8 ára afmæli – Star Wars…

…jájá, ég veit það!  Barnið á afmæli í júlí og það er seinni hluti október núna! Ég hneigji höfuð mitt í skömm og tek á móti ávítum við fyrsta tækifæri.  En ég náði í það minnsta að halda þetta fyrr en í fyrra, því þá var kominn nóvember.  Þetta eru litlu sigranir þið skiljið 🙂

Drengurinn vildi sem sé Star Wars afmæli, og hann er hrifinn af svörtu og hvítu – skelltum smá silfur og gráu með, þannig að la voila, ca about þemað komið!

…ég keypti sem sé fánalengjur og stóra 8-blöðru í Partývörum, því mér finnst þetta gera svo mikla stemmingu…
Þau fyrirtæki sem eru feitletruð í póstinum eru þau sem ég er í samstarfi við!

…síðan notaði ég diska sem ég átti, gamlir úr Rúmfó, og þar sem ég átti ekki nógu marga þá var ég bara með hvíta diska á móti – og á þeim voru svartar servéttur með stjörnu líka.  Drengurinn fær ekki gos að staðaldri, og það var því mikið sport að fá að vera með kók í gler – og það kemur alltaf skemmtilega út.  Sérstaklega þegar hann vildi hafa svart…

…þar sem hann á auðvitað eitthvað af Star Wars leikföngum, þá notaði ég þau bara til skreytinga á borðinu.  Litlu kallarnir voru sérlegir gaflahaldarar…

…og stór Svarthöfði og Stormtrooper stóðu á smá upphækkun á borðinu…

…ég notaði síðan glerkrukkur sem ég átti fyrir undir sælgæti, og auðvitað lakkrís í svarta þemalitinum (best að kaupa bara kílóa afgangana í Góu í Hafnarfirði)…

…séð yfir á borðið…

…eins og vanalega þá er ég heimsins latasti veisluhaldari og forðast það eins og heitann eldinn að baka, þá er gott að geta reddað sér með einhverju sem að aldrei klikkar og er mikið betra en ég gæti nokkurn sinni útbúið.  Ég talaði við snillingana í 17sortum og sagði þeim frá þemanu og að ég væri með grátt með þessu og útkoman var æææææði…

…ég er nefnilega mjög hrifin af því að hengja sig ekki of mikið í þemað, þannig að þessi kaka var pörfekt – hún er falleg, töff og drengurinn var yfir sig hrifinn!

…smellpassaði á borðið…

…og mér fannst toppurinn sérstaklega töff!  Við báðum bara um ráðleggingar hvað væri svona það vinsælasta og fengum 12 manna Snickersköku…

…í Hagkaup fann ég síðan þetta til skreytinga…

…og við keyptum bara 12 Krispy Kreme og ég stakk pinnunum ofan í.  Þetta varð líka mjög vinsælt hjá krökkunum.  Ég var reyndar búin að panta kleinuhringi hjá Myllunni, en þegar eiginmaður fór að sækja þá á sunnudagsmorgninum – þá var snillingurinn ég búin að panta þá fyrir næstu helgi! Þannig að Krispy Kreme var redding sem gekk reyndar bara vel upp…

..eins fann ég Star Wars Kinder egg í Hagkaup, og það var mikill spenningur (og rusl) við að opna það…

…síðan voru sett lakkrísrör við diskana, fyrir þá sem vildu prufu þann gamla góða ósið að nota lakkrísrör sem sogrör…

…röndóttu boxin keypti ég líka í Partývörum og eru fín fyrir popp – og hér sést svarta servéttan á hvítum disk (þær eru gamlar úr Rúmfó líka)…

…ég fékk líka nokkrar svona mini-bollakökur í 17sortum, og þær eru æðislegar í svona afmæli…

…alveg fullkomin stærð…

…munnbiti fyrir fullorðna…

…ein þeim spurningum sem ég fékk hvað mest af á snappinu var varðandi dúkinn/löberinn, en þetta er einfaldlega efnisstrangi sem ég klippti í þá lengd sem ég vildi.  Hann fann ég í Rúmfó, smella hér, en ég held líka að þetta gæti orðið mjög flott fyrir fermingar…

…en mér fannst samt gaman að hafa þetta þannig að það sæjist líka í borðið…

…fyrir þá sem ekki vildu lakkrísrör, þá sjáið þið þarna silfruð rör sem ég keypti í Partývörum…

…sama með fánaveifurnar og þessar silfruðu og hvítu þarf að þræða sjálfur á band, ég notaði svart og skipti í tvennt þannig að ég gæti haft yfir borðinu líka…

…á eyjunni eru síðan diskarnir fyrir stóra fólkið…

…og við settum drykki og glös á hliðarborðið…

…það veitir ekki af að dreifa fólksfjöldanum á nokkra staði…

…ég notaði þessar servéttur úr Rúmfó fyrir fullorðna, og eins og vanalega þá blanda ég tveimur tegundum saman…

…ég geymi kaffibollana á tveggja hæða disk inni í skáp og þá er einfalt að kippa þeim út og skella á borðið…

…gaflar og skeiðar – allt í bland.  Þarf að bæta í safnið…

…og þegar búið er að skella servéttum á milli og allt reddí…

…ananas og jarðarber, og svo tannstönglar til þess að stinga í.  Ég nota alltaf toppinn af ananasinum til þess að skreyta með…

…brauð og salat, og svo pestó…

…marenstertur og ostar og vínber – óséðir brauðréttir og annað slíkt…

…svo þegar 40 manns var mætt í veislu – þá hætti að vinnast tími til myndatöku 🙂

…en áður náðum við nokkrum myndum…

…stóra systirin og Moladýrið okkar…

…smá fjölskyldumynd…

…elsku kallinn okkar…

…það dýrmætasta sem ég á ♥

…og auðvitað, yndislegasti 8 ára afmælisstrákur sem ég hef séð!

Til lukku með daginn þinn elsku, bjarta júlíbarnið mitt – næst, þá verður afmælisveislan þín vonandi um sumar ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “8 ára afmæli – Star Wars…

  1. Margrét Helga
    23.10.2018 at 08:37

    Hrikalega flott afmæli og skreytingarnar auðvitað geggjaðar 🙂 Oh, og gos með lakkrísröri….good times 😉

  2. Guðrún Á. R.
    26.10.2018 at 20:23

    Þessi börn eru eðalfyrirsætur, yndislegar myndir af þeim.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *