Verslunarferð…

….í Target, eða í draumum mínum í það minnsta 🙂
Venjulega birti ég myndirnar svona, og skrifa við þær hitt og þetta,
en í lok myndarununnar kemur pæling…

Hvort er skemmtilegra að fá þetta svona, eina og eina mynd, eða svona….
Stóllinn er til í fleiri mynstrum, hillan er geggjuð og myndarammarnir bara flottir. 
Gæti verið sniðugt DIY verkefni, hægt að kaupa sætar svartar gardýnustangir í rúmfó á 599 og nota sem upphengið.  Fuglapúðinn er held ég samt uppáhaldið mitt, og fuglalímmiðarnir eru pínulítið æði!
Dásamleg ópraktískur sófi, kvenlegt, létt og ljóst!

Þetta finnst mér vera svoldið skemmtileg blanda af karlmannlegu, stólinn og lampinn, og kvenlegu, spegillinn og blómapúðarnir.  Bónus er líka að stóllinn minnir mig á stólinn sem að Aidan gaf Carrie í Sex and the City þáttunum.

Brúnt og fjólublátt, falleg blanda saman – elska borðið og fuglabúrið er bara bjútí!

Þvílík og önnur eins býsn af fallegum púðum.

Kosning:  Myndarunur eða Myndasamsetningar??? 🙂
Allar myndir frá Target.

11 comments for “Verslunarferð…

  1. Anonymous
    24.05.2011 at 08:30

    Sæl. Ég skoða bloggið þitt nánast á hverjum degi þó ég hafi ekki kvittað fyrr, finnst það æði 🙂
    En ég kýs myndasamsetninguna, finnst hún góð.
    Kv. Kolbrún

  2. Anonymous
    24.05.2011 at 09:04

    Ég kýs myndasamsetninguna:)

    Kv.Hjördís

  3. Anonymous
    24.05.2011 at 09:21

    Klárlega myndasametningu takk 🙂
    Kv. Auður.

  4. Anonymous
    24.05.2011 at 12:47

    Frábært blogg hjá þér, skoða það á hverjum degi : )
    Mér finnst myndasamsetningin betri
    kveðja, Kristín

  5. Anonymous
    24.05.2011 at 13:52

    Myndasamsetningin klárlega:-) en maður er samt lengur að skoða þetta hins veginn sem er kostur:-) endilega haltu áfram að blogga…kíki hingað á hverjum degi;-)

  6. Anonymous
    24.05.2011 at 15:02

    Myndasamsetningin er málið. Rosalega langar mig í nánast allt á þessum myndum.

    kv. Jóhanna

  7. 24.05.2011 at 17:04

    Sammála hinum, myndasamsetningin er betri:) Hitt er of langt:)

  8. Anonymous
    24.05.2011 at 18:25

    Myndasamsetningin er mjög góð.
    Kveðja Guðrún H.

  9. Anonymous
    24.05.2011 at 18:50

    Ég kýs myndasamsetninguna:)

  10. Anonymous
    24.05.2011 at 21:30

    er ekki bara málið að þú pantir eins og einn gám hingað heim og seljir svo okkur hinum ???

    :O) myndasamsetning flott
    kveðja
    Kristín S

  11. 24.05.2011 at 23:59

    tvímælalaust myndasamsetning. Annars finnst mér ætíð skemmtlegra að skoða myndir þegar einhver texti fylgir með.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *