Antíkmarkaðurinn á Akranesi…

…var sóttur heim um seinustu helgi! Uppáhalds alltaf ♥

En ég var búin að fá fréttir frá henni Kristbjörgu að þau væru nýkomin heim frá Danaveldi, með fullan farm að glænýju eldgömlu 🙂 Eða þið skiljið mig!
Markaðurinn er í bílskúrnum á Heiðarbraut 33 á Akranesi, og þið getið séð myndir af því nýjasta með því að fylgja henni Kristbjörgu á Facebook (smella hér). Opið um helgar frá 13-17…
…eruð þið að sjá þessa hérna…
…yndisleg þessi hérna…
…elska þessa gömlu bláu, Morsdag og Juleaften ma…
…ef þið sjáið ekki diskana sem þið eruð að leita að, þá borgar sig að spyrja – því sumir eru á bakvið afgreiðsluborðið…
…svo margir dásamlega fallegir…
…meira frá Bjorn Wiinblad…
…þessir hérna eru ótrúlega skemmtilegir líka…
…það voru til alls konar svona – hversu pörfekt á svona villibráðakvöld eða þannig…
…allar týpur, eða svo gott sem, af gömlum og fallegum bollum…
…jöminn…
…ó ég elska gamlar töskur, frábærar undir sófaborðið fyrir tímarit og alls konar svoleiðis…
…svo gaman að blanda svona með hvítum eða einlitum módern stellum og lífga upp á…
…æjæj, þessi var einu sinni hressari…
…sjáið þessa með bleiku blómunum ♥
…mér finnst best hvernig þessi berbrjósta starir á Maríuna, ólíkar vinkonur…
…helló beibí…
…svo er það þetta stell!  Hversu fallegt ♥
…mér skildist á Kristbjörgu að þetta væri líka Bjorn Wiinblad…
…í það minnsta tímalaust og svo fallegt…
…klassíkin…
…og svo þessir ekta retró…
…svona 60´s og 70´s fílingur í þeim…
…og muna að kíkja líka upp á hillur og skápa…
…einn rússneskur bjössi…
…og þessi fannst mér æði…
…þannig að ef ykkur vantar inn í stellin, þá er sko séns að finna það þarna…
…endalaust fallegt…
…ljósin…
…og persónulega þá finnst mér gamlar myndavélar geggjað skraut…
…svo er hægt að kaupa allan heiminn þarna…
…þessir eru æðislegir – og vasinn er geggjaður…
…möst að vera með tíma til þess að skoða og gramsa…
…pólska stellið…
…ótrúlega fallegir litlir marmarabakkar, geggjaðir t.d. fyrir salt og pipar í eldhúsið, eða bara inn á bað fyrir sápurnar…
…ég og kökudiskar á fæti, það er saga á bakvið það…
…fallegur tekkskápur fyrir skrautmuni – t.d. múmínbollar sem yrðu æði í svona…
…ég elska svona gömul lóð, á svona nokkur sjálf frá afa mínum sem var bakari…
…gamlir kassar og skúffur.  Sjáið t.d. skúffuna sem er efst, hún væri æði fyrir Maríustyttu…
…gamalt armystöff…
…og svo mikið af alls konar skemmitlegu sem kemur töff út í hilluuppröðun…
…fallegu glerflöskurnar…
…prentara/setjarahillur…
…gamlar könnur eru fallegustu vasarnir, bara svona ef þið vissuð það ekki…
…Sússi í einangrun…
…og svo er heill hellingur af gömlu barnadóti þarna…
…samansafn af kertastjökum…
…snjóboltarnir sem “allir” áttu hérna í denn…
…þessir eru líka æðislegir…
…og svo eru gamlar plötur til…
…og alveg möst að gefa sér góða stund, því stundum þarf að labba nokkra hringi til þess að taka þetta allt inn…
…svo komst ég að því í fyrsta sinn – að þau eiga líka risastórt safn af Róbótum heima hjá sér…
…alveg hreint magnað að sjá þetta allt saman…
…þannig að ég held að þið getið bara minnst á safnið við þau hjón ef ykkur langar að fá að kíkja…
…alveg geggjað!
…haldið ekki svo að frúin hafi átt þennan dásemdargrip inni hjá sér…
…hversu flottur er þessi ♥
…og ég fékk loksins plattann sem mig vantaði og er því komin með mánuðina 12 í safnið mitt!
Húrra og meira af því síðar ♥
Góða helgi krúttin mín, keyrið varlega upp á Akranes – eða bara hvert sem þið haldið og njótið þess að vera til!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

2 comments for “Antíkmarkaðurinn á Akranesi…

  1. Jóhanna
    15.09.2018 at 23:33

    TAKK elsku Soffía, það er svo gaman að skoða þetta og bara yfirleitt fylgjast með þér og þínum. Þú ert alltaf svo jákvæð og hefur geggjaðan smekk, eins og ég hef sagt við þig áður, þá ert þú eina manneskjan sem gætir innréttað heimilið mitt án þess að ég væri viðstödd. TAKK

  2. Svala
    17.09.2018 at 19:47

    Ooooo hvíta stellið með gyllta Björn Winblad munstrinu var draumastellið mitt í gamla daga en var ekki innan fjàrlaga. Langar í það enn 😍😍😍😍😍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *