Blessuð jólin…

…komu, voru yndisleg eins og alltaf, og svo eru þau bara búin – eða svona næstum 🙂

Best að staldra aðeins við og kíkka á tréð í dag, pakkar á morgun og kannski bara jólahúsin sem ég átti eftir að sýna ykkur – hvernig hljómar það?

01-2013-12-24-121746

…tréð er nú ekki lengur jafn tómlegt og stílhreint og það var í seinasta pósti.  Núna er það stútfullt af minningum, og alls kyns gullum sem safnast hafa á það í gegnum tíðina.

Eins og þessu dásemdarhengi sem að litli maðurinn gaf okkur í fyrra…

02-2013-12-24-133947

…ómissandi snjókornum, sem ég safna á tréð af ýmsum gerðum…

03-2013-12-24-133951

…gömlu englarnir sem skreyttu tré bernsku minnar – þið vitið í gamla daga á seinustu öld…

04-2013-12-24-133958

…sveppir hafa nýverið tekið upp á því að spretta á trénu, kannski sökum aldurs þess.  Sérstaklega gaman að sjá glitta í könglana þarna á bakvið…

05-2013-12-24-134003

…og auðvitað nýju kúlurnar, smá snjókorn og hinar ómissandi kertaseríur…

06-2013-12-24-134007

…matta kúlan er líka ný og kemur úr Pier…

07-2013-12-24-134012

…dönsk englahjörtu…

08-2013-12-24-134015

…krúttlegir íkornar sem skreyttu pakka krakkanna í fyrra, og þessi glansandi kúla er líka ný úr Pier…

09-2013-12-24-134038

…englakrútt…

10-2013-12-24-134047

…og yndislegt skraut sem daman gerði þegar að hún var snuð á leikskóla…

11-2013-12-24-134100

…þarna mætast nútíminn og gamli tíminn, eldgamall engill og nýlegt skrautið…

12-2013-12-24-134102

…þessi var á pakka herramannsins hérna eitt árið…

13-2013-12-24-134110

…græna kúlan er fyrsta jólaskrautið sem daman bjó til, ótrúlega verðmætt djásn í okkar augum…

14-2013-12-24-134120

…síðan er þessi ævaforn, og kemur af jólatrénu hennar ömmu minnar…

15-2013-12-24-134125

…uglukrútt kúrir á grein…

16-2013-12-24-134132

…þannig að það sést á þessi broti að tréð er fullt af hinu og þessu, þetta er ekki bara “sýnistré” sem look-ar vel, þetta er minningatré – eins og jólatré eiga að vera í mínum huga…

18-2013-12-24-134653

…þó að bætist nýtt við, eins og toppurinn sem trónir þarna efst.  Þá er það gamla skrautið og það handgerða sem að snertir hjartaræturnar mest…

19-2013-12-24-134718

…Grýla og Leppalúði komu í heimsókn, handgerð af henni múttu, og fengu að dvelja hjá hreindýrahjörðinni á arninum…

20-2013-12-24-134730

…og undir trénu kúrir að vanda litla hreindýrið okkar…

22-2013-12-24-134959

…reyndar verður að viðurkennast að ég hengdi ekki allt skrautið okkar á í ár, valdi úr það sem er ómissandi og svo bara dass af hinu og þessu – bara svona til að breyta aðeins til…

23-2013-12-24-135015

…þess vegna er heldur minna á trénu en venjulega – en ég fíla það bara vel 🙂

21-2013-12-24-134933

…og þannig var jólatréð 2013…

 

 

24-2013-12-24-135019

 

 

Síðan, svo ég hljómi eins og allar mæður, þá er það auðvitað dýrmætast skrautið sem krakkarnir koma með heim og útbúa sjálf.  Eins og t.d. englakórinn og jólatrén, sem er gert af þeim báðum í sama leikskólanum á mismunandi árum.  Ég er leikskólanum svo þakklát fyrir að leyfa krílunum að gera svona skemmtilegt og fallegt skraut og gaman að geta safnað þessu svona saman á milli ára – yndislegt!

17-2013-12-24-134139

…við eldgömlukirkjuna mína, sem stendur með gömlu Reykjavíkurkertunum mínum, er komið tríó af timburmönnum…

25-2013-12-24-135334

…þessir félagar voru gerðir í leikskólum í Garðabæ og Hafnarfirði fyrir einhverjum 34 plús árum, því að ég og eiginmaðurinn gerðum þessa.  En mér finnst alltaf gaman að leyfa þeim að vera með greyjunum…

26-2013-12-24-135338

…og dásemdarkirkjan mín, hún er ómissandi um jólin!

27-2013-12-24-135344

…aftur eru það gullin úr leikskólanum, efri er litli maðurinn en sá neðri kom frá dótturinni fyrir ca. 3 árum…

28-2013-12-24-135416

..svo sæt saman!

29-2013-12-24-135429

…og svo svona í lokin!

Talandi um að vera sæt saman ♥

32-2013-12-24-162328

 

Hvað er annars að frétta af ykkur, áttuð þið ekki bara dásamleg jól?

*jólaknús*

3 comments for “Blessuð jólin…

  1. Arna Ósk Harðardóttir
    27.12.2013 at 13:17

    Mikið sem ég er sammála þér. Jólatréð á að vera fullt af minningum 🙂 Ég er t.d. með einn “ljótan” fugl á mínu tré sem var á trénu heima hjá mér þegar ég var lítil stelpa. Hann er farinn að láta ansi mikið á sjá, orðinn krumpaður og þvældur eftir að litlir fingur hafa fengið að klappa honum á hverjum jólum, en mér finnst bara svoooo mikið vænt um hann 🙂

  2. 27.12.2013 at 15:33

    Fallegt litla jólaskrautið eftir börnin 🙂

  3. Inga kr.
    27.12.2013 at 18:00

    Gleðileg Jól Yndislegt tréð þitt ! Fullt af minningum eins og mitt tré !!! Jólaskraut frá því ég var lítil og svo sem mín börn hafa gert, perlað og föndrað ! Alltaf gaman að skoða síðuna þína mín kæra og eins hef ég “stolið” mörgum hugmyndum. Vonandi hefur þú og þín fjölsk. það gott um áramótin. Gleðilegt ár og kær kveðja Inga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *