Býr til sína eig­in múmín­bolla…

Mig langaði að deila með ykkur þessu litla viðtali sem birtist við hana mömmu mína í Morgunblaðinu núna í vetur – ótrúlega stolt af þessari listakonu sem hún er ♥

Helga (fyrir miðju) hefur undanfarin sex ár málað múmínbolla og ...

Helga (fyr­ir miðju) hef­ur und­an­far­in sex ár málað múmín­bolla og annað postu­lín sem fjöl­skylda henn­ar hef­ur fengið að njóta. mbl.is/​Golli

Múmín­boll­ar og aðrar vör­ur tengd­ar múmí­nálf­un­um hafa und­an­far­in ár notið gíf­ur­legra vin­sælda hér á landi og víða um heim. Helga Niel­sen gekk þó skref­inu lengra en að fara að safna slík­um boll­um og málaði sína eig­in bolla, sem barna­börn henn­ar og aðrir ætt­ingj­ar hafa fengið að njóta und­an­far­in ár. Helga seg­ir að skreyt­ing postu­líns og silf­ur­smíði hafi gefið henni nýtt líf eft­ir að hún hætti að vinna fyr­ir rúm­lega 10 árum.

Í heild­ina hef­ur Helga málað yfir 35 múmín­bolla, sem hún hef­ur gefið barna­börn­um sín­um. Upp­hafið seg­ir Helga að rekja megi til þess að hún fór á eft­ir­laun og hætti að vinna hjá Lands­bank­an­um í kring­um árið 2003. Þá hafði hún unnið þar í um 50 ár og seg­ir hún að fyrst hafi sér þótt lífið búið þá. „Ég lá bara heima með tærn­ar upp í loft og var að mygla,“ seg­ir hún hlæj­andi. „En svo sparkaði ég í rass­inn á mér og ákvað að finna mér eitt­hvað að gera,“ bæt­ir hún við.

Múmínbollarnir eru orðnir meira en 35 talsins. Hér má líta ...
Múmín­boll­arn­ir eru orðnir meira en 35 tals­ins. Hér má líta hluta þeirra. mbl.is/​Golli

Helga seg­ist alltaf hafa haft áhuga á silf­ur­smíði og hún hafi kom­ist að því að slík nám­skeið væru í boði í Gjá­bakka í Kópa­vogi. Þar var hún í silf­ur­smíði í tvo vet­ur og seg­ir að það hafi verið æðis­leg­ur tími, sér­stak­lega af því að hún hafi getað stundað smíðina líka heima hjá sér. Fljót­lega fóru að streyma ým­iss kon­ar skart­grip­ir frá Helgu og fengu marg­ir vin­ir og ætt­ingj­ar að njóta.

Helgu er sér­stak­lega minn­is­stæð ein smíði, en þá gerði hún arm­bönd fyr­ir tvö af barna­börn­um sín­um, stúlku sem var að ferm­ast og aðra sem var er­lend­is á þeim tíma. Sú sem var að ferm­ast fékk sitt arm­band en þegar sú seinni kom frá út­lönd­um fannst askj­an með arm­band­inu ekki. Helga seg­ir að hún hafi þá talið lík­legt að annaðhvort hafi arm­bandið farið út í blaðagám með dag­blöðum sem höfðu verið á borðinu eða þá að álfarn­ir hafi fengið það lánað.

Helga hefur málað ýmiskonar postulín.
Helga hef­ur málað ým­is­kon­ar postu­lín. mbl.is/​Golli
Bækurnar um múmínálfana njóta mikilla vinsælda meðal fjölskyldu Helgu.

Bæk­urn­ar um múmí­nálf­ana njóta mik­illa vin­sælda meðal fjöl­skyldu Helgu. mbl.is/​Golli

„Ég sagði þá að ég ætlaði að trúa því, þeir skila því þá þegar þeir eru hætt­ir að nota arm­bandið,“ seg­ir Helga. Svo leið og beið og nú síðasta sum­ar þegar Helga og maður­inn henn­ar ætluðu að flytja fannst arm­bandið á loka­degi flutn­ing­anna. Efst í silf­ur­vinnu­kass­an­um sem þó hafði verið notaður í ótal skipti síðan arm­bandið týnd­ist. „Ég er al­veg klár á því að álfarn­ir hafi fengið þetta lánað,“ seg­ir Helga.

Eft­ir tals­verða silf­ur­smíði sneri Helga sér þó að því að mála postu­lín, sem henni hafði í lang­an tíma þótt áhuga­vert. Hún keypti meðal ann­ars stóra vasa sem hún teiknaði á frí­hend­is og lét svo brenna og lita eft­ir eig­in höfði.

Vasarnir sem Helga málaði fríhendis.

Vas­arn­ir sem Helga málaði frí­hend­is. mbl.is/​Golli

„Svo datt mér í hug að gera múmí­nálf­ana,“ seg­ir Helga, en bæk­urn­ar um þess­ar þekktu per­són­ur voru í miklu upp­á­haldi hjá bæði börn­um og barna­börn­um Helgu. Hún tók mynd­irn­ar í gegn úr bók­um sem voru til á heim­il­inu og teiknaði þær svo á boll­ana og lét brenna. „Ég tel að boll­arn­ir séu orðnir 35 eða fleiri í dag,“ seg­ir hún, en hvert af elstu fjór­um barna­börn­un­um fékk alla­vega sex bolla og þá voru nokkr­ir boll­ar auka­lega gerðir.

Helga og Garðar Jök­uls­son, eig­inmaður henn­ar, eiga í heild­ina átta barna­börn og eitt barna­barna­barn. Helga seg­ir að eft­ir að hún kláraði múmí­nálfa­boll­ana hafi hún snúið sér að því að gera litla bolla með und­ir­skál fyr­ir barna­barna­börn­in. Þar má meðal ann­ars líta krakka­mynd­ir og mynd­ir af álf­um. Garðar er sjálf­ur list­mál­ari og seg­ir Helga að hon­um sé margt annað til lista lagt. Þannig hafi hann samið vís­ur og skrifað þær aft­an á alla litlu boll­ana.

Litlu bollarnir eru bæði með mynd og vísu sem Garðar ...

Litlu boll­arn­ir eru bæði með mynd og vísu sem Garðar orti. mbl.is/​Golli

Þegar líður á viðtalið kem­ur í ljós að postu­lín og silf­ur­smíði er ekki það eina sem Helga er listamaður í að gera. Hún hef­ur lengi prjónað, meðal ann­ars peys­ur á fjöl­skyld­una og margt fleira. Spurð hvort ein­hver fleiri listsvið heilli hana á kom­andi árum seg­ir Helga að hún hafi alltaf haft áhuga á glerlist­inni en það eigi nú al­veg eft­ir að koma í ljós hvort hún haldi á þá braut. „En meðan maður er svo lán­sam­ur að hafa góða heilsu er manni margt fært,“ seg­ir hún.

6 comments for “Býr til sína eig­in múmín­bolla…

  1. Vala Sig
    26.04.2017 at 12:39

    Frábært viðtal, mamma þín er mögnuð.
    Kveðja
    Vala

  2. Guðrún
    26.04.2017 at 12:49

    Dásamlegt.

  3. Birgitta Guðjons
    26.04.2017 at 13:34

    Listamaður af Guðsnáð hún mamma þín…..sé hvaðan þú hefur þína listfengi Soffía…..

  4. Gurrý
    27.04.2017 at 10:16

    Vá – hún er dásamleg hún mamma þín. Þvílíkir hæfileikar hjá þeim hjónunum því myndirnar hans pabba þíns eru æðislegar 🙂

  5. Margrét Helga
    01.05.2017 at 08:03

    Hún er náttúrulega bara einstök hún mamma þín! Og pabbi þinn líka 🙂 Ekki nema von að þú sért svona frábær og hafir þetta sérstaka auga fyrir þessu fallegu smáatriðum (og aðalatriðum) í öllu…ekki langt að sækja þetta 🙂

  6. Guðrún
    14.03.2018 at 09:41

    Dásamlegt að opna þessa sýðu að morni og sjó þessi dásemd sem koma frá móður og föður þínum þetta er sko fólk sem er alið upp við að “ þú skalt ekki láta verk úr hendi falla “ þakka þér fyrir að deylla þessu með okkur ég fer glöð og ánægð inn í daginn eftir að hafa séð þessa dásemd og að fólk er svona duglegt og hugmynda ríkt ér pabbi þinn ekki líka að smíða ramma útlánum myndir ? Þú hefur ekki lángt að sækja S listsköpunina takk og aftur takk 🍀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *