Notalegt um jólin…

…vááá, það var að koma út nýr bæklingur á netinu frá Rúmfó, sem ber titilinn Notalegt um jólin.  Hann er svo flottur að ég bara varð að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhaldsmyndum, en svo þurfið þið bara að smella á hlekkinn í lok póstsins og skoða restina sjálf/ar!
Rúmfatalagerinn er með auglýsingu hér á síðunni en þessi póstur er ekki kostaður!

…ég get bara ekki sagt ykkur hvað ég varð ánægð að sjá vörurnar í svona fallegum myndum, þar sem þær eru að njóta sín til fullnustu…

…glitrandi og gordjöss…

…þarna eru t.d. gylltu stjakarnir “mínir” sem ég er svo hrifin af…

…og auðvitað smá jólanissar og meððí…

…þessi grái löber er t.d. æðislegur, og hægt að nota hann báðu megin sem er snilld…

…þetta borð er dásemd…

…einföld slaufa utan um servéttur ásamt einni jólakúlu – fallegt…

…sjáið bara hvað þetta er nú fínt!

…æðisleg jólatrén, og stjakinn – þessi hvíti með trénu – hann á að vera kominn aftur í búðirnar skilst mér. Þetta tré er líka ótrúlega skemmtilegt, einfalt og flott…

…nei sko, halló litla jólaævintýri…

…svo skandinavískt og retró…

…svo er líka skemmtilegar jólagjafahugmyndir í blaðinu, sem mér finnst snilld!

Endilega smellið hérna – til þess að skoða bæklinginn í heild sinni!
Ég er alveg heilluð af hversu fallegur hann er, og sýnir vel hvað það er mikið af fallegri jólavöru í Rúmfó, eins og ég vissi auðvitað alltaf ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

4 comments for “Notalegt um jólin…

  1. Rannveig Ása
    06.12.2018 at 09:33

    Vá, en fallegt! Gylltu stjakarnir og könglastjakarnir hrópa á mig að kaupa sig. Ég sé þá ekki inni á RL síðunni. Takk fyrir að deila þessari fegurð með okkur. 🙂

  2. Margrét Helga
    06.12.2018 at 12:17

    Var einmitt að skoða bæklinginn á netinu!! Hrikalega margt fallegt 🙂

  3. Sigríður Þórhallsdóttir
    06.12.2018 at 13:14

    Var líka að skoða þennan bækling og þetta er geggjað flott ma ma ma he he verður alveg veikur fyrir þessu öllu en þó helst viðartrjánum með glimmerinu á hliðunum og rauða bílnum með jóltrésglimmerinu á toppnum. Elska við og glimmer og meira glimmer:)

  4. Anna Sigga
    10.12.2018 at 18:10

    Flottur bæklingur 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *