Innlit í MixMix…

…ég veit ekki hvort að þið munið eftir póstinum þar sem ég tók saman lista yfir íslenskar netverslanir, sjá hér.   Í það minnsta, við vinnsluna á þeim lista þá varð ég einstaklega forvitin um eina slíka, þar sem að hún var með svo mikið af hlutum sem voru að heilla mig.  Hlutir sem virkuðu vintage og svona “one of a kind” og bara almennt mjög spennandi!

www.skreytumhus.is-092

MixMixReykjavík er sem sé búðin sem ég staldraði við:
Gersemar hvaðanæva að úr heiminum. Mixmix reykjavík skapar óvænta og inspírerandi reynslu. Vöruúrval okkar samanstendur af gömlum og nýjum húsgögnum, dúkum, gjafavöru, vefnaðarvöru, dúkum og skrautmunum fyrir heimili og garða. Og reyndar miklu meira en það … Við kaupum vörur um allan heim..

Allar vörurnar í búðinni eru valdar með ástúð og af umhyggju með það fyrir augum að búa til heildarmynd og skapa hinn eiginlega mixmix stíl.

Fyrst af öllu langar mig að sýna ykkur nokkrar af vörunum sem fengu mig til þess að staldra við þegar ég skoðaði heimasíðuna.

Þetta deigskál hérna, fjúúúú hjarta mitt stökk smá…

01-Fullscreen capture 16.9.2015 202259

…þvílíkt fallegt og hvað það væri nú hægt að skreyta í þetta hér…

02-Fullscreen capture 16.9.2015 202302

…þessar litlu arabísku skálar finnst mér æðislegar…

04-Fullscreen capture 16.9.2015 202319

…ég er sérlega veik fyrir svona gammel speglum á vegg og þessir hérna sungu fyrir mig…

05-Fullscreen capture 16.9.2015 202343

…og þessir vasar – þeir gætu sko verið 100 ára og eftir því yndislegir…

11-Fullscreen capture 16.9.2015 202502

…þessa krukku myndi ég vilja fyrir eldhúsáhöld…

15-Fullscreen capture 16.9.2015 202525

…og svo þessir geggjuðu lampar

24-Fullscreen capture 16.9.2015 203038

…eða þessi loftljós

28-Fullscreen capture 16.9.2015 203150

…eða þessi hérna rúmteppi – sem bara virðast færa manni sumar svona rétt sí svona…

29-Fullscreen capture 16.9.2015 203235

…ég fékk því að kíkja við þar sem MixMix var að opna verslun sína í nýju húsnæði í kjallaranum á Langholtsvegi 62

www.skreytumhus.is-063

…og ég get eiginlega ekki almennilegt lýst stemmingunni fyrir ykkur…

www.skreytumhus.is-095

…en hún minnir svoldið á að stíga bara inn í framandi heim, þar sem tíminn hefur jafnvel staðið í stað…

www.skreytumhus.is-066

…fullur af óvæntum hlutum…

www.skreytumhus.is-067

…fallegum hlutum…

www.skreytumhus.is-069

…og svo bara fyrst og fremst stemmingu 🙂

www.skreytumhus.is-071

Skemmtilegum hugmyndum, eins og þessir lampar sem fást hér

www.skreytumhus.is-072

…þarna eru þær, krukkurnar sem mig langar í eldhúsið…

www.skreytumhus.is-073

…þarna fást líka dásemdar hamam handklæði, í svo ferskum og sumarlegum litum…

www.skreytumhus.is-091
www.skreytumhus.is-079

…koparbréfpokar sem eiga eftir að láta hjörtu slá hraðar…

www.skreytumhus.is-076www.skreytumhus.is-100

…og auðvitað jóló með…

www.skreytumhus.is-077www.skreytumhus.is-089

…ég er alveg að fíla öll þessi grófu föt, það er bara eitthvað spennandi að stilla þeim upp…

www.skreytumhus.is-081

…svo er búðin öll svo fallega uppstill að það er hreinn unaður að rölta um og bara horfa…

www.skreytumhus.is-082

…sniðugar hugmyndir, eins og setja tvær skápahurðir saman og gera skilrúm…

www.skreytumhus.is-084

…og bara fleygja sér í stól og velta fyrir sér allri þessari fegurð…

www.skreytumhus.is-086

…þessir hér kertastjakar eru æðislegir – þegar kveikt er á kerti þá endurvarpast textinn á veggina…

www.skreytumhus.is-094

…svo flottir kertastjakar hér líka…

www.skreytumhus.is-096

…og töff ljós til þess að hengja upp…

www.skreytumhus.is-098

…ég vona í það minnsta að þessar myndir hafi náð að grípa eitthvað af stemmingunni og flytja hana til ykkar…

www.skreytumhus.is-106

…því að það er eitthvað ótrúlega fallegt og framandi við þessa dásemdar verslun.

www.skreytumhus.is-111

Póstur er með alls konar hlekkjum, ef eitthvað er feitletrað þá er hægt að smella á það og fara á réttan stað á síðu MixMix.

Til þess að skoða heimasíðu MixMix þá er hægt að smella hér.
Til þess að skoða MixMix á Facebook, þá má smella hér! og endilega setjið líka like á þessa fallegu síðu.

Þið finnið líka allar upplýsingar um opnunartíma og annað slíkt á Facebook!

Vona að þið eigið góða vinnuviku og verum góð hvert við annað ♥

www.skreytumhus.is-104

Sumar myndirnar í fyrra hluta póstsins eru fengnar af síðu MixMix…

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild!

1 comment for “Innlit í MixMix…

  1. Margrét Helga
    16.11.2015 at 14:28

    Stundum er maður feginn að búa úti á landi…geggjuð búð sem maður gæti svooo gleymt sér í!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *