Hlerar…

…og ja hérna hér!  Ég velti því fyrir mér, ef maður á að hætta á toppinum, hvort að ég eigi að kveðja núna 😉

Þvílík viðbrögð við hurðinni hans Paul, ég hugsa að hann yrði bara stoltur!  Það voru yfir 2000 heimsóknir á bloggið, bara í gærdag!

Þið eruð æði, ég er þakklát og hrærð.  Shaken not stirred, svona eins og James Bond.

En eigum við að skoða málið nánar?

Eins og þið sáuð í gær þá spreyjaði ég hurðina gráa, og það bættist meira grátt við…

2013-10-15-125604

…fann í þeim Góða (jájájá – ég finn ýmislegt þar, allt nema eiginmanninn), og þegar ég keypti þá litu þeir svona út…

2013-09-29-010854

…ég varð svo innspíruð af Jean D´Arc bókinni minni (sjá hér) og langaði í svona vintage fíling.  Byrjaði að mála hlerana svarta…

2013-09-30-142041

…þetta lookaði alveg vel, en var ekki það sem að ég var að leita eftir…

2013-09-30-142046

…þannig að ég tók fram fallegu kalkmálninguna hennar Auðar Skúla, sem er alveg sér kapituli útaf fyrir sig í fegurð…

2013-08-06-160912

…og málaði hlerana af miklum móð, á sama tíma og ég söng með útvarpinu af miklum krafti…

2013-09-30-142950

…þarna sjáið þið þegar að málningin er byrjuð að þorna…

2013-09-30-143534

…síðan keypti ég líka lítið skraut í Föndru…

2013-09-30-161057

…sem ég málaði fyrst svart og síðan með kalkinu…

2013-09-30-162037

…allt farið að þorna, og ekkert skvett á mótórhjólið í baksýn – húrra fyrir málarameistarnum…

2013-09-30-162043

…og niðurstaðan varð þessi…

2013-10-15-125525

…litla skrautið komið á sinn stað og smá farið yfir með sandpappír…

2013-10-15-125531

…og gefur þessi skemmtilegri gammel fíling…

2013-10-15-125535

…og þar sem að við erum með þessa risastóru eldhúsglugga þá kemur þetta ágætlega út, að mínu mati 🙂

2013-10-15-125601

…get eiginlega ekki beðið eftir að jólaskreyta í kringum þetta allt saman…

2013-10-15-125541

…hvernig fílið þið þetta?

2013-10-15-125604

…gamla viktin frá mömmu og pabba komin í heiðurssess…

2013-10-15-141347

…ásamt yndislega bambanum mínum og fallegu bamba ljósaluktinni frá henni Öddu (sjá hér)…

2013-10-15-141359

…og ogguponsu lítilli sætri krukku, úr Daz Gutez líka (ég hugsa að ég þurfi að fara í meðferð við þessu, ætli það sé til 12 skrefa prógram fyrir þá sem eru háðir því að fara í veiðiferðir í Góða?)…

2013-10-15-141406

…hver hleri er með fjórum pörtum…

2013-10-15-141443

…en ég setti bara skrautið á þessa tvo í miðjunni…

2013-10-15-141449

…og ég málaði þetta mjög gróft, eins og sést, þetta fékk bara að vera rustic…

2013-10-15-141504

…og þannig urðu hlerarnir mínir til…

2013-10-15-141523

…og þegar sést yfir eldhúsið í heild sinni, þá er þetta svona núna!

2013-10-15-153625

…hvað segjið þið, hlerar – spilun eða bilun?

2013-10-15-153700

♥  Enn og aftur, hjartans þakkir fyrir öll fallegu kommentin seinustu daga, ég og Paul erum ykkur afar þakklát 

34 comments for “Hlerar…

  1. 17.10.2013 at 14:27

    Mér finnst þetta æði! eins og flest allt annað sem þú setur inn. Yndislegt og æðislegt 🙂

  2. Sigga Dóra
    17.10.2013 at 14:30

    Vá ótrúlega flott gert úr mjög svo hallærislegum hlerum :)Mér finnst þú vera alveg ótrúlegur snillingur og er svakalega spennt að fylgjast með jólaskreytingunum framundan

  3. Gauja
    17.10.2013 at 14:30

    þeir eru æði 🙂

  4. Hólmfríður Kristjánsdóttir
    17.10.2013 at 14:31

    Mig VANTAR svona hlera… en hefði örugglega gengið framhjá original hlerunum í Góða, hef ekki hugmyndaflug í mögulega útkomu 😉

  5. 17.10.2013 at 14:31

    Æðislegir 🙂

  6. Hjördís Inga Arnarsdóttir
    17.10.2013 at 14:46

    Elska svona rustic look hlakka til að sjá þetta jólaskreytt….

  7. Guðrún H
    17.10.2013 at 14:53

    Þetta er virkilega flott, mikið er ég glöð að hlerarnir mínir eru úti í bílskúr en ekki farnir í Sorpu, svo á ég meira að segja kalkmálningu líka 🙂
    Kveðja Guðrún H.

  8. Dóra
    17.10.2013 at 15:03

    já blessuð kalkmálningin,hvar er best að kaupa hana ?

    Gordjöss hjá þér eldhúsið kona !!

  9. María
    17.10.2013 at 15:25

    Þetta kemur vel út.

  10. Margrét Helga
    17.10.2013 at 15:31

    Tótallí spilun!! Gullfallegir hlerar hjá þér!

    En ætli það sé hægt að fá lítið notaða og húsvana eiginmenn (þá líklega fyrrverandi…vona ég) í þeim góða? Ekki það að ég sé að leita, ég á alveg ágætt eintak sem ég er ekkert að hugsa um að losa mig við á næstunni…var bara að hugsa um allar þessar einhleypu 🙂

  11. Svandís J
    17.10.2013 at 15:40

    Það er meira stuðið sem þú ert í frú mín góð. Ef ég flyt í íbúðina mina á Íslandi á næstunni ætla ég algjörlega að stela þessari hugmynd í RISA stofugluggana mína 😉

    Endalaust flott!!!

  12. Audur
    17.10.2013 at 15:43

    Rosa kósý og flottir einmitt svona rustic. Þú ert snillinn 🙂

  13. Lilja
    17.10.2013 at 15:48

    Mér finnst hlerarnir algjörlega gordjöss eftir meikóver en ekki passa inn í eldhúsið þitt…

  14. Sigga Maja
    17.10.2013 at 16:03

    Flott. En hvar fær maður kalkmálninguna hennar Auðar hérlendis. Veistu það ? Auður er flutt til Sverge með framleiðsluna. Ef ég hef tekið rétt eftir. En þetta er vel heppnað.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.10.2013 at 16:06

      Hún fékkst síðast þegar ég vissi í Litaland í Borgartúni 🙂

      • Sigga Maja
        18.10.2013 at 13:47

        Takk fyrir það. Ég þangað. Ég hafði séð hana í Byko fyrir löngu en þeir eru hættir með hana.

  15. Kristjana Henný Axelsdóttir
    17.10.2013 at 16:32

    Þeir eru geðveikt flottir – Þú ert SNILLINGUR!!

  16. 17.10.2013 at 20:57

    Hlerarnir eru æðislegir og vigtin er ennþá æðislegri!

  17. Guðrún María
    17.10.2013 at 21:08

    Klárlega spilun! 😉 Geggjað töff!

  18. Helena
    17.10.2013 at 21:34

    Sjúklegt!!!

    Knús
    Helena

  19. Auður
    17.10.2013 at 22:36

    Æðislegt !!!

  20. 17.10.2013 at 22:50

    En æðislegir hlerarnir elsku Dossa og vá engin smá traffík hjá þér, enda ertu svo ótrúlega dugleg, virk og hugmyndarík.

  21. 18.10.2013 at 01:44

    Eg fae bara nostalgiukast med det samme….Thegar Modir min saluga for i gegnum kurekahlidstimabilid fraega….ja godir timar. Mer finnst thetta nu bara smart hja ther Dossa min…elska thessu litlu deteila og snudderi….
    Glugginn er er stor og fallegur….endalaust gaman ad rada i hann….var thad faktor i akvorduninni ad kaupa husid? Mundi vera fyrir mig allavega!
    Allt flott og smart
    xo
    Brynja

  22. Berglind Magnúsdóttir
    18.10.2013 at 09:07

    Æðislegir !! snillingur 😉

  23. 23.10.2013 at 10:26

    Hæ hæ geggjað! Allt saman með tölu. En hlekkurinn á síðuna mína virkar ekki 😉
    Kveðja Adda

  24. Bylgja
    01.11.2013 at 21:01

    Sæl ég á svona hlera er ekki sniðugt líka að kalka þá?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.11.2013 at 01:53

      Jaaaa….ég er í það minnsta kát með mína 🙂

  25. Bylgja
    03.11.2013 at 20:28

    Ég ætlaði að skrifa hvítta ég er greinilega voða hrifin af þínum hahhaa

    • Bylgja Sig
      20.11.2013 at 21:48

      Takk fyrir svarið.

  26. Bylgja
    05.11.2013 at 21:09

    🙂

  27. Þuríður
    15.11.2014 at 22:25

    mér persónulega finnst þeir flottari svartir

  28. unnur
    14.02.2015 at 19:49

    Hæh
    Geti þið sagt mér hvar sé hægt að fá svona hlera?

  29. Helga S. Helgadóttir
    17.09.2016 at 14:07

    Sæl
    Ég er að leita mér að svona hlerum fyrir glugga. Veistu hvort þetta fæst einhvers staðar?
    Þætti vænt um ef þú gætir gefið mér upplýsingar þó svo að þessar upplýsingar séu orðnar gamlar hér

    mbk. og þökk
    Helga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.09.2016 at 12:49

      Sæl Helga

      Það þarf bara að fylgjast með í Góða Hirðinum og svona söluhópum, þetta kemur oft inn þar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *