Oreo trufflur – uppskrift…

Hún Ella frænka mín er sérlegur snilli á mörgum sviðum, og ein af hennar náðargáfum liggur í því að útbúa alls konar gúrmey góðgæti.  Eitt árið færði hún okkur t.d. svona jólapakka, sem í var alls konar gotterý og svo uppskriftir af því öllu.  Þessi elska hefur náðarsamlegast gefið mér mér til þess að deila með ykkur nokkrum spennandi uppskriftum og ég ætla að láta vaða á þetta með Oreo trufflunum hennar!  

Hvernig lýst ykkur svo á svona uppskriftir með í bland?

Eitt af því vinsælasta sem fylgdi með jólapakkanum!!

Svo einfalt. Skammarlega einfalt. Lítur vel út, bragðast eins og draumur í dós og fullkomið nart!

dsc_0228
Oreo trufflur

450 gr. Oreo kex

225 gr. rjómaostur

Hvítt/dökkt súkkulaði til bræðslu

Krums ef vill. Hnetumulningur til að velta uppúr (ég sleppti)

Aðferð:

1. Setja Oreo kex í matvinnsluvél og hræra þangað til mjög fínt. Engir stórir kögglar. Ef ekki er til vél þá beint í poka og fá útrás fyrir reiðinni/gleðinni. Þið vitið hvað ég er að tala um…

2. Bæta rjómaosti út í Oreo mulninginn. Hafa rjómaostinn kaldann og hræra vel saman. Hér væri svo hægt að bæta út í bragðefnum – vanilludropum, kaffi, líkjör.. ef vill!

3. Móta litlar kúlur, leggja á bökunarplötu og setja inn í ísskáp í 1 – 2 tíma, eða þangað til vel stífar.

dsc_0235_943039

4. Bræða súkkulaði, ég bræddi mitt barasta í örbylgju, og húða kúlurnar.

picture_3_943035

5. Voila! Syndsamlega auðvelt og gott nom! Bjóst ekki við hversu mikið nom… nom nom!

Nohhm!

2 comments for “Oreo trufflur – uppskrift…

  1. Kolbrún
    11.12.2015 at 09:23

    mmmm þarf að prófa

  2. Hrafnhildur Snorradóttir
    11.12.2015 at 11:47

    Búin að prófa þessar og eru alveg svakalega góðar . Ég setti kaffi og bara að passa að hafa það ekki heitt þegar maður setur út í þá vill deigið verða eitthvað svo klístrað. Takk kærlega fyrir að deila þessu með okkur .

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *