Bókað…

…mál!  Fór í Blómaval í Grafarholti núna um daginn í heimsókn til hennar Betu vinkonu minnar.
Hún var nýbúin að fá svona líka “fagglegar” bækur…
…mér finnast þær smádásemd, svo voru líka til “titlar” eins og Paris og Berling og nokkrir fleiri…

…en það sem er snilld við þessar “bækur” er það hversu gagnlegar þær eru 🙂
Halló fjarstýringar, hvernig fer um ykkur?

…og svo loka bara á þær og ahhhh, mikið betra!

…og í öðrum fréttum þá eru krukkurnar víst komnar aftur 🙂

Góða helgi krúttin mín!

8 comments for “Bókað…

  1. Anonymous
    11.05.2012 at 10:50

    hvað kostar svona ???

  2. 11.05.2012 at 11:38

    æ þessi er æði og ferlega sniðugt til þess að geyma ýmislegt 🙂

  3. Anonymous
    11.05.2012 at 12:51

    Sá svona krukkur í blómabúð í Glæsibænum líka 🙂

  4. 11.05.2012 at 15:08

    Bókin er algjört æði! 🙂

  5. Anonymous
    12.05.2012 at 00:41

    Já þessar bækur eru sko dásemd! Ég fór rakleiðis í næsta Blómaval og nældi mér í eina bók “um Róm” 😉 Yndislegar!

    Og fyrst að ég var þarna að þá gat ég ekki staðist 3 hæða krukkuna – hún hreinlega grét eftir mér og vildi ALLS EKKI að ég myndi skilja sig eftir 😉

    Takk fyrir æðislegt blogg og þennan yndislega innblástur sem ég fyllist af í hvert skipti sem ég “kem í heimsókn” 🙂

    Kveðja, Guðbjörg

  6. Anonymous
    12.05.2012 at 01:18

    Ég hef mikinn áhuga á að næla mér í svona bók/bækur og glerkrukkur. Manstu nokkuð hvað þessar dásemdir kosta?

    Jenný

  7. Anonymous
    12.05.2012 at 15:44

    Tek mér það bessaleyfi að svara þér Jenný þar sem að ég keypti mér þetta tvennt í gær 😉

    Bókin kostaði 2490.-
    3 hæða glerkrukkan kostaði 3990.-

    Guðbjörg 🙂

  8. 14.05.2012 at 10:07

    Takk fyrir að svara Guðbjörg, ég hef nánast ekkert verið heima við tölvuna um helgina!

    En það er alltaf hægt að treysta á þessar góðu konur sem hér eru 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *