Prufum þetta…

…jæja, um daginn var ég að róterast í stofuborðinu okkar. Þá meina ég reyndar að blessað borðið var sent í útlegð og inn komu í staðinn tvö minni borð og með þeim notaði ég skemilinn okkar…

…en eins og ég sagði ykkur hér – smella – þá var þetta ekki að virka þar sem að krakkarnir eiga það til að sitja á gólfinu við borðið, og skemillinn var ekki að ná að þjóna því hlutverki…

Eins og þið vitið þá er ég í samstarfi við Rúmfatalagerinn, en eins og alltaf – þá er ég aðeins að nota vörur sem ég vel sjálf og hentar mínum smekk.

…þannig að blessaður skemill sneri frá, aftur á sinn stað og þá þarf að finna eitthvað í staðinn. Borðin eru í raun “Rúmfó-hack” sem þið getið skoðað hér – smella

…Molinn reyndar alsæll með allt þetta gólfpláss…

…mér datt þá í hug borð frá Rúmfó sem ég hef haft augastað á í þónokkurn tíma. Ég fannst það bara vera of lítið, en þegar ég notaði hringborðin með álíka borði á sýningunni í maí, þá ákvað ég að prufa að para þessum saman…

…Moli veltir þessu öllu fyrir sér – honum þykir þetta vera óþarfa vesen. Hann vill bara geta legið í friði…

…en svona kemur þetta þá út – og já, ég skipti líka um áklæði á sófanum…

…og ég verð að segja að ég er ótrúlega skotin í þessu…

…létt yfir þessu en bíður samt upp á svo marga skemmtilega mörguleika. Auðvelt að breyta til og svo mikið hægt að raða…

…það eina sem pirrar mig, í sannleika sagt, er sú staðreynd að þegar maður er með gler/spegla, þá þarf að þurrka mikið oftar af – og mér leiðist það reyndar mjög…

…en ég læt mig hafa það þar sem ég elska hvernig endurspeglunin verður í borðinu…

…og mér þykir borðplatan svo töff á nýja borðinu, kemur svo vel út…

…og meira segja Moli bara sáttur – sófinn hans var ekkert færður og fær því að vera áfram!

…og ég lét ekki þar við sitja, heldur bætti ég líka inn einu hliðarborði…

…en mér þykir marmaraplatan sérlega flott…

…þannig að þetta er allt að smella saman, að ég tel…

…elska þennan hreinleika sem kom þarna inn með hvítu settinu, og svo auðvitað með léttari borðum…

…og fallegum skrautmunum sem mér þykir vænt um…

…hér er listinn yfir það sem ég notaði:
1. Ringe smáborð – tvö í setti
2. Marstal spegill – 70cm
3. Marstal spegill – 50 cm
4. Halskov – sófaborð
5. Haarby smáborð
6. Vassgro motta
7. Pil púði
8. Vadsted skammel

…ég vona að þið eigið yndislega helgi – njótið þess að vera í góðu veðri og notalegheitum  Jónsmessunótt framundan þannig að munið að hlaupa berrössuð í dögginni, að selir verða mennskir og að kýr tala mannamál. En gætið þess jafnframt að ef þið lendið á krossgötum þar sem allir vegir liggja að kirkjum, að þá munu álfarnir reyna að tæla ykkur með mat og drykk. Það er bara allt að gerast um helgina og ég vona að þið eigið yndislega helgi – njótið þess að vera í góðu veðri og notalegheitum 

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

1 comment for “Prufum þetta…

  1. sigríður Þórhallsdóttir
    24.06.2019 at 21:03

    Mjög flott og getur heldur betur verið ánægð með þetta 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *