Þrjár mismunandi…

…útfærslur á arinhillu!

Bara svona að gamni, gefur kannski einhverjar hugmyndir 🙂

#1 – hér er svona silfurþema næstum…

…þrír kertastjakar og ein Maríustytta…
…gömul kanna og í henni eru þurrkaðar hortensíur…
…svo ótrúlega fallegir litir í þeim ennþá, þrátt fyrir að vera orðnar margra mánaða gamlar…
#2 – rustic og gróft…
…vigtin er notuð sem kertastjaki í raun…
#3 – hvítt og kántrískotið…
…könnur úr eldhúsinu fá að laumast alla leið inn í stofu…
…og grófir trékertastjakar ásamt píííííínulitlu könnunni minni með englavængina, sem ég fékk í Tiger endur fyrir löngu…
…og hversu fögur eru snjóberin?!!
Ef þið kíkið á snappið, þá eru nokkrar uppstillingar þar til viðbótar, þar til eftirmiðdaginn í dag 🙂
Notendanafn: soffiadoggg

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Þrjár mismunandi…

  1. Margrét Helga
    25.08.2017 at 08:36

    Einfalt en samt fallegt 🙂 Næsta mál á dagskrá: Redda sér arni 😛

  2. Anonymous
    26.08.2017 at 00:13

    Falleg klukka. Hvar fekkstu hana? 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *