SkreytumHús-litirnir…

…eru núna fáanlegir hjá Slippfélaginu.

6-www-skreytumhus-is-is-005

Ég fæ fjöldan allan af spurningum um litina og ætla því að gera hérna einn póst, sem vísar á hina póstina sem hægt er að sjá þessa liti í “notkun”.  Því miður eru tveir þeirra sem ég á ekki enn nógu góðar myndir af – en það eru Mjallhvít og sá Gammelbleiki.  En það verður vonandi bót á því sem fyrst…

Orginalinn – SkreytumHús-liturinn:

slippfelagid-skreytum-hus-litir-okt-2016-skreytum-hus
Hér er póstur sem er tileinkaður honum, nóg af myndum og meira til.

skreytumhusliturinn5

Fyrstur verður auðvitað að vera SkreytumHus-liturinn – sem er búin að vera á veggjunum okkar síðan 2008.  Við erum með þennan lit á forstofunni, inni í alrýminu á nokkrum veggjum og í svefnherberginu.

Liturinn er mjög fallegur og umfram allt mjög hlýr.  Hann er grábrúnn, mjög mikil blanda af báðum tónunum.

Slippfélagið lýsir honum svona:
Það er engin tilviljun að Skreytum hús liturinn okkar er einn sá allra vinsælasti hjá okkur núna í innimálningu. Hann gefur þessa hugljúfu mjúku stemmingu en er í senn sérstaklega elegant og klassískur. Hann er blandaður með gráum, brúnum og toppaður með oxírauðu sem gefur honum þessa hlýju sem einkennir litinn. Liturinn fer einstaklega vel inní stofu, á sjónvarpsvegginn, í eldhúsið, í svefnherbergið eða á rúmgaflsvegginn.

 skreytumhusliturinn6

Mosagrár

slippfelagid-skreytum-hus-litir-okt-2016-mosagrar

Ég er persónulega mjög hrifin af þeim mosagráa.  Hann er, eins og SkreytumHús-liturinn, mjög breytilegur eftir birtu og tíma dags.  Hann er ekki eins dökkur og SH-liturinn, en hann er svo endalaust hlýr og fallegur.  Vinkona mín var að mála allt sitt hús í honum núna um daginn, og það var bara nóg að setja litinn á veggina og allt var orðið hlýlegt og heimilislegt.  Þannig að ég mæli óhrædd með honum.

081-www-skreytumhus-is-063

Tónarnir í honum eru stundum svo gráir, stundum brúndrappaðir og á öðrum stundum nánast grænir.

img_1555

Hér eru póstar þar sem hann kemur fyrir – smella og hér smella..

img_1586

Dömugrár

slippfelagid-skreytum-hus-litir-okt-2016-domugrar-400x400

Liturinn er ljósgrá með örlitlum rauðroða tón í sér sem gefur honum ákaflega mjúka og huggulega stemmingu.

Ég hef sjálf lýst honum sem nánast pastelgráum – en það eru mjög svona bleikir tónar í honum, þannig að hann fer sérlega vel með mjúkum pastellitum.

1-www-skreytumhus-is-077

Liturinn var sérblandaður í herbergið hjá dóttur minni, sem hefur í gegnum árin verið kölluð daman hérna á blogginu – og því varð það úr að skíra hann í höfuðið á henni.

slippfelagid-malari-mars-2016-5932

Þessi litur er sérstaklega “mjúkur” – ef það er lýsingarorð sem hentar lit 🙂

Hér er hægt að finna pósta með þessum fallega lit – smella og hér – smella, og svo auðvitað stelpuherbergið – smella.

domugrar2

Gammelbleikur

Sá gammelbleiki er t.d. þessi fullkomni bleiki í barnaherbergið, án þess þó að vera of-bleikur. Hann er líka svo endalaust fallegur.
slippfelagid-skreytum-hus-litir-okt-2016-gammelbleikur

Gauragrár

slippfelagid-skreytum-hus-litir-okt-2016-gauragrar

Annar litur sem varð til þegar ég var að láta blanda hinn fullkomna lit inn í herbergið hjá litla manninum, eða gaurnum mínum.  Því ber hann þetta nafn.

Gauragrár er mjög hreinn grár litur. Hann er ekki yfirþyrmandi og lætur alla aðra liti njóta sín til fullnustu.

slippfelagid-malari-mars-2016-5809

 Hann fer t.d. mjög vel með dökkbláum og rauðum, sem voru litir sem ég vissi að ég myndi vilja vera með inni í herberginu.

Hér er t.d. hægt að skoða nokkra pósta – smella.

gauragrar1

Kózýgrár

slippfelagid-skreytum-hus-litir-okt-2016-kozygrar

Ég hreinlega ELSKA þennan lit.  Skrifstofuherbergið er ekki stórt, það er bara 2,80×2,47m, ég þori að fullyrða að herbergið virkar ekki minna núna – þrátt fyrir að vera í svona “dökkum” lit.  Það sem er best við þennan lit, er sú staðreynd að þegar ekkert var inni í herberginu – annað en auðvitað borðplatan sem er veggföst – þá var herbergið samt svona hlýtt og kózý og tók utan um mann.  Sum sé kózýgrár!

www-skreytumhus-is-020

Það er komið rúmt hálft ár síðan við máluðum, og ég er enn jafn sæl með litinn.  Mér finnst hann bara svo ótrúlega notalegur og taka svo vel utan um mig hérna inni – mér finnst sem sé góð svona veggjaknús.

www-skreytumhus-is1

Þið getið sé frekari myndir af honum t.d hér og hér

www-skreytumhus-is-019

Mjallhvít

slippfelagid-skreytum-hus-litir-okt-2016-mjallhvit

Þetta er þessi ekta hvíti! Þið vitið, sem er ekki of hvítur og ekki of gulur.  Heldur bara þessi fullkomni félagi með öllum hinum litunum.  Ekki kaldur og bara alveg réttur 🙂

Pastelgrænn

slippfelagid-skreytum-hus-litir-okt-2016-pastelgraenn

Sá pastelgræni var eitt sinn í herbergi dömunnar.  Það er að segja, eftir bleika tímabilið hennar og áður en sá dömugrái kom á veggina.  Þetta er litur sem fer ótrúlega vel í sálina, hann er eitthvað svo róandi og notalegur.  Alls ekki yfirþyrmandi og mjög hlýr.

1-2012-01-11-182721

Hægt er að skoða pósta t.d. hér með honum – smella og svo hérna – smella.

1-2011-07-18-225825

Mynta

slippfelagid-skreytum-hus-litir-okt-2016-mynta

Þessi er alveg hreint dásamlega ferskur og fallegur.  Svona fullkomin blanda af ljóóóósbláu með smá hint af grænu í – sem sé mynta.

www-skreytumhus-is-012

Ég skellti honum á vegg í þvottahúsinu og hann breytti alveg hreint ótrúlega miklu, það var bara eins og smá sól færi að skína inni í þessu gluggalausa herbergi.

www-skreytumhus-is-013

Hér er pósturinn sem þið getið skoðað með þvottahúsinu – smella.

32-www.skreytumhus.is-031

Svo er ég sérlega stolt að segja ykkur frá því að núna getið þið nálgast bækling yfir alla litina hjá Slippfélaginu – og hann er alveg ótrúlega fallegur, þó ég segi sjálf frá.

1-www-skreytumhus-is-is

Þið fáið líka auðvitað enn fríar prufudósir hjá þeim Slippfélaginu, ásamt því að fá afslátt í gegnum SkreytumHús.

2-www-skreytumhus-is-is-001

Svo er ótrúlega flottur leikur í gangi á Facebook-síðu Slippfélagsins, þar sem hægt er að vinna málningu á herbergi – OG málarann sem vinnur verkið fyrir þig (þó má ekki eiga málarann, færð hann bara lánaðann í jobbið).  Endilega smella hér til þess að taka þátt.

4-www-skreytumhus-is-is-003

Verð að segja að ég er mjög stolt af þessu öllu, og auðvitað sérstaklega þakklát þessum frábæru móttökum sem litirnir hafa fengið hjá ykkur ♥

Smella hér til þess að skoða SkreytumHús-litina á síðu Slippfélagsins.

Smella hér til þess að fara á Facebook-síðu Slippfélagsins.

3-www-skreytumhus-is-is-002

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “SkreytumHús-litirnir…

  1. Margrét Helga
    07.11.2016 at 20:41

    Dásamlegir litir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *