Bland í poka…

…um daginn fékk ég mér dásamlegar Magnolíu-greinar í vasa. Þær blómstra bleik/hvítum blómum og eru þvílík dásemd fyrir augað. Ég var einmitt að horfa á þær núna um daginn og velta því fyrir mér hvernig fólki verður eitthvað úr verki í þeim löndum þar sem þessi fegurð er fyrir augum á degi hverjum, ég stæði bara úti að stara…

…en eins dásamlega fallegar og þessar greinar eru, þá staldra blómin því miður stutt við – eins og er oft vaninn með afskorin blóm og greinar…

…ég fór þá að hugsa um alvöru blómin vs. gerviblóm! Ég elska afskorin blóm og auðvitað pottablóm. En hins vegar, þá er það staðreynd að ég fæ ekkert mikið út úr því að hugsa um pottablóm. Á meðan staðan er þannig, þá geri ég mér bara lífið léttara með því að nota falleg gerviblóm og stilli þeim óspart upp. Þetta er oft talið “hallærislegt” að vera með gerviblóm, en mér finnst í þessum málum, sem og öðrum, að fólk eigi að gera hlutina eins og þeim líður sjálfum best með þá…

…til að mynda er ég með þetta skot hjá borðstofuborðinu. Tveir lægri pottarnir eru frá Rúmfó, og ólífutréð er sömuleiðis þaðan og er líka, giskið nú – gervitré…

Ég er í samstarfi við Rúmfatalagerinn, en allar vörur sem ég fjalla um í þessum pósti, sem og öðrum, eru valdar af mér sjálfri og eitthvað sem er að heilla mig.

…hæðsta borðið er frá Söstrene, og skálin þar er gömul Ikea skál og blómið í henni er sömuleiðis frá Ikea…

…sem sé bland í poka af gervi sem mér líkar…

…sama sagan er í eldhúsinu, þar sem gerviblóm hvílir í vegghillunni og gervi eucalyptusgreinar á kransinum mínum…

…eins er ég með þessi hérna sem fást í Rúmfó, litlar Eucalyptusgreinar og þessi fallegu blómstrandi knúbbar…

…og þetta kemur svo fallega út með gervigreinum frá Ikea. Ég er mjög svo ánægð með þetta combó…

…meira úr Rúmfó, og í þetta sinn Burknagreinar…

…og svo voru þessi litlu búnt líka sérlega krúttleg – sérstaklega þegar þau voru komin í könnuna fallegu…

…og talandi um bland í poka, þá eru líka þurrkaðar hortensíur í stofunni, og bara í bland við sitthvað gervi frá Ikea…

…svo sjáið þið reyndar glitta þarna í eina lifandi hengiblómið, þarna á borðinu í horninu 🙂

…þannig að – ég er komin út úr gerviblómaskápnum og hana nú!

…vona að þið eigið yndislegan dag og njótið þess að vera til  ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Bland í poka…

  1. sigríður Þórhallsdóttir
    21.03.2019 at 22:39

    Ég elska líka afskorin blóm og pottablóm en ég er samt með fullt af gerviblómum líka. Þau eru að mér finnst svo falleg eins og hin. Reyndar finnst mér allt svona skraut vera yndislegt 🙂

  2. 29.03.2024 at 22:11

    Ég er sammála þér með gerfiblómin,, mér finnst þaug betri, ekkert vesin að þrífa ril af þeim, bara skellt undir vatnsbununa, drepast náttúrulega aldrei, hækt að föndra með þaug eins og maður vill,,,,þegar ég útskrifaðist ú garðyrkjuskólanum, þá vildi maðurinn minn endilega gefa mér rósir,, ég bað hann um gerfi rósavönd sem ég fékk og á ennþá, honum fannst þetta skrýtið að Garðyrkjufræðingur vildi gerfi blóm, ég sagði að það væri nú einfallt,,gerfi blómið dræpist aldrei,, eini gallinn við gerfi blómin er sá að þaug upplitast í sólskini

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *