Innlit í þann Góða…

…á föstudaginn kíkti ég aðeins inn í Góða hirðinn, hér koma því nokkrar myndir.
Þið getið fylgst með Góða Hirðinum á Facebook með því að smella hér!
Rak strax augun í þetta borðstofuborð, þetta gæti td orðið geggjað svart…
…símabekkir eru barn síns tíma, en hægt væri að nýta þá t.d. í forstofur…
…dásamlegt t.d. í dömuherbergi…
…hvernig hljómar þetta allt saman? 🙂
…þessi var geggjaður!  Í alvöru sko, t.d. í sæbláu eða einhverjum fallegum lit. Væri t.d. fullkominn í ímyndaða sumarbústaðinn minn. Hann kostaði 1500kr ef þið trúið…
…þessi er alltaf snilld, í eldhúsið, forstofuna eða bara í barnaherbergið – og geymsla undir! Gæti t.d. staðið við endahjónarúms og geymt rúmteppi…
…fallegur skenkur…
…og það er eitthvað svo dásamlega klassískt og kózý við svona hægindastóla, helst fyrir framan arineld! Það er t.d. hægt að mála svona með sérstakri málningu…
…ó svona fallegar kommóður! Sjáið súlurnar og að efsta skúffan stendur aðeins framar.  Sjáið þið smáatriðin á neðsta listanum, elska svona…
…snyrtiborð…
…annar fallegur skápur…
…þessi hérna sko, á réttum stað og réttum tíma, amen bara!
…einn gamall ruggari…
…veggkertastjaki – bara fallegur…
…og þessar gömlu klassísku útskornu hillur…
…merktar með ártali…
…þessir eru bara yndislegir! Sjáið útsauminn og línurnar…
…spegill, spegill…
…svo gaman að grúbba saman svona vösum, t.d. eftir litum en hafa ólík form á þeim…
…höfuð sem hægt er að rækta í…
…þessar karöflur ♥
…og þessi…
…stórir gólfstjakar…
…þessi glös fannst mér æði…
…annar fallegur spegill…
…þessir voru líka mjög stórir, og þeir yrði geggjaðir málaðir og endurnýttir…
…flottur rammi…
…og verk eftir íslenska listamenn…
…stafabrengl…
…enn meiri speglar – jeminn…
…alls konar sem gaman væri að gera upp í barnaherbergin – gömul dúkkurúm geta líka orðið skemmtileg fyrir blóm eða jafnvel fyrir tímarit, eða bara teppi og púða…
…þessi hérna fannst mér líka mjög falleg, og hægt að gera eitthvað enn meira fyrir hana…
…ertu að safna uglum?
…eða sætum kimonostyttum…
…og þessi var smá, en falleg…
…það er alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt – og það er líka snilld að reyna að endurnýta þegar hægt er. Hvort sem það er keypt í Góða eða bara fundið í geymlunni eða bílskúrnum!

Það er oft þannig að hlutir eru einhvers virði í peningum, en enn meira virði vegna tilfinningalegs gildi og okkar langar að eiga þá áfram, en jafnframt að aðlaga þá að okkar heimili og lífsstíl. Þá er oft allt í fínu að mála bara skápinn hans afa eða annað slíkt til þess eins að getað notað hlutinn áfram.

Heimili eru ekki söfn og okkur ber ekki skylda til þess að varðveita hvern og einn hlut í upprunalegri mynd – þó að sjálfsögðu séu margir hlutir sem eiga skilið þannig meðferð!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

4 comments for “Innlit í þann Góða…

  1. Margrét Helga
    08.08.2018 at 10:10

    Er enn að hugsa um þessa stóru brúnu kertastjaka….ætli þeir séu enn til? Er á leið í bæinn á eftir….hugs, hugs, hugs.. 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.08.2018 at 19:59

      Ég hefði átt að kaupa þá bara fyrir þig 🙂

  2. Gurrý
    11.08.2018 at 20:16

    Kærar þakkir fyrir ábendinguna ! Var búin að leita mjög lengi að ljósi í barnaherbergi og þegar ég sá ljósakrónuna fögru með blómunum á myndinni hér að ofan sá ég að hún yrði fullkomin og því stökk ég til og keypti hana. Það er þvílík hamingja með þessa dásemd hjá sex ára eigandanum 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.08.2018 at 00:25

      Ohhhh æði – en gaman að heyra 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *