Inni…

…dveljum við löngum stundum hér á landi – sér í lagi að vetri til!

www.skreytumhus.is-013

…þess vegna er það svo mikils virði að gera heimilið að griðastað.  Að skjóli gegn umheiminum, þar sem þér og þínum líður best í heimi.

Ég er, eins og áður hefur komið fram, alls ekki litskrúðug týpa.  Ég fíla svona rólega náttúrulega tóna, gráa og brúna, eitthvað svona kózý…

www.skreytumhus.is-015

…mér finnst líka alltaf æðislegt að fá innblástur af öðrum síðum á netinu og auðvitað frá bókum.  Eins er mér ofarlega í huga þátturinn Heimsókn, með Sindra, þegar hann heimsótti Rut Kára (sjá hér) því að ég hafði helst hug á að fara og flytja inn hjá henni eftir að sjá þáttinn 🙂

Það fór því ekki á milli mála um jólin að bókin hennar fór efst á óskalistann, og ég varð ofurkát að ég vann hana síðan í Facebook-leik hjá forlaginu sem gaf hana út.  Heppin ég!  Hins vegar er ég búin að ætla að fletta henni með ykkur alveg síðan þá, en greinilegt að ég er með brækurnar á hælunum, sko brækurnar – ekki bækurnar.

Alla veganna, mig langaði að mæla með bókinni Inni eftir hana Rut við ykkur…

www.skreytumhus.is-016

…en kíkjum saman í þetta – hrein dásemd…

www.skreytumhus.is-017

…allir þessir dökku veggir fá mig til þess að þrá að mála allt hérna innan hús…

www.skreytumhus.is-018

…meiri dökkir veggir og hvítir listar, auk franskra hurða – hver getur kvartað?
www.skreytumhus.is-020

…einfaldleiki og fegurð á baðherbergi…

www.skreytumhus.is-021

…og dásamlegur myndaveggur…

www.skreytumhus.is-022

…svo ekki sé minnst á fegurðina í þessu stelpuherbergi…

www.skreytumhus.is-023

…er annars rangt að fá í hnén við að skoða bók?

www.skreytumhus.is-024

…kertastjakasafn ofan á arni…

www.skreytumhus.is-025

…og sko bara – fleiri en ég sem eru veikir fyrir fallegum hvítu postulíni…

www.skreytumhus.is-026

…dásamlegur stíllinn hennar Rutar, svo hlýlegur en alltaf glæsilegur og smart…

www.skreytumhus.is-027

….dæs…

www.skreytumhus.is-028

…sjáið bara þetta borð – og ljósið – og…

www.skreytumhus.is-029

…nú sit ég hér heima og stari á veggina og velti fyrir mér að mála ALLT dökkt!

Hmmmmm….

www.skreytumhus.is-0211

…nú er úr vöndu að ráða…

www.skreytumhus.is-0231

…myndir þú þora að fara í alla veggi dökka?

Ég veit að ég elska alveg að hafa skrifstofuna svona dökka á litin, hún tekur utan um mann og er bara kózý.

Ætti ég ekki bara að mála?

www.skreytumhus.is-0221

ps. koma svo!  Smá like og kommenta líka, þú mátt alveg vera að því – ekki satt?! 🙂

3 comments for “Inni…

  1. Margrét
    31.03.2016 at 12:15

    Dásamleg bók, fékk hana seinustu jól 🙂 Endalaust hægt að blaða í henni

  2. Margrét Helga
    31.03.2016 at 14:02

    Allt í lagi að fá í hnén við að lesa bók…passaðu bara að sitja þegar þú lest hana svo þú slasir þig ekki…

    Held að dökkir litir væru fallegir á veggina, en ef maður ætlar að heilmála í dökku þá finnst mér að það verði svolítið að passa upp á að það sé ekki of dökkt svo manni finnist maður ekki búa í helli…en ég veit að þú finnur akkúrat rétta litinn 😉

  3. Gurrý
    01.04.2016 at 08:36

    Langaranum mínum er illt eftir að hafa flett bókinni með þér…..

    Mig dauðlangar að mála stofuna dekkri – er með einn vegg í gráum lit sem er burðarveggur á milli borðstofu og stofu, bý í gömlu húsi 🙂 en nú langar mig í ljósan gráan á alla veggi, en svo er ég með dökk húsgögn svo ég veit …………..erfitt líf 🙂

    Ég segi go for it – það er þá alltaf hægt að lýsa aftur ef þið eruð ekki sátt 🙂

    Farin að horfa á þáttinn…….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *