Þorpið reis…

…ég ákvað setja upp smá svona “jólaþorp” með Bauhaus-dótinu (innlit í þessum pósti).  Þegar ég var að raða komu krakkarnir fram úr herbergi, þar sem þau voru að leika.  Litli kallinn snarbremsaði “vóóóó, eru bara komin jól?”  Síðan kom litla míni-gelgjan mín “mamma, getum við kannski aaaaaaðeins beðið með jólin” 🙂

Engar áhyggjur sko, ég er ekki farin að skreyta!!  En það vill þannig til að ég er með þessa síðu og vill svo gjarna geta sýnt ykkur allt það nýjasta og sem mér finnst mest spennandi – ég næ ekki að gera það bara í lok nóv og des, og plús að þá væri enginn spenntur að sjá það sem er lööööngu búið að sýna út um allt.  Þannig að ég vona að þið fyrirgefið mér þetta upphlaup og skiljið að þetta er bara það sem “þarf” að gera ef maður ætlar að vera memm í þessu öllu.

Svo yfir í fjörið…

29-www.skreytumhus.is-012

…eins og þið sjáið þá held ég mig algjörlega innan þægindarammans, enda verður maður að fara eftir eigin sannfæringu og fegurðarskyni í svona málum…

09-www.skreytumhus.is-007

…það sem mér þótti gaman að gera, var að blanda saman alls konar trjátegundum.  Þetta eru pípuhreinsaratrén, tré-trén, barkartré og fjaðratrén.  Ásamt hvítum húsum og meððí…

10-www.skreytumhus.is-008

…og auðvitað loðnu hreindýrin – þau eru bara yndiz…

11-www.skreytumhus.is-009

…svo þegar maður er að raða svona á borð, þá skiptir töluverðu máli að ná mismunandi hæðum í skreytinguna, eins og þið t.d. þá er tréð hægra megin á svona upphækkun, eins og ég sýndi í póstinum í morgun…

12-www.skreytumhus.is-010

….stundum þarf maður líka að sleppa tökum á “raunveruleikagildinu” og ekki láta það fara í taugarnar á sér að bambinn er risavaxinn miðað við húsið 🙂  Slappaðu af Soffia mín, dont go kreisí…

13-www.skreytumhus.is-011

…þið sjáið bara hvernig þau eru, öll að hugsa “af hverju er bambinn næstum stærri en húsið?”…

14-www.skreytumhus.is-012

…þessi fjaðratré eru líka algjör æði…

15-www.skreytumhus.is-013

…sem og þessir sveppir…

16-www.skreytumhus.is-014

…húsin eru síðan flott – allt árið um kring…

19-www.skreytumhus.is-002

…þrátt fyrir að svona hús séu fyrir kerti, þá er alltaf skemmtilegt að þræða seríur innan í þau, þá ná þau að njóta sín allan tímann – ekki bara þegar kveikt er á kertum…

21-www.skreytumhus.is-004

…þið sjáið líka bara hvað það er gaman að blanda svona saman ólíkum tegundum af trjám, enda þurfa öll trén í skóginum að vera vinir – ekki satt?

23-www.skreytumhus.is-006

…hér sést í upphækkunina undir trénu…

26-www.skreytumhus.is-009

…svart og hvít kemur líka fallega út með brúnu tónunum….

27-www.skreytumhus.is-010

…svo er bara að bíða eftir að maður fái “lögbundið skreytileyfi”…

30-www.skreytumhus.is-013

…en svoleiðis skjalavinna tekur þó nokkurn tíma að vinnast í gegn 🙂

31-www.skreytumhus.is-014

Hvað er ykkar uppáhalds? ♥

32-www.skreytumhus.is-015

…svo er það nú þannig að allt verður fallegra í rökkrinu, og þegar að ljósin fá að njóta sín betur ♥♥

Þriðji póstur dagsins er svo væntanlegur innan skamms…

33-www.skreytumhus.is-016

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

 

24 comments for “Þorpið reis…

  1. Svala
    13.10.2015 at 08:36

    Æi Dossa mín, viltu ekki bara koma heim til mín og skreyta, þú mátt bara fá frjálsar hendur með allt, jóla, páska wottever!!!!!!!!!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:12

      Onmyway…..

  2. HULDA
    13.10.2015 at 08:52

    Yndi 🙂

  3. Þórunn
    13.10.2015 at 08:54

    Þetta er æðislegt hjá þér 🎅 það er líka svo gaman að hlakka til jólanna og um að gera byrja snemma🎄

  4. Kristín
    13.10.2015 at 09:24

    Bjútífúl

  5. María
    13.10.2015 at 10:22

    Greyið börnin, ertu búin að pakka þessu fíneríi niður aftur?

    Þetta kemur annars vel út og margar góðar hugmyndir á einu borði.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:12

      Þau fá áfallahjálp! 🙂 og nei, þetta er enn uppi við!

  6. Elsa
    13.10.2015 at 11:07

    Úff ég bráðna bara hérna við tölvuskjáinn !!
    Þú ert algjör snillingur í að raða saman hlutum stelpa 🙂
    Í raun allt uppáhalds !!!! Neðsta myndin er draumur einn !
    Takk fyrir að vera svona dugleg að deila og leyfa okkur að njóta <3

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:11

      Verði þér að góðu 🙂

  7. Kolbrún
    13.10.2015 at 11:20

    Það er einmitt þetta sem er svo skemmtilegt að þú skulir koma með svona hugmyndir áður en maður er farin að skreyta þá fær maður fullt af hugmyndum sem maður getur svo nýtt sér.
    Takk fyrir að vera snemma.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:11

      Snilld – gleður mig að gleðja þig og ykkur 🙂

  8. Jenný Lind
    13.10.2015 at 12:38

    ó mæ god ég get ekki lækað þetta nógu oft…mig langar í þetta allt!!!

  9. Margrét Helga
    13.10.2015 at 13:59

    Hvaða eyðublað notar þú til að sækja um skreytileyfi?? Xmas.15, er það ekki?? Ég nota það að minnsta kosti alltaf….þar sem svarið berst yfirleitt ekki fyrr en seint og síðar meir, þá er ég yfirleitt byrjuð áður en samþykkið kemur 😉 Ætla nú samt að fara að kíkja ofan í snemmvetrarkassann fljótlega 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:10

      Xmas.15.02 – og muna að haka í boxið við Hohoho 🙂

  10. Fríða D.
    13.10.2015 at 19:29

    Nú get ég ekki beðið… bý núna í kössum og langar að gera allt kósy í þessu myrkri sem komið er… 🙂

    En eitt skot 😉 þú varst að velta því fyrir þér að bambinn væri stærri en húsið.. en en hvað með sveppinn?? hann er líka hærri 😉 hehe…

    Þetta er alls ekki of snemmt fyrir jólaskreytingarpælingar 😉 eða það finnst mér allaveganna ekki 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:09

      Uzzzzz……ekki minnast á sveppinn!

      Annars sko gæti þetta verið eitthvað risaafbrigði af sveppum sko, sem vex bara í október og jafnar sig síðan 😉

  11. Ingibjörg Thomsen
    13.10.2015 at 20:01

    Þetta er allt saman ÆÐI hjá þér <3

  12. Sigga
    13.10.2015 at 20:54

    Mjög flott, en hvaða gluggar eru þarna, þessir svörtu???

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:08

      Þetta er gamlar skáphurðar sem ég fékk að hirða, en þú færð svona svipaða glugga í Pier núna!

  13. Oddný
    13.10.2015 at 22:30

    Hvaðan eru töskurnar? Þær eru æði!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 23:28

      Töskurnar eru bara héðan og þaðan, ein úr Nytjamarkaði, ein frá vinkonu minni og sú minnsta er nestistaska frá ömmu og afa mannsins míns 🙂

  14. Elísabet
    14.10.2015 at 20:04

    Guð hvað þetta er fallegt 😍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *