DIY – lampaskermur…

Mig langaði svo í kristalslampa með skermi yfir.  Var búið að langa svo lengi í svoleiðis en bara tímdi hreinlega ekki að splæsa í þá 🙂  Eitthvað í líkingu við þennan, nema bara borðlampa
Þá var bara einföld lausn á málinu, redda því sjálf.  Átti svartann skerm úr Ikea og einhversstaðar leyndist líka lampafótur..
Medium_90121842
Medium_80121786

   Eitt sinn átti ég svona “kristalsljósakrónu” úr Ikea sem að ég var hætt að nota þannig að ég tók einfaldlega steinana af henni og raðaði upp í lengjur og festi á skreminn minn. 
Þar sem að skermurinn er svona plíseraður þá er auðvelt að telja í þetta og raða þessu eftir reglu en svo væri líka hægt að hendar bara kristöllunum á eftir hendinni.  Látta það bara ráðast hvernig þetta tekst til. 
Í það minnsta er ég sátt við minn litla budget lampa, hann stendur stoltur í horninu á stofunni minni og veit ekkert að hann er bara litli ódýri Ikea-DIY-lampinn minn, hann heldur sko að hann sé aðalið 😉
ps. flisssss, var að sjá að nánast allt á þessari mynd er úr Ikea, ætli þeir setji mig ekki bráðum á prósentur!

1 comment for “DIY – lampaskermur…

  1. Anonymous
    01.12.2010 at 22:52

    Ekkert smá sniðug hugmynd og góð þegar lítið er til í buddunni 🙂
    Elska svona DIY blogg…dásemd!
    Kv. Sigrún

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *