Hreint og fínt…

…ég hef sagt það áður og segi það aftur: ég elska að jólast og jólaskreyta – en ég elska það jafn mikið að afjóla allt saman. Þessi dásamlega hreinleikatilfinning sem grípur mig er hreint yfirþyrmandi. Koma öllu á sinn stað og taka á móti hverdagsleikanum í hreinu húsi – get ekki beðið um það betra!

…ég held alltaf eftir einhverjum leyfum af jólum, og þá er það það sem ég kalla vetrarskraut. Könglarnir, trén, jafnvel þau hreindýr sem ekki eru glitrandi eða með rautt nef – þetta er allt saman fullkomlega löglegt utan desember sko! Ég miða oft bara við það, að allt sem þú gætir rekist á úti í skógi að staðaldri, það má vera uppi við hvenær sem er!

…stjörnubrettið er nýtt og fékk svo sannarlega að vera uppi við hjá okkur, og könglar inni í kökudiskinum, og trébretti og könnur virka sem skraut…

…þessir einföldu fallegu kertastjakar eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér (fékk tvo á sölunni hjá Ásbirni Ólafs og einn í Bast í Kringlunni)…

…og á skápinum á bakvið sjáið þið vintage flöskur sem eru með gervi Eucalyptusgreinum. Þessar stóru fást í Byko og eru svo svakalega fallegar, og þær minni eru frá Ikea…

…uppáhalds að jólum loknum, allt svona hreinlegt að sjá – næstum minimalískt (miðað við mig sko)…

…og það er nú fátteitt sem kertaljós gerir ekki fallegra…

…og er t.d. verið að nýta afgangskertin frá jólum, það þarf líka…

…mér þykir líka alltaf sérlega fallegt að stilla upp með nytjahlutum sem eru fallegir…

…hér er t.d. olíuflöskur og krukkur orðið stáss, ásamt auðvitað þurrmati í glerkrukkunum…

…Molinn leitar að innblæstri í eldhúsinu…

…ég er í það minnsta þakklát fyrir að hefja árið með hreinan flott. Að kveikja á kertum og hafa kózý í kringum mig á meðan úti geisa “appelsínugul/gul” veður. Ég vona bara að þú sért að upplifa slíkt hið sama, að finna ró heima við og í hjarta ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Hreint og fínt…

  1. Anonymous
    11.01.2020 at 09:16

    Hlakka líka til að taka saman jólin hér, þau hanga enn uppi – ferðalög og “life happened” þegar átti að taka allt saman 😜

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *