Hjónaherbergi – hvað er hvaðan…

…vindum okkur í þetta.
Málningin á veggina er auðvitað mjög mikilvæg!  Ég er með mína liti í samstarfi við Slippfélagið, og ég var mjög lengi spennt fyrir að nota Kózýgráan, hef séð hann í mörgum svefnherbergjum og hann er ofsalega fallegur.  En ég var með gardínur sem ég fann í Rúmfó sem mér fannst svo æðislegar (set þær inn neðar í póstinum) og mér fannst hann kózýgrái ekki tóna við þær eins og ég vildi.  Þá var bara að fara af stað og finna rétta litinn.  Það endaði með að ég kom heim með þrjár prufur, merktar 1, 2 og 3.

Nr 1 er sá ljósasti og sá dekksti er nr 3.  Eftir miklar skoðanir og pælingar þá fórum við í nr 2 (miðjuliturinn). Gardínurnar sem sjást þarna eru þær nýju, en ég hengdi þær upp til þess að sjá þær við litina…
…það skilar sér ekki nógu vel á mynd, þá virkar liturinn nr 2 dekkri en hann er, en okkur fannst hann ekki vera eins dökkur og við vildum hafa hann.  Þið verðið að muna að við vorum ekki búin að mála herbergið í 10 ár, og vorum með alla veggi hvíta áður og einn í SkreytumHús-litinum, þannig að við vildum breyta vel og mikið til…
…þá er lítið annað til ráða en að rífa upp pensilinn á nýjan leik og mála allt aftur – vúhú!
Þá fundum við það líka út að nr3 var alveg fullkomin fyrir okkur og þið getið fengið hann núna í Slippfélaginu.  Nafnið á litinum: Rómógrár 3, og engar áhyggjur – það er líka hægt að fá Rómó 1 og Rómó 2, ef ykkur finnst þeir fallegri! Ég gæti ekki verið ánægðari með þennan lit, hann er svo hlýr og fallegur, og það sem meira er – hann er mjög breytilegur.  Það er smá brúnt í honum stundum og jafnvel smá svona bleikt og út í fjólu á ákveðnum tímum dags…
Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar farið er af stað í svefnherbergispælingar, er samt auðvitað rúmið aðalmálið!  Ef það er ekki að virka, þá er ekkert að virka.  Ég hef svo lengi gengið með í maganum draum um svona mjúkan, stunginn rúmgafl.  Sá hann fyrir mér gráan og djúsí.  Mér finnst grái liturinn vera nógu hlutlaus, þannig að maður er síður að fá leið á honum, og auðvelt að breyta til með þvi einfaldlega að fá sér aðra liti á púða og fylgihlutina.

Ég var búin að skoða t.d. á heimasíðunni hjá RB rúm, og rakst þar á bólstraða gafla.  Eftir að fara í búðina þeirra í Hafnarfirði til þess að skoða var ég enn meira sannfærð.  Svo var líka hægt að gera botninn úr sama efni og þar með var ég alveg seld á þessa hugmynd.  RB er líka með svo góða þjónustu að þau sníða hlutina alveg eftir þínum þörfum hvað varðar stærð og annað slíkt. Mér fannst það eitthvað ótrúlega kózý að vera með svona heilstætt rúm, þar sem þetta er ein heild – eftir að hafa verið með frístandandi höfðagafla í 20 ár.  Gamla rúmið okkar, sem við áttum í 19 ár!!!! var búið að standa sig mjög vel, og það var frá RBrúmum, þannig að við vorum ekkert nema hlynnt því að versla við þau aftur. Ég ætla að gera alveg sérpóst með nánari myndum af rúminu og gaflinum og því öllu saman, en okkar er 180×100 og klæddur niður fyrir botn. Hann er líka djúpheftur…
En hins vegar leituðum við annað eftir dýnu, aðallega til þess að prufa eitthvað nýtt, og eftir að hafa prufað dýnu eftir dýnu, á mörgum stöðum – þá urðum við mjög hrifin af Elegance 15 heilsudýnuna frá Dorma. Hún var eitthvað svo mjúk og kózý og tók alveg utan um mann, þegar við lögðumst í hana.  Það var líka mjög mikilvægt að fá eina heila dýnu núna, þar sem við höfum verið með tvískipta og langaði að vera með eina heila.
Eftir að við vorum búin að velja þetta tvennt, þá hafði ég samband við þessi fyrirtæki, og þau voru tilbúin í smá samstarf með mér. Samstarfið er í formi afsláttar og/eða auglýsinga, þannig að þetta sé allt uppi á borðinu.  En það er hins vegar þannig, eins og áður sagði – að þetta voru þær vörur sem við völdum okkur, alveg án allra afskipta og skilmála.

…við tókum dýnuna í 180×210 því eins og þið sjáið á þessari mynd, þá er eiginmaður 193cm og liggur ekki á neinum kodda á þessari mynd….
Í Dorma urðum við líka alveg heilluð af Simba heilsukoddanum, og ég bara varð að fá mér svoleiðis.  Þeir eru svo mjúkir og hægt að taka út úr þeim, og svo bæta aftur í þá! Eftir að hafa sofið með þá í nokkrar nætur þá er ég enn mjög svo heilluð.  Ég er mikil koddakona og mér finnst hann æðislegur.  Þið getið smellt hér, til þess að skoða!
…já ég er ekkert að grínast með það að vera koddakona, það er meira segja líka svæfill þarna sem sést ekki á mynd 🙂
…mig langaði líka í eitthvað mjög einfalt sængurver á rúmið, sem væri þó með smá lit í.  Þannig að blómin sem eru á þessu vera, með smá bláu og grænu eru alveg yndisleg að mínu mati.  Þetta sett fæst í Rúmfó og heitir Cornflower – smellið hér til að skoða
…ég er með Stockholm-stangir inni í eldhúsi líka, og vildi endilega hafa hana í svefnherberginu – smella hér, og ég fékk líka festingar fyrir svona tvær ömmustangir, sem er snilld – smella hér
…ég sagði ykkur líka frá því á snappinu, að af því að við erum með svo þykka hliðarvængi, þá settum við gardínustöngina ca 30 cm frá glugganum.  Þá virkar hann svo mikið stærri og þetta er einföld leið til þess að “breyta” rýmum með einföldum lausnum…
…munurinn sést vel hérna – en á hægri myndinni er stöngin höfð lengri…
…sama má segja með gardínustangirnar, að reyna að hafa þær eins nærri lofti og hægt er.  Því að það er sniðugt að miða við að “almennar” tilbúnar gardínur passi bara beint á stöngina – án þess að þurfa að stytta þær…
…og þið sjáið hvað það breytir ótrúlega miklu að bæta hvítu þunnu gardínunum, þetta gerir svo notalega stemmingu þarna inni…
…ég hef notað Marisko mjög lengi svona, og ég sný þeim alltaf öfugt þegar að ég hengi þær upp, og þræði sem sé stöngina inn í faldinn…

Ytri þykkar flauelisgardínur – Celina, smella hér!
Innri þunnar hvítar – Marisko, smella hér!
…ég hef fengið ótal fyrirspurnir um náttborðin, en þau voru alls ekki partur af planinu.  En ég stökk inn í Pier til þess að kíkja á körfur þegar ég rak augun í þetta sett.  Þau voru meira segja á tilboði þegar ég keypti þau.  Þetta er svona eitt dæmi um það að vera með opin huga og augu, og eftir á að hyggja þá var þetta einmitt það sem vantaði til þess að bling-a smá upp herbergið.
Bizerta hliðarborð – smella
…en ég er með þau mín megin við rúmið.  Mér finnst líka skemmtilegt hvað þau eru gegnsæ – þannig að þetta verður svo létt að sjá……ég keypti arinhilluna í Blómaval snemma í vor, en þá var ég einmitt byrjuð að plana herbergið og langaði svo í eitthvað sem myndi gefa stemmingu – án þess þó að taka mikið pláss.  Mér finnst hún koma æðislega út…

…efri kertastjakinn er gylltur, svona til þess að kallast á við gylltu hliðarborðin, og fæst í Húsgagnahöllinni.  Hann heitir Nordal og er líka til í svörtu – smella hér!
Svarti stjakinn er úr sömu verslun og er líka Nordal – smella hér
…mér fannst líka fallegt að nota kertastjakann bara fyrir blóm, og þessi litli vasi með smá gyllingu var alveg fullkomin með.  Krúttið heitir Laris og er úr Rúmfó
…mér fannst líka kózý að setja smá mottu sitt hvoru megin, til þess að stíga á eitthvað mjúkt þegar maður fer á fætur…
…þessi er mjög passlega stór, 70×160 og kostaði bara um 2500kr.  Hún heitir Eik – smella hér
…ekki það að þegar gaflinn er svona fallegur, þá verður nánast allt fallegt á rúminu.  En kíkjum á púðana…
…þessi hér hefur verið í uppáhaldi í nokkurn tíma – hann er úr Rúmfó og fæst hér, smella
…ég var í svona Boho-fíling og mér fannst þessi æðislegur með, hann er úr svona sléttflaueli og með svona dásemdar fjaðrarönd. Þessi fæst í Húsgagnahöllinni
…annar flottur Bohopúði, líka frá Húsgagnahöllinni
…en þegar ég var að leita að púðum þá rak ég augun í þennan hérna í netverslun Húsgagnahallarinnar, og varð alveg heilluð.  Hann er líka frá Nordal-merkinu og fæst hér, smella
…rúmteppið er ofsalega fallegt að mínu mati, það er svart og hvítt og fékkst í Dorma.  Það heitir Ellis og er í stærðinni 260×260 en ég brýt það ca til helminga áður en ég set það á rúmið.  Smella hér til að skoða
…ég vildi endilega svartan spegil og fann þennan sem er mjög einfaldur, en mjög svo fallegur, í Rúmfó.  Hann heitir Obstrup – smella, karfan er líka frá Rúmfó og ég er með töskur og annað slíkt ofan í henni, en á nóttinni raðast púðarnir bara þarna ofan á. Einföld en þægileg lausn…
…svo finnst mér gaman að skella t.d. svona slopp þarna á til þess að gefa þessu smá meiri lit.  Þessi er frá Boohoo.com…
…bekkurinn er gamall en ég keypti hann í Ilvu 2011.  Ég tók hann svo og spreyjaði svartann (sér póstur væntanlegur) og RBrúm í Hafnarfirði bólstraði fyrir mig setuna í stíl við Rúmgaflinn.  ELSKA þetta…
…það sem ég er búin að svara mörgum fyrirspurnum um vegggrindina okkar 🙂
En hún kemur frá Rúmfó og heitir MARK veggrekki – smella.  Þetta er hugsað sem tímaritageymsla en mér finnst hún koma mjög vel út svona.  Það eina sem þið þurfið að hafa í huga, ef þið ætlið að hafa teppi/rúmteppi á þessu, að það kemst ekkert alltof stórt teppi þarna á…
…lampinn er gamall en kemur úr Rúmfó líka – ég sé hann ekki á heimasíðunni þeirra, en minnir að ég hafi séð hann í verslunum nýlega…
…en mér finnst þetta gera ótrúlega mikið fyrir vegginn, en leyfir honum samt að vera stílhreinn – og svo er sérlega auðvelt að breyta til…
…við erum ekki komin með “rétta” náttborðið þarna megin, en á meðan skellti ég gráu bakkaborði sem ég nota úti á palli – það fékkst í Rúmfó en ég veit ekki hvort að það er enn til. Karfan finnst mér alveg hreint æðisleg, en hana keypti ég í Pier nýlega – smella
…þá held ég að flest allt sé upptalið.  Hins vegar er herbergið ekki tilbúið ennþá, og það á eftir að hengja upp t.d. ljósin.  Þannig að hér er moodboardið sem ég setti inn í seinasta pósti og upptalning á hvar allt fæst sem í því sést:
1. Broste Tove spegill – Húsgagnahöllin
2. Riverdale loftljós – Húsgagnahöllin
3. Carlos loftljós – Rúmfó
4. Celina gardínur – Rúmfó
5. Gard vegghillur – Rúmfó
6. Nordal kertastjaki á vegg – Húsgagnahöllin
7. Bólstraður gafl – RB rúm
8. Nordal vegglukt – Húsgagnahöllin
9. Eightmood Maya púði – Húsgagnahöllin
10. Pil púði – Rúmfó
11. Nordal púði – húsgagnahöllin
12. Fann ekki sömu körfuna – en hér er sú sem ég valdi
13. Svipuð karfa
Ég vona að þetta svari velflestum spurningunum ykkar og hjartans þakkir fyrir öll fallegu kommentin og skilaboðin.  Þið eruð eins og alltaf, langsamlega bestar og yndislegastar ♥ Hlakka svo til að mynda herbergið enn betur þegar þetta er allt saman tilbúið!
Knúz og góða helgi ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

9 comments for “Hjónaherbergi – hvað er hvaðan…

  1. Birgitta Guðjons
    25.08.2018 at 10:36

    Þvílík dásemd ……ert nú meiri snillingurinn, takk fyrir þetta innlit og eigðu góða helgi…

  2. Brynja Einarsdottir
    26.08.2018 at 14:51

    Svakalega fallegt hja ther elskan!

  3. Sigurlaug Hjaltadóttir
    27.08.2018 at 10:42

    Vá hvað þetta er fallegt. Þetta er hvatning til að fara að grynnka á haugunum hjá mér og flikka upp á svefnherbergið, sem hefur verið draumurinn. Skemmtilegar hugmyndir og fallegir hlutir.

  4. Margrét Helga
    27.08.2018 at 12:04

    Algjörlega gordjöss! 😀

  5. 27.08.2018 at 13:13

    Takk fyrir að vera svona dugleg og örlát alltaf að deila yndi ;D

  6. Anonymous
    30.08.2018 at 10:37

    Svo fallegt 🙂

  7. Eva
    30.08.2018 at 15:05

    dásamlega fallegt allt hjá þér

  8. . Svea Soffía Sigurgeirsdóttir
    01.09.2018 at 12:42

    Mjög smekklegt og smart en hvar fékstu svörtu grindina sem teppið hangir á 🙂

  9. Anonymous
    05.09.2018 at 12:34

    þetta er svo kósý að maður væri bara uppí alla daga 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *