Það haustar…

…ég lofaði að sýna ykkur haustgreinar sem ég fann í Byko, svona ekta fallegt inn í haustið. Fyrstur var það þessi kertastjaki, en mér þykir hann alveg sérlega fallegur. Það eru líka svo skemmtilegir þessir hringir sem maður getur síðan skreytt eftir árstíma…

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Byko!

…svo voru það dásamlegu haustgreinarnar. En það eru margir með svona strá og annað þurrkað, en ég er ekki enn komin þangað. Vann svo mikið í blómabúðum og maður var endalaust að vinna með þurrkað efni í skreytingar – ég held að ég sé bara ekki enn tilbúin í meira 🙂

…og svo voru það þessi hérna hliðarborð, sem koma í tveimur stærðum…

…greinarnar eru svo fallegar og “flöffí”, þær komu líka í annarri týpu sem að var meira svona lafandi, en flott í rétta vasa…

…ég tók minna borðið…

…og áður umræddan kertstjaka…

…greinarnar eru æðislegar, þarna eru bara tvær saman í vasa – en þær eru það miklar um sig að það er meira en nóg. Svo verður allt meira kózý með kertaljósi…

…það væri líka skemmtilegt að setja hluta af greinunum þarna neðan á stjakann…

…lítil hliðarborð eru líka svo mikil snilld, hægt að skella þeim hér og þar – og sérlega góð í veislum…

…ég stakk líka einni grein í vasann með þurrkuðum hortensíum…

…og prufaði aðra í hvíta vasann á hliðarborðinu, en þetta er bara ein grein sem er þarna…

…ekta svona fyrir kózý fílinginn. Njótið sunnudagsins ♥

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *