Óskalistinn…

…mér datt í hug að taka saman smá óskalista fyrir mæðradaginn.
Hér tel ég upp nokkra hluti sem mig hefur dreymt um, en þó er alltaf bara klassík að gefa fallegan vönd á þessum degi, eða bara morgunmat í rúmið.  Því að þó að þetta sé klisja, þá snýst þetta ekki um “gjöfina” heldur bara hugsunina á bakvið, og það að gleðja mömmurnar 

Ég er mikil fatafrík, elska kjóla og fallegar flíkur, og þessi hérna kimono/golla frá Systur & makar hefur heillað ansi lengi…
…þetta blómaefni er hrein dásemd, þannig að kjóll í bláu í sama efni er líka dásemd…
….við erum á leið til Spánar, þannig að ég er farin að skoða opna hælaskó, þessir eru æði frá Skor.is
…og eins þessir hérna
…fátt er betra en mjúk rúmföt, og þessi hérna frá Rúmfó – með fjaðramynstri – eru búin að vera að heilla mig ansi lengi…
Andrea by Andrea er með svo margt fallegt, og mér finnst þessar hálsfestar frá henni geggjaðar – langar í nokkrar…

…eins er þessi bolur frá henni geggjaður – og víst til kjóll líka – þessi bleiki litur er fullkominn…
Nagel stjakarnir eru fyrir löngu orðnir klassík, og mér finnst svörtu ferlega flottir.  Fást t.d. í Casa
…eru svo til í silfri og gylltu líka…
Pov circle veggstjakar eru líka ótrúlega fallegir.  Fást í Epal, Casa og á fleiri stöðum…
…mér finnst þessi hérna peysa geggjuð fyrir sumarið, er frá ZO-ON og heitir Arnarfell
Royal Copenhagen stellið eru náttúrulega tímalaus klassík sem mig langar alltaf að safna mér, t.d. er kökudiskurinn alveg draumur…
…en ég væri líka mikið til í að fá mér vasann bara – hann er alveg dásamlegur.  Fæst m.a. í Líf & list og Kúnígúnd
…og eins og ég sýndi á snappinu í gær, þá eru æðislegir vendir til í Blómaval núna – og kosta bara 1990kr, mjög fallegir mæðradagsvendir – smella hér til að panta/skoða
…þið sjáið bara að þetta yrði pörfekt saman ♥
Hvað langar þig mest í?
Eigið yndislega helgi krúttin mín ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Óskalistinn…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    14.05.2018 at 14:12

    Mig langar í allt saman 😉

  2. Anna Sigga
    18.05.2018 at 22:01

    Ég fæ alltaf fallegt heimagert ísskáps-skraut frá stráknum mínum á mæðradaginn ❤ En það sem er í uppáhaldi af þessum lista er hálsfestin…bókstafir svo fínlegt og nett 😍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *