Því ég er komin heiiiim…

…og nú fáið þið þetta lag á heilann, í allan dag – sorry!

30-www.skreytumhus.is-021 En ég er sum sé nýsnúin aftur á skerið ásamt famelíunni minni, eftir 18 daga “útlegð” í Ameríkunni.  Nánara tiltekið í Orlando í Florída.  Þetta var sennilegast eins sú mest “næs” útlegð sem nokkur hefur farið í.  Dásamlegur hiti og sól, hús með sundlaug, og meira segja nokkir rigningardagar sem “ráku” okkur í smá búðarráp fyrr en áætlað var – sem sé, allt eins og best verður á kosið 🙂

41-www.skreytumhus.is-032

Ég er að vonast til þess að verða því tvíelfd núna, því að áður en ég fór í fríið (næsta lag á heilann takk), þá var ég orðin fremur lúin og í hálfgerði tilvistarkrísu með litla bloggið mitt.

Maður vill náttúrulega alltaf vera að gera sitt besta, og vonandi aðeins betur (því það er það sem þarf – næsta lag). Stundum dettur maður í samanburð, og þetta gæti líka stafað ef einhvers konar tilvistarkreppu sökum aldurs. En konan ég er víst að verða fertug núna í sumar, og mér sem líður alltaf eins og ég sé bara töttuguogfemm.  Þannig að mér fannst ég vera eitthvað “gömul”, svoldið “halló” og eitthvað “lónlí” í mínum bloggheimi.  Það er svo endalaust mikið orðið af bloggum og bloggurum að það er auðvelt að finnast eins og maður sé bara að synda í troðfullri tjörn.  En svo held ég bara að ég verði bara að sætta mig við að ég er bara ég, og get ekki verið neitt annað – ég er eins og ég er (enn eitt lagið – verði þér að góðu).

Ég ætla bara að halda áfram að dóla mér hér, í mínu horni netsins, og segja ykkur frá hinu og þessu.

Áfram að segja ykkur frá mínum pælingum, áfram að deila smá af fjölskyldunni með ykkur og auðvitað verkefnum/breytingum/skreytingum sem mér finnast alltaf svo skemmtileg.  Ég ætla bara að vera þessi hérna, þið vitið, þessi sem er eflaust pínulítið skrítin, sem á mann sem stynur oft undan fjölda hugmynda og framkvæmdagleði sem er aðeins meiri en hans eigin, þessi sem að fer í Rúmfó til þess að fá sér eitthvað fallegt á hilluna (sem er þó eflaust smekkfull nú þegar), þessi sem á ekkert Michael Kors-veski, þessi sem hefur átt tvo Mac varaliti um ævina (haha! en 876 kertastjaka), þessi fertuga sem stendur á tímamótum.

Hún er bara ágæt!  Greyjið!  Hún er líka sú besta sem ég get verið (nú þetta!).

IMG_0744

Ég held líka að það sé mikilvægt að vera ekki með of mikla glansmynd af hlutunum og lífinu almennt.  Við vitum öll/allar að hlutirnir eru eins og þeir eru, miserfiðir og misskemmtilegir og þetta er allt bara verkefni sem við þurfum að leysa.  Eitt af öðru.  Þetta er allt hluti af pakkanum, það góða og það slæma í bland.

IMG_0747

Vona að þið eigið yndislegan dag, og hlakka til þess að sýna ykkur alls konar skemmtileg innlit frá Ameríkunni…

IMG_0561

segja ykkur ferðasöguna í nokkrum (ok, að hverjum lýg ég? – milljón myndum) og gefa ykkur nokkur tips sem þið getið kannski nýtt ykkur þegar og ef þið farið til Orlandós – og auðvitað líka fína puntið sem mig “bráðvantaði” svo mikið 🙂

IMG_0734

*knúsar* og enn og aftur, takk til þín, sem gefur þér tíma til þess að kíkja við

ykkar
Soffia

8 comments for “Því ég er komin heiiiim…

  1. Margrét Helga
    24.05.2016 at 08:21

    Velkomin heim frá Orlandó (Bloom?)! Gott að heyra að þú ætlar að halda áfram með bloggið eins og það hefur verið af því að það (og þú) ert frábært eins og það/þið eruð 🙂 Get varla beðið eftir að sjá allar milljón myndirnar af öllum dásemdum þarna í úttttlandinu 😀 Gott að vera búin að endurheimta þig, mín kæra! <3

  2. Rannveig Ása
    24.05.2016 at 08:54

    Velkomin heim, uppáhaldsbloggarinn minn. Nú ætla ég að byrja á að biðjast afsökunar á að lesa og njóta og skilja sjaldan eftir mig skilaboð og þakkir. En þú mátt vita að skrifin þín hafa verið endalaust inspírerandi og gefandi fyrir mig. Og svo ertu bara svo assgoti skemmtileg.
    Gott að þú ætlar að halda áfram að vera þú og eins og þú ert og ert komin heim og allt! 🙂

  3. Kristjana Þórey
    24.05.2016 at 09:55

    Þú (og bloggið þitt) ert æði eins og þú ert 😀
    Haltu því áfram!

  4. Anonymous
    24.05.2016 at 12:32

    Eg tek undir það sem Rannveig Ása segir.
    Ég er líka svona falin aðdáandi og veit um marga slíka.
    Ég er ein af þeim sem bíð dag hvern eftir því sem þú kemur með !……Elska það í ræmur..

    Ein góð vísa fyrir þig…..

    Ef þú elskar í lifsins stríði
    fegurð þú heldur þú heldur þótt árin líði.
    Sama hversu margt afmælið er
    eigi skal ellin ná tökum á þér.
    Höf: M.F.
    Haltu svo áfram því þú er yndis….
    Kv Sigrún

  5. Ósk
    24.05.2016 at 12:39

    Velkomin heim bloggið þitt er það lang skemmtilegasta á stóru svæði og sölusíðan alveg frábær þar hef ég keypt bæði stórt og lítið alltaf jafn ãnægð t.d núna á ég von á sendingu frá Hvolsvelli. Flott blogg og frábær kona (þú) svo skemmtilegt að lesa frá þér 😄😄😄

  6. Elva
    24.05.2016 at 13:21

    Haltu áfram með frábært blogg, velkomin heim og hlakka til að heyra ferðaipsin er sjálf að far til orlando í haust og vantar alltaf góð tips::))

  7. Magga
    24.05.2016 at 23:53

    <3 keep up the good work!!

    Elska bloggið þitt, elska sannleikann sem er í blogginu þínu, mér finnst ég ná að tengja svo vel við allt hjá þér, einfaldlega því ég finn bara hversu sönn þú ert!

    Vertu stolt af þér 🙂

  8. Íris
    25.05.2016 at 10:50

    Uhhhh sko þú eiginlega getur ekki hætt að blogga 😜 Hvað á ég þá að lesa 😳 Þú er einmitt yndisleg eins og þú ert og það er bara til eitt eintak af Soffíu svo njóttu 💜 Ég geri það allaveg.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *