Jólaborðið okkar…

…er tilbúið (og líka pakkahrúgan sem sést í sófanum) 🙂

…borðið okkar er risavaxið, sem þýðir viss vandkvæði þegar það kemur að því að velja dúka.  Það er nefnilega 2.20×1.20.  Það eru ekki til dúkar fyrir þessa stærð – í það minnsta eru þeir vandfundnir.  Ég fann því efnisstranga í Rúmfó, sem á voru 5m og skellti á borðið.  Þetta er úr svona microfiber efni og er dökkgrár, sem var stór breyting frá ljósa borðinu í fyrra (sjá hér)…

…mig langaði að nota gömlu jóladiskana, frá mömmu og pabba, og ætla að nota þá sem forréttadiska í ár…

…glösin og diskarnir eru síðan frá Broste merkinu, en við fengum þetta í brúðkaupsgjöf fyrir 11 árum síðan…

…ég lagði lengju með gervigreni yfir miðjuna á borðinu…

…nokkrir könglar og burstatrén voru síðan sett við lengjuna.  Eins notaði ég gömlu kampavínsglösin, sem mamma og pabbi fengu fyrir 52 árum, og setti smá snjó og lítið burstatré í þau.  Fannst gaman að nota þessu hluti frá mömmu og pabba þar sem þau verða vonandi hjá okkur á aðfangadag…

…en með því gamla er gaman að blanda einhverju nýju, og ég fann þessa kertastjaka í Rúmfó núna á miðvikudaginn.  Þeir eru þungir með marmarabotni og án þess að ég sé veik fyrir marmaranum, þá finnst mér þessir hreint geggjaðir…

…fannst þeir líka skemmtilega einfaldir til þess að hafa með á borðinu, en samt hátíðlegir.  Gullið á þeim passaði líka fyrir gyllinguna sem er á báðum glösunum…

…ég notaði því líka gylltar stjörnur með servéttunum.  En ég fann bæði í Rúmfó…

…og eins og þið sjáið hérna, þá er enn ágætispláss á borðinu, þrátt fyrir að konan sem hér skrifar er skreytingarglöð…

…svo er líka hellingur af plássi til endanna á borðinu, og eyjan er svo alltaf risastór…

…mér finnst nú bara fallegt að sjá gömlu diskana svona með…

…gefur hellings stemmingu…

…svo þegar forrétturinn er búinn, þá eru þessar sérvéttur sem verða notaðar með aðalréttinum…

…en þessar fann ég líka í sömu Rúmfó-ferð og mér finnst þær sérlega bjútífúl…

…ég setti líka smá gervigreni í gamla könnu á eyjuna…

…sérstaklega af því að myndin á henni er nú blá og tónar við diskana – já, ég gæti hugsanlega ofhugsað hlutina stundum – en hey, allir verða að fá að vera skrítnir á sinn máta…

…á stólana setti ég vængi, rétt eins og í fyrra…

…enda erum við svoddan englar…

…annað sem mér datt í hug, fyrst að dúkurinn er svona dökkur, að það er líka gaman að nota svona hvítar dúllur með…

…það gæti líka gefið skemmtilegan fíling fyrir blúndurnar…

…enda er þetta næstum eins og snjókorn undir diskinum…

…ég hef líka haft augun á þessum tréplöttum í Rúmfó síðan ég sá þá fyrst, og fannst rétti tíminn að vinna með þá núna…

…þeir gætu verið mjög flottir á borð – bæði til upphækkanna og fyrir heita diska…

…en svo fór ég að leika mér og féll alveg fyrir þessu…

…notaði litla lurka sem ég átti fyrir hérna heima og úr varð þetta hérna.  Væri líka hægt að nota hvíta keramik kökudiska…

…svona varð því jólaborðið okkar…

…eða í það minnsta þar til ég ákveð að breyta því aftur…

…svo kemur að þessu á morgun…

…sumir bíða slakari en aðrir…

…en ekki er hægt að neita – að það er eftirvænting í loftinu ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Jólaborðið okkar…

  1. Guðlaug Rúna Guðmundsdóttir
    23.12.2016 at 13:29

    Vá hvað þetta er fallegt, og finnst frábært að nota plattana sem forréttadiska.

  2. 23.12.2016 at 13:50

    Svo bjútífúl alltaf hjá þér 🙂 Vildi svo eiga stórt borðstofuborð. Er bara með eldhúsborð og það er aðeins of mjótt og ef ég hef skreytingu í miðjunni þá kemst enginn matur á borðið…hehe

    jólaknús
    Kristín krútt 🙂

  3. anna sigga
    23.12.2016 at 14:09

    Mikið er þetta fallegt sérstaklega bláu diskarnir, sniðugt að nýta þá svona 😊😇

  4. Kolbrún
    23.12.2016 at 14:50

    Ju dúdda mía borðið er æði og geggjaðir trjáplattarnir vildi að ég hefði svona breitt borð þetta er svo fallegt.
    Jólakveðja

  5. Kristín S
    23.12.2016 at 19:32

    Er með frekar lítið borð en þar sem við erum yfirleitt bara fjögur á jólum þá reyni ég að hafa smá skraut á endanum. Fékk samt alveg “verk” við að skoða þetta hjá þér, finnst borðið æði.

    Sammála þér með hvað það er gaman að leggja á borð fyrir hátíðarmatinn, setja stellið og glösin og einmitt nostralgian við hefðina og gömlu hlutina

    Gleðileg Jól Soffía til þín og þinna

    kv. Kristín S

  6. Sólveig
    23.12.2016 at 19:33

    Mjög flott og alltaf gaman að skoða.

  7. Marsibil Brák Vignisdóttir
    23.12.2016 at 19:36

    Fallegt, sniðugt að nýta bláu jóladiskana. Hef líka alltaf verið skotin í þessari könnu síðan þú keyptir hana.

  8. Margrét Helga
    26.12.2016 at 14:54

    Yndislega fallegt hjá þér eins og alltaf 🙂 Get trúað því að maturinn hafi bragðast extra vel 😉

    Gleðileg jól kæra fjölskylda <3

  9. Una
    26.12.2016 at 17:46

    Taka kannski límmiðana af stellinu og glösunu, þeir taka svolítið classan af.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *