Uppfyllum drauma…

…allt er breytingum háð segja þeir, og svo er víst nú – fermingum frestað og því ekkert annað í boði en að bregðast við því. Allt í góðu – maður frestaði myndatöku, hárgreiðslu. Afpantaði kökur og veitingar. Afpantaði salinn. Eins gott að fara yfir tjékklistann. En málið er nú þannig, að dóttirin átti afmæli núna í febrúar. Það hafa verið stöðug óveður eða vesen (hvað er málið með þennan vetur) og því hefur þessu verið frestað. Þar til núna um seinustu helgi, þá héldum við loks fjölskylduafmælið fyrir hana.

Við vorum reyndar búin að gera ráðstafanir, að gefa henni fermingargjöfina sína fyrirfram, og var það því gert í veislunni. Hún vissi ekkert að þetta stóð til, og við náðum því að koma henni mikið á óvart.

…smá forsaga. Dóttir okkar hefur verið hestaóð síðan hún var bara lítið snuð. Hefur eflaust mikið með það að gera að við búum á Álftanesi, og hér eru hestar allt í kring – eru í túninu hinum megin við götuna allt sumarið og reiðstígurinn er t.d bara hér á bakvið húsið. Þetta byrjaði sakleysislega með einu hestanámskeið pr. sumar, en eftir að hún fór að eldast, þá hefur hún ekki getað fengið nóg. Það hafa verið nokkur námskeið á ári.
Við urðum svo lánssöm að komast í kynni við dásamlega konu hér á Álftanesi sem að tók hana algjörlega undir sinn verndarvæng núna í haust, og hún hefur fengið að vera í hesthúsinu, að moka út og læra á hestana, og fara í reiðtúra. Lánsöm stúlka!

Hún fékk fyrst að vera á hestinum Blesa og voru þau saman í nokkrar vikur. En það var eitthvað ekki að ganga upp á milli þeirra, eins og gengur og gerist, og þegar að Blesi fældist með hana einn daginn þá var það ljóst að þetta væri ekki að ganga upp. Það var því ákveðið að prufa hana á hestinn Ref. Skyndilega opnuðust bara himnarnir og allir englarnir sungu, dóttirin og Refur urðu bara eins og eitt í hvelli…

…eftir nokkrar vikur var ég svo að ræða við eiganda Refs, og heyra hvernig gengi, og þá var mér sagt að hann gæti verið til sölu. Ég hélt nú ekki. Það er búið að vera að suða í okkur í nokkur ár að fá kannski hest í fermingargjöf, en af okkar foreldranna hálfu kom það ekki til greina, þar sem við kunnum ekki neitt í umönnun hesta. Eigandi Refs sagði okkur frá að það væri sjaldgæft að sjá þessi miklu tengsl sem urðu strax á milli þeirra…

…þá voru góð ráð dýr – hvað gerast foreldrar þá! Ég spurði hvort að það væri hægt að fá húsaskjól til leigu og aðstoð við umönnun með í kaupverði hests, og þegar svarið varð já. Þá var þetta allt í einu gerlegt. Við ákváðum því að gera það sem allir foreldrar þrá að geta gert, láta stæðsta draum hennar rætast…

…að gera Refinn fallega að hluta famelíunnar…

…daginn fyrir afmælisveisluna fékk hún að keppa á Ref í grímutölti, sem er þannig að knapinn og hesturinn eru í grímubúningi. Hún var blómálfur á einhyrningi…

…mamman föndraði vængina…

…og þau urðu í 3ja sæti, þessir tveir vinir…

…þetta er búið að vera svo erfitt hjá dömunni okkar, hún vissi að Refur var keyptur til þess að þjónusta túrista í sumar, og hún er búin að vera endalaust stressuð að missa hann frá sér…

…þetta hefur kostað mörg tár, og sárt hjarta…

…ég tók nokkrar dásemdar myndir af þeim eftir keppnina…

…þessari miklu vináttu…

…daginn eftir var afmælisveislan, og við færðum henni hálsmen – með stöfunum V (hennar stafur) og R, fyrir Refinn. Hún varð ótrúlega skrítin á svipinn og endurtók stöðugt að hún skildi ekki alveg hvað þetta þýddi. Pabbi hennar sagðist þá ætla út að sækja restina af gjöfinni, og hún var látin fylgja honum…

…þetta var svo dásamlegt augnablik þegar hún sá Ref leiddan heim að húsi – – hér fyrir neðan er myndband sem hægt er að horfa á…

…hún grét, ég grét, ég held að það hafi allir verið meira og minna grátandi af gleði…

…þessi tvö eiga eftir að eiga svo margar góðar stundir, daman er nú þegar úti í hesthúsi ca 12 klst á dag um helgar…

…það var líka svo dýrmætt að eiga þessa stund með fjölskyldunni og finna hvað allir glöddust með henni…

…velkominn Refur!

…ég get seint tjáð mig nægjanlega um þakklæti mitt til fyrrum eiganda Refs, en án hennar og allrar hennar hjálpsemi – þá hefði þetta aldrei getað orðið. Hún skrifaði blog um sögu dömunnar og Refs, og þið getið lesið það hér!

Mér fannst það kjörið að deila með ykkur svona fallegri sögu, því ég held að við höfum öll gott af góðum fréttum og jákvæðni þessa dagana!
Knús til ykkar og farið vel með ykkur

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

19 comments for “Uppfyllum drauma…

  1. Anonymous
    15.03.2020 at 07:46

    Þetta er falleg saga❤️

    • Kristín
      15.03.2020 at 11:39

      Dásamlegt og fallegt ❤️

      • Ásta María Sigurðardóttir
        16.07.2020 at 10:48

        Þetta er hamingjan í sinni tærustu mynd. Mikið er þetta fallegt 😍 m okkur rykkorn í auga hérna megin… Hjartanlegar hamingjuóskir með Ref 🤗

  2. Erla
    15.03.2020 at 08:14

    ❤ mikið er þetta falleg saga ❤

    • Hulda
      15.03.2020 at 10:36

      Eg er bara skælandi hérna, mikið er þetta fallegt og falleg stelpan ykkar, til hamingju með hana.

  3. Íris
    15.03.2020 at 08:38

    En hjartnæmt, ég fer á fætur á þessum morgni með gleðitár í augum. Samgleðst ungu dömunni og það sem þetta eru fallegar myndir af þeim 😊
    Vel gert

  4. Margrét Helga
    15.03.2020 at 08:39

    Yndisleg saga <3 Þau eiga eftir að eiga margar gæðastundir saman þessi tvö 🙂

  5. Ragnhildur
    15.03.2020 at 09:27

    Það var alveg nauðsynlegt að fá svona gleðisögu á þessum furðulegu tímum ❤

  6. Þórey
    15.03.2020 at 09:45

    Yndislegt! Þeirra samband er greinilega sérstakt og dásamlegt fyrir ykkur foreldrana að hafa getað látið drauminn rætast ❤ Það er svo dásamleg tilfinning 😊

  7. Jóhanna
    15.03.2020 at 10:06

    Dásamlegt ❤️ það leka gleðitár hjá mér ❤️
    Innilega til hamingju með fallegu stepuna ykkar og yndislega Ref

    • Ása Hauksdóttir
      15.03.2020 at 11:44

      Yndislegt, verð að viðurkenna að ég grét yfir lestrinum

  8. Arndís
    15.03.2020 at 11:51

    Yndisleg saga. Þau eru heppin bæði tvö að fá að fylgjast að í framtíðinni <3

  9. Kristin
    15.03.2020 at 13:22

    Þetta er mjög þroskandi og þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að henni leiðist.
    Veit að fólk trúir því ekki nema prófa en þetta er svo ofboðslega andlega nærandi

  10. Heike
    15.03.2020 at 19:32

    Its very nice and positiv. Thanks for the beutiful pictures.

  11. Sigríður Ingunn
    15.03.2020 at 20:03

    Yndislegt. Fór sjálf að gráta <3

  12. Margrét Anna Hjálmarsdóttir
    22.03.2020 at 09:36

    Yndislegt <3

  13. Anonymous
    30.03.2020 at 10:39

    þetta er svo falleg saga ég er búin að horfa nokkrum sinnum á þetta og ég fæ alltaf tár í augun

  14. 15.04.2020 at 08:07

    Falleg saga af góðum vinum og frábærum foreldrum, takk fyrir að deila henni með okkur <3

  15. Linda
    15.04.2020 at 08:59

    Yndislegt <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *