Uppröðun á veggi…

…eftir að við máluðum veggina hérna heima (sjá hér), þá tók ég mér smá tíma í að velta því fyrir mér hvar ég vildi setja upp hluti.  Það lá beinast við að setja sömu muni á sömu staði, það er afskaplega einföld og þægileg lausn.  Sér í lagi þar sem ég var í raun alveg sátt við hvernig uppröðunin var á veggjunum. En hinsvegar langaði mig að breyta aðeins til, jafnvel að létta aðeins á, og því varð úr að við fækkuðum verulega myndunum fyrir ofan sjónvarpið.

Nýja uppröðunin er því svona…

…viðurkenni að ég sakna nokkra myndanna, en hins vegar erum við alsæl með þennan nýja og skemmtilega léttleika sem kemur núna…

…en þegar ég byrjaði að setja saman grúbbuna fyrir ofan, þá fór eiginlega allt í klessu, og ég var var mjög óhress með útkomuna. Mér fannst stóru rammarnir of þungir og þó að þetta sé að sjálfsögðu óklárað verk, þá var ég viss um að ég fengi ekki útkomuna sem ég leitaði að úr þessu..

…þannig að ég fór að velta upp alls konar uppröðunum, að leita að hinni einu réttu…

…skoðað og spáð og leitað að jafnvægi, það þarf alltaf sjónrænt jafnvægi í allt svona uppraðelsi…

…það sniðuga er þó að lokaútkoman (hér fyrir neðan) er byggð upp á sömu nöglunum og á myndinni sem ég var svo óánægð með.  Bara með smá hrókeringum og pælingum, þá náði ég útkomunni, án þess að þurfa að “skemma” vegginn meira.  Bætti bara við einum nagla lengst vinstra megin og öðrum fyrir annan kertastjakann…

Þannig að í gær tók ég mig til, og prufaði 10 útfærslur á veggnum, allt með sömu nöglum, og já – þetta eru bara smá hrókeringar, en engu síður – sýnir hvernig er hægt að breyta án þess að fara í stórfenglegar framkvæmdir – bara að leika sér með það sem til er og færa það á milli naglanna.

#1

Setti Think Happy-myndina á vegginn, og tvær stóra myndir hægra megin.  Önnur myndin nær að dekka tvo nagla…

…finnst reyndar alltaf fallegt að hafa myndir hallandi upp að vegg…

…þetta er reyndar ekki útfærsla sem ég myndi sætta mig við, myndi annað hvort hafa meiri hæðarmun á myndunum eða alveg jafnar…

#2

…hér er mynd skipt úr fyrir tvo spegla…

…þetta er reyndar uppröðun sem ég gæti alveg hugsað mér að skella upp til tilbreytinga einhvern tíman.  Finnst skemmtilegt að fá speglana þarna og þeir varpa hellings birtu inn í rýmið…

…þessi mynd er líka skemmtilega hlutlaus á vegginum, passar við allt…

#3

Kertastjökum skipt úr fyrir veggblómapotta…

…áberandi hvað kertastjakarnir gera mikið með því að vera svona langir – pottarnir eru ekki að gefa eins skemmtilegan svip á vegginn…

#4

…speglar niður og aðrir rammar koma í þeirra stað…

…langi mjói ramminn er mjög fínn í að brjóta aðeins upp öll þessi ferköntuðu form…

#5

Meira rammabreytingar…

#6

Skiltið kemur hér yfir tvo nagla…

…skilti eru alltaf fín í svona rammagrúbbur…

#7

Hér skellti ég inn plöttunum frá krökkunum…

…margir sem eiga svona og dýrmætt að stilla þessu upp (hef alltaf verið með þessa á ganginum hjá okkur)…

…persónulega þá elska ég að stilla upp með ljósmyndum af krökkunum og fjölskyldunni.  Það er ekkert sem ég er stoltari af í lífinu en þessi tvö börn sem við eigum, og því veitir það mér endalausa ánægju að hafa þau fyrir augum…

#8

Gömlu krossarnir passa líka fínt þarna á naglana…

…þannig að það er ýmislegt sem kemur til greina…

…þetta er eins og maðurinn sagði sko, bara spurning um svör 🙂

En í það minnsta, þá er þetta lokaútkoman, og so far so good.  Er mjög sátt við þetta…

…ég hef vart haft undan að svara hvaðan kertastjakarnir séu, en þeir fengust tveir saman í pakka í Rúmfó – fyrir sennilegast 4 árum – og ég held að þeir hafi kostað um 700 kr…

…hvað finnst ykkur um svona?
Er eitthvað hægt að læra af svona póstum?
Fenguð þið hugmyndir?

Eigið yndislegan dag og ef þið höfðuð gaman af póstinum, þá má alveg smella á like eða bara deila ef hentar ♥

2 comments for “Uppröðun á veggi…

  1. Margrét Helga
    04.05.2017 at 21:53

    Algjör snilld að fá svona póst 😊 er alltaf hálf hrædd við svona hengjauppávegg-dæmi…hbað ef þetta kemur skelfilega út? En…hræðslan farin þökk sé þér 😘

  2. Ása
    05.05.2017 at 09:58

    Já þetta er sniðugt safna saman hvað maður ætlar að hengja upp og raða því svona á gólfið þá er að finna út hvernig ramma mig langar að nota … úffff

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *