Nokkrar sniðugar hugmyndir…

…engar áhyggjur, ég er enn að vinna póstana af sýningunni. En mig langaði að gera einn póst þar sem ég tek saman nokkrar sniðugar hugmyndir sem ég útfærði í básana – og þar af leiðandi eru allar vörurnar hér úr Rúmfó, en þessi póstur er ekki kostaður!

Hugmynd #1

Ef það vantar eitthvað sniðugt á veggi þá er alltaf séns að nýta sér spegla til þess að fá “ódýrt” veggjaskraut sem look-ar samt súper vel.
Dæmi:

…eins getur það gert helling að setja saman þrjá spegla í röð, eins og sést hér. Einn hefði verið kjánalegur – en þrír saman – þá er þetta töff…

Hugmynd #2


Nýttu plássið! Það er oftast hægt að nýta pláss við hliðina á sófa, á bakvið sófann eða t.d á ganginum til þess að koma fyrir grunnum hillum. Þetta er flott til þess að stilla upp alls konar skemmtilegu, til þess að koma fyrir því sem þig vantar pláss fyrir og t.d. til þess að setja ljós og annað fallegt á bakvið sófann.

Hugmynd #3

Ef þú vilt vera með fallega veggpotta, þá er sniðugt að hengja þá upp á snaga – snagar þurfa ekki bara að vera til þess að hengja upp á ganginum. Þetta getur gert mikið meira úr veggpottunum og gert bara töff uppstillingu.

Hugmynd #4

Sérstaklega um þessar mundir eru að koma mikið af fallegum luktum í búðirnar, og – svo framarlega sem þær eru úr gleri og vatnheldar – þá geta luktir allt eins verið blómavasar, og það virkilega fallegir vasar…

Bónus: og rétt eins og luktir geta verið vasar, þá eru sumir vasar líka flottir fyrir kerti. Sérstaklega þegar það eru gervikerti eins og hér!

Hugmynd #5

Speglar eiga ekki bara heima á veggjum, þeir geta líka verið fyrirtaks bakkar…

Hugmynd #6

Þetta hef ég verið á leiðinni að gera hérna heima í þó nokkurn tíma, en við tókum blómapotta og steyptum staura ofan í þá. Þannig er hægt að gera nánast hvaða útisvæði sem er ævintýralegt og spennandi!

…það er líka sniðugt að setja svo bara mold/mosa/blóm ofan á steypuna.

Vona að þetta komi ykkur að einhverju gagni, nú ef ekki – þá að þið hafið í það minnsta haft gaman að 🙂
Knúsar til ykkar

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

3 comments for “Nokkrar sniðugar hugmyndir…

  1. Anonymous
    23.05.2019 at 09:10

    Glæislegt!
    Frábærar hugmyndir 😃
    Takk,takk

  2. Heiðrún Finnbogadóttir
    23.05.2019 at 14:38

    Að steypa staurana í blómapotta er bara tær snilld! Frábær póstur að vanda!
    Takk fyrir mig.

  3. Anonymous
    28.05.2019 at 11:52

    Þetta er æðislegt hjá þér, elska þegar hægt er að breyta nýtingu hlutarins.
    Mun klárlega nýta mér að steypa staurana í pottana – algjör snilld (“,)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *