Endurvinnslan…

….jæja enn á ný – höldum í skúrinn/geymsluna eða háaloftið og finnum þar “gull og gersemar”!
Þegar við byrjuðum að búa hjúin þá var allt í svona trédóteríi, svona Jón Indífari-dóterí.  Meðal þess sem að við áttum voru þessir tveir gírraffar …
…keyptir í Portúgal á því herrans ári 1999.  Jeminn, bara á seinustu öld!
Við erum ekki búin að hafa þá uppi við í nokkur ár og þeir voru komnir í kassa útí skúr sem að ég ætlaði með í Góða Hirðinn.  En svo allt í einu kveiknaði á ljósaperu fyrir ofan hausinn á mér og núna, eru þeir svona….
Ahhh, smá svona skraut í herbergi litla mannsins 🙂
Ég málaði stærri gírraffann í Þingvallabláu (prufudós úr Byko)

 en þann minni málaði ég í gulu (með lit úr Söstrene Greenes). 

Ég mæli með að nota frekar prufudósinar, því að stærri þurfti bara eina umferð og varð fín áferð á honum.  En sá minni, eftir tvær umferðir, var allur svona ljótur röndóttur. 
En þá var bara haldið aðra ferð í Byko og keypt önnur prufudós, núna í Höfðingjagráu.  Reynt að bjarga gula, ljóta greyjinu…
Þannig að svona enduðu grey gíraffarnir sem hafa fylgt okkur í meira en 10 ár, en í það minnsta eru þeir enn í fjölskyldunni 🙂

Ég sá í Rúmfó í dag að þeir eru með svona trégíraffa sem að kosta 990kr.
Einu sinni enn…
.. og þeir slást í hópinn með hinum vinum sínum sem fyrir voru í  herberginu 🙂

 

7 comments for “Endurvinnslan…

  1. Anonymous
    28.03.2011 at 08:32

    jiii fæ alveg flashback, átti svona gíraffa par 🙂 en er ekki svo góður hirðir, fengu fyrir löngu að fara í endurvinnsluna 🙂

    kv. Bryndís

  2. Anonymous
    28.03.2011 at 08:59

    Ekkert smá sniðugt….hver man ekki eftir þessum gíröffum og núna eru þeir miklu flottari hjá þér 🙂

    Kristín Vald

  3. Anonymous
    28.03.2011 at 09:52

    Vá hvað þeir koma flott út eftir svona “total makeover”, frábær hugmynd.
    Kv. Auður.

  4. Anonymous
    28.03.2011 at 14:04

    Þetta finnst mér alveg sjuklega flott hjá þér,var einmitt sjálf einu sinni með þennan stíl,allt frá Jóni indíafara og fæ alveg grænar bólur þegar ég sé þetta dót núna:)En þetta er bara snilld að mála þetta svona 🙂
    Endilega haltu áfram að vera dugleg að laga og mála svona gamla hluti og sýna okkur svo,það er svo mikil snilld að geta gert up svona gamalt,gott fyrir budduna og gott fyrir umhverfið.
    Kveðja Sigga Dóra

  5. Anonymous
    29.03.2011 at 13:31

    Svakalega flott hjá þér ..finnst kubbarnir með tréinu líka svo flottir ..hvar fékkstu þá ??
    Annars skemmtilegt og fróðlegt blogg hjá þér

    Solla

  6. 30.03.2011 at 07:45

    þú ert snillingur dossa 🙂

    kveðja Inger

  7. 30.03.2011 at 22:40

    æææji, hvað þið eruð nú allar lúvlí við mig 🙂
    Kærar þakkir!

    Solla, kubbarnir eru gamlir, keyptir fyrir 6 árum á Ebay.

    *knúsar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *