veggurinn var rétt rúmlega þrír metrar að lengd, og fyrraborðið var bara um 1,8m þá þurfti að bæta við. Þá hófst sögun á næsta borði. Hér sjáið þið einmitt réttskeiðið fest með þvingum og hjólsögina tilbúna til starfa…

…við þurftum ekki að nota alla lengdina á þessu borði sem þýddi að við vorum bara með annan fótinn. Því ákváðum við að nota neðri hlutann af fótunum af fyrra borðinu undir á móti. Þannig virkaði þetta sem meiri heild á vegginum…

…samskeytin komu síðan bara ágætlega út, við þurfum ekkert að gera neitt sérstakt við þau…

…hér sjáið þið einmitt fæturnar sem eru með línu-skrautinu…

…en hér sést í orginal fótinn sem var mikið beinni og meira plain…

…svo er bara að skella á fyrirtaks gærum, þessar eru gervi frá Rúmfó og heita Taks, og svo bara nóg af púðum…

…á fyrra borðinu var síðan grunn skúffa sem ekki var hægt að nota áfram og ég tók hana einfaldlega og skellti henni á borðið sem bakka – alveg fyrirtak…

…finnst hún koma svo vel út í þessu nýja hlutverki…

…og hér sjáið þið hvernig þetta kemur út með restinni af rýminu – bara kózý að sitja þarna og horfa út á brautina…

…restin af seinna borðinu fékk svo óvænt hlutverk, en eiginmaðurinn skellti þessu upp að vegg – en það á eftir að mála allt húsið að utan – og það var alveg fullkomið þarna. Það fær því ný hlutverk þarna að utanverðu. Verður málað eins og húsið, og þarna er komið pláss fyrir verðlaunabikara – eða bara fyrir grillveislur!

…hlakka til að sýna ykkur meira

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

4 comments for “Endurnýting…

  1. Jovina
    02.03.2022 at 08:26

    Frábær nýting á einu borði 😄👏

  2. 02.03.2022 at 09:51

    Flott

  3. Regina Hardardottir
    02.03.2022 at 15:02

    Frábært! Mikið vildi ég getað sent þér stofuborð sem ég þarf að minnka, var keypt ódýrt en var alltaf of stórt …

  4. Inga-Lill
    04.04.2023 at 19:04

    Snilld 👍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *