Þvílíkur innblástur…

…ég elska þegar ég sé herbergi eða bara rými sem fá mig til þess að vilja snúa/mála/breyta öllu.

Hér er svefnherbergi undir súð, sem hafði séð betri daga…

…fátt eitt þarna sem er svo sem að hrífa, en bíðið við…

…allir veggir, og loftið – takið eftir því – voru málaðir í svona dásamlega hlýjum og fallegum gráum lit.  Reyndar verður að segjast eins og er að þessir loftalistar eru alveg konfekt og gera svo mikið fyrir augað.  Dásemdar arin og fallegur spegill sem kastar birtunni um rýmið…

…og skáparnir málaðir í sama lit og veggirnir, sem lætur þá í raun hverfa svolítið…

…gylltir tónar og falleg efni gefa síðan enn meiri hlýju og kózýheit inn í herbergið…

…ég er í innri baráttu um hvort að ég elski meira – myndagrúbbuna með þessum ótrúlega ólíku en svo skemmtilegu römmum, eða bara gamla látlausa stólinn sem er svo sætur…

…snilldarleg lausn á gardínunum…

…gæti verið heimasmíðaður þessi gafl, eða í það minnsta hægt að DIY-a svona sjálfur…

…dásamlegt herbergi sem lætur mig segja halló, og já takk, ég ætla að dvelja um stund 🙂

Hér má skoða fleiri myndir og lesa allt um breytinguna!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Þvílíkur innblástur…

  1. Margrét Helga
    20.06.2017 at 09:23

    Vá! Ekkert smá fallegt svefnherbergi!

Leave a Reply

Your email address will not be published.