Janúarhreinsun…

…er það nokkuð bara ég? Nahhh held ekki. Það virðast margir vera í því að hreinsa út og sortera og fara í gegnum hlutina sína. Sem er bara gott, ekki veitir af! Ég virðist detta í þennan ham í hverjum janúar, og í ár er ég að ná að ganga frá lausum endum sem ég hef áður ekki getað sleppt af hendinni…

…og þetta er líka bara ágætur tími í svona smá “naflaskoðun”, svona í dimmustu og köldustu mánuðum ársins. Ég er nefnilega farin að sjá að ég er svona tilfinningalegur “hoarder”, eða það sko að ég tilfinningatengist svo mikið af hlutum og finnst ég verða að halda í þá til þess að halda í minningarnar sem eru mér svo dýrmætar. En núna er ég að ná að aðskilja þetta og sjá það að hlutirnir eru ekki minningarnar, þær eru hjá mér og hverfa ekkert. Velja úr það sem skiptir þig máli og geyma þannig að það sé gaman að grípa í það og skoða. Geyma til gleði…

…ég sagði ykkur á Snappinu frá “Tidying up”-þáttunum á Netflix, með Marie Kondo. Þættir sem mér þóttu nú ekki skemmtilegir, og ég næ ekki að tengja við allt sem hún segir – en þeir ýttu hressilega við mér og það er vel. Fínt að horfa á eitthvað svona og taka til sín það sem hentar manni, og hitt má bara kyrrt liggja. Ég sjálf hef alltaf þurft að ná vissu skipulagi, hreinleika og bara yfirsýn til þess að líða vel – og það er ég að vinna markvisst að núna. Gott að byrja árið þannig.

Ég hef alltaf verið svona, og til að mynda fer ég yfir allan fataskápana hér á heimilinu í það minnsta tvisvar sinnum á ári. Tek í burtu það sem ekki er í notkun, og hjá krökkunum það sem þau eru vaxin upp úr…

….en börnin eru líka orðin stærri og það er auðveldara að virkja þau með, og það hjálpar heilan helling. Það að leyfa þeim að taka þátt í að velja hvað á að geyma, hvað þau tengja við sjálf og hvað skiptir þau máli.
Það minnkar svo mikið af óþarfa sem maður er að geyma af því að maður sjálfur tengir við nánast hvern einasta hlut – en krakkarnir hrista bara hausinn og kannast ekkert við bangsann sem mamman heldur fast í…

…en þetta er ekki búið og ég leyfi ykkur að fylgjast með áfram.
Vona að þið eigið góða viku framundan og sendi ykkur hressilega tiltektar og skipulagsstrauma ♥


ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “Janúarhreinsun…

  1. Gurrý
    22.01.2019 at 08:21

    Ég ætti að fara að horfa á þessa þætti sem þú ert að dásama, þá færi ég kannski að koma mér í fataskápinn minn og henda….

  2. Margrét Helga
    22.01.2019 at 10:07

    Erum einmitt á fullu í janúarhreinsun….ætli hún standi ekki út árið 😛 Þett´er svo mikið!!!

  3. Birgitta Guðjóns
    22.01.2019 at 11:22

    Alltaf gott að breyta og bæta(vonandi)….kannast alltof vel við þetta…..(munir og minningar)…gott að heyra að ég er ekki “ Ein í þessum pakka “…takk fyrir fallegan póst, eins og ávallt….

  4. Hófí
    22.01.2019 at 11:53

    Er búin að taka eldhússkápana í nefið og jemundur minn hvað það var margt látið gossa!
    Þá er það bara að koma sér í fataskápana, þvottahúsið og blessaðan bílskúrinn …
    Takk fyrir póstinn!

  5. Sigríður Þórhallsdóttir
    23.01.2019 at 00:44

    Ég er einmitt að hugsa um svona að laga til og hreinsa út sem ég/við erum ekki að nota og gefa bara í burtu 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *