Innlit í Antíkmarkaðinn á Akranesi…

…en hingað höfum við farið saman áður, og ég lofa að við eigum eftir að fara aftur, og aftur, og…

Hér sameinast svo margt af því sem mér þykir gaman að. Fallegir munir, óvenjulegir munir, margt sem er sjaldgæft og einstakt, og svo náttúrulega bara umhverfisvænt að kaupa vintage og endurnýta og endurnota, þannig að húrra!

Antíkmarkaðurinn hennar Kristbjargar er á Heiðarbraut 33 á Akranesi, og er opið um helgar og almennt á frídögum…

…dásamlegu pínurnar…

…og eins og áður sagði, svo margt flott – sjáið t.d. vasann þarna í vinstra horninu…

…eða það sem er í þessari hillu…

…elska gamlar myndavélar – svo fallegar t.d til þess að setja undir glerkúpla…

…ef þið eruð að leita að töff lömpum, þá eru þeir þarna. Þessi glæri gæti t.d. orðið æðislegur, taka burtu skermahaldarann og setja útskorna peru – það gæti orðið æðislegt…

…annað sem væri nú flott undir glerkúpli eða í glerboxi…

…prentara- eða setjarahillur – mér finnst þær alltaf æðislegar…

…Bing og Gröndahl alltaf jafn fallegt…

…og Jólarósin frá Bing og Gröndal, líka dásemd…

…og jólabollarnir – merktir ártölum…

…mér finnst þetta stell svo fallegt, en það er Rosenthal og skreytt af Björn Wiinblad – ótrúlega tímalaust og fallegt…

…en það er gott að gefa sér nægan tíma til þess að skoða þarna, til þess að fara nokkra hringi og láta hugan reika og finna það sem er að heilla þig…

…ef þið eigið t.d. gamalt stell – þá er þarna eflaust hægt að finna það sem vantar inn í – endalaust úrval. Svo veit ég að Kristbjörg er svo dugleg að vera með augun opin ef þú ert að leita að einhverju sérstöku…

…svo afskaplega fallegt…

…fallegir pastellitir…

…hvítt og blátt er alltaf tímalaus klassík…

…alls konar postulínsstyttur, fyrir öll tækifæri…

…fallegir fuglarnir…

…þessi hérna er svo geggjuð…

…nokkrir Thule og María…

…fagrir fiskar…

…meira af dásamlegu Björn Wiinblad munum…

…mér fannst þessir ææææðislegir – hef aldrei séð þá áður, en þetta er sería um Hnetubrjótinn. Sýnist á smá googl-i að þeir séu þrír talsins….

…það eru margir sem hrífast af svona dúkkuhausum…

…Villi Vill, Elly og Sigfús Halldórs – góð blanda…

…það er næstum bara allt til…

…postulínið frá B&G og Royal-inum…

…Kivi stjakarnir frá Iittala í öllum litum…

…og heill hellingur af Morsdag og Juleaften…

…retró 60´s stellin…

…og fleira sem væri fallegt undir glerkúpli…

…það er möst að horfa líka upp fyrir sig…

…en þarna er alltaf feikimikið úrval af fallegum ljósum…

…truflaður spegill…

…og dót sem kveikir á gömlum minningum…

…klassískir Hvítir mávar…

…silfur eða stál og hnífur…

…stell í stæðum…

…fallegir gömlu rammarnir með kúpta glerinu…

…vona að þið hafið haft gaman af þessu með mér! Ég elska að rölta þarna og skoða og láta mig dreyma! Eigið yndislega helgi ♥

Til að fylgjast með Kristbjörgu og markaðinum á Facebook – smella hér!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

4 comments for “Innlit í Antíkmarkaðinn á Akranesi…

  1. Anonymous
    14.02.2020 at 16:32

    Þetta var skemmtilegt innlit….Takk!

  2. Birgitta Guðjónsd
    16.02.2020 at 09:42

    Sunnudeginum bjargað…takk fyrir flott innlit….njóttu dagsins með þínum…..

  3. Þórný
    16.02.2020 at 23:22

    Örugglega gaman að gramsa í þessari antik búð. Æðislegar myndirnar þinar 😊 Verð samt að segja að sumt fannst mér fáránlega dýrt!!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.02.2020 at 00:53

      Hissa að heyra það – velflest er ódýrara þarna en á öðrum álíka mörkuðum. Þetta er antíkmarkaður, þar sem er lagt upp með að vera með ákveðin merki og klassískar vörur – það er ólíkt t.d. Nytjamörkuðum 🙂

      T.d. Björn Wiinblad-plattarnir eru á 1500kr þarna, en maður sér þá iðulega á 2000kr annars staðar og líka bara á sölusíðum á Facebook!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *