Lestur er bestur…

…nú þegar skólanum er lokið þá dugar ekkert að slá slöku við að lesa heima.  Við eigum þessa tvo snillinga sem hafa ótrúlega gaman af því að lesa og voru að standa sig sérlega vel í lestri í skólanum í vetur.  Það lá því beinast við að verðlauna fyrir það, og þau vildu endilega vel sér bækur fyrir sumarlestur……leið okkur lá því út á Granda, og jú þetta eru regndropar á rúðunni…
…og þar kíktum við í Forlagið, þar sem bækur Ævars vísindamanns voru að heilla…
…verð samt að hrósa Forlaginu fyrir búðina, en hún er virkilega falleg og skemmtileg.  Sjáið t.d. bókaafgreiðsluborðið…
…Laxness-taupokarnir finnst mér snilld…
…og hingað hlupu þau bæði…
…alls konar skemmtilegar þrautabækur – frábærar í ferðalagið…
…þessi er ótrúlega skemmtileg…
…töff búð…
…þessi fannst mér ansi sniðugur…
…fullt af handavinnubókum…
…og ég var ótrúlega spennt fyrir þessari…
…meðan að dótturinni fannst að Moli ætti að fá þessa hér 🙂
…svo þegar við fórum að borga, þá mættum við Ævari sjálfum, og hann var svo elskulegur að spjalla við krakkana og árita bækurnar þeirra.  Ég held að þið sjáið alveg að þessi óvænti hittingur sló alveg í gegn…
…snilld – óvænt ævintýri er best!
Þess ber að geta að þessi póstur er ekki unninn í samvinnu við Forlagið, eða vísindamanninn sjálfann 🙂
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *