17 Sortir…

…mig langaði svo að deila myndum sem ég tók þegar ég sótti afmæliskökurnar í 17 Sortir…

Ef þið hafið ekki farið inn í þessa búð þá mæli ég svo sannarlega með ferð út á Granda (Grandagarði 19) en þar er kökusjoppan staðsett.  Þetta er hreint út sagt yndisleg búð, pínulítið eins og að stíga inn í annan heim… Nafnið kemur, eins og margir þekkja, úr bók Halldórs Laxness: Kristnihald undir Jökli…

Það sem mér finnst svo dásamlegt við þessa búð – er ekki bara bragðið af kökunum, eða þetta fallega útlit…

Heldur er líka lagt mikið upp úr að vera með fallegar umbúðir utan um hnossgætið, sem þýðir að þetta er dásamlegt til gjafa…

Hvað er til dæmis hægt að gefa þeim sem allt á?

Nú eitthvað kruðerí til þess að gæða sér á 🙂

Síðan eru alltaf einhverjar nýjar bragðtegundir þannig að maður á í mestu vandræðum með að velja…

Annað sem ég verð líka að segja, að þetta er svona “heimabakaðar” kökufílingur, fyrir utan að ég gæti víst aldrei neitt í líkingu við þetta…

Algjörlega gordjöss sko!

Að utan og innan…

Alls konar bollakökur…

Svo fannst mér æði að eiga nokkrar bollakökur í afgang – en væri ekki gaman að vera alltaf með svona fallega uppstillingu í eldhúsinu…

Svo er meira segja ísbúðin Valdís þarna rétt við hliðina, þannig að þið getið verið vel södd og sæl eftir að kíkja þarna 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *