A4 – jólaáskorun 2016…

A4 hannyrðir og föndur (sjá hér), skoraði á nokkrar bloggara að koma og skoða allt úrvalið sem er í verslunum þeirra, síðan máttum við velja okkur efni til þess að vinna úr.  Alveg sama hvort um væri að ræða föndurefni, málningu eða garn eða bara hvað sem blés okkur andann í brjóst.  Eina skilyrðið var að þetta væri jólatengt.

1-www-skreytumhus-is-2016-194208

Með í þessari áskorun eru 10 önnur frábær íslensk blogg, og ég mjög spennt  að sjá hvað kemur út úr þessu öllu saman!

Hér eru hin bloggin og ég hvet ykkur til þess að fylgjast með þessu frá byrjun til enda:

Fífur og fiður

Svo margt fallegt

Frú Galin

Bjargey & co

Ynjur.is

Mas

Blúndur og blóm

Hvítir Mávar

Pigment.is

Dætur.is

Síðan er náttúrulega bara málið að smella like á A4 – hannyrði og föndur, á Facebook og þá fáið þið þetta allt saman beint í æð.

# VERKEFNI 1

Ég ætla að hefja leikinn með súpereinföldu föndri, eitthvað sem er hægt að vinna hratt og auðveldlega.

Í verkefnið þurfið þið:

*Smáhlutahillu
*Málningu og svamprúllu
*Tölulímmiða

*Bónus: krúttaralegan smábíl og dýr og tré og…

Um er að ræða svona smáhlutahillu sem kostar um 2500kr.  Þetta er auðvitað snilld í hvaða barnaherbergi sem er, nú eða bara fyrir ykkur sem safnið einhverju smáu sem gaman er að stilla upp. Nú eða eins og hér, þá er búið að merkja hólfin með 1-24 fyrir aðventudagatal.  Hvort sem litlir sætir pakkar eða miðar yrðu notaðir, eða bara smáhlutir sem standa í hverri hillu.  Svo er þetta líka bara skemmtilegt punt…

img_0500

…og svo þegar búið er að mála…

img_0501

…eins og sést, þá málaði ég þetta viljandi “illa”.  Sem sé lét sjást í viðinn í gegn…

17-www-skreytumhus-is-016

…best leiðin til þess að gera það er að nota svona svamprúllu – og þá er líka svo auðvelt að mála bara framhliðina, eins og ég gerði.  Maður bara einfaldlega rúllar.

Gott tips: vera með dagblað eða álíka og rúlla fyrst nokkrum sinnum á það, áður en þú ferð á framhliðina.  Til þess að sé ekki of mikið í rúllunni.

42-www-skreytumhus-is-041

…límmiðana fékk ég á Útsölumarkaði A4 í Skeifunni, en þar er ofsalega mikið úrval af fallegri föndurvöru og jóladóti, vel þess virði að kíkja við þar…
img_049650-www-skreytumhus-is-049

…og útkoman var svona…

10-www-skreytumhus-is-009

…litlu hlutirnir eru úr A4 líka, bílinn og kanínan, og sum trén (önnur voru gömul og ég átti þau fyrir)…

12-www-skreytumhus-is-011

….awwwwww…

13-www-skreytumhus-is-012

…þetta er einfalt og að mínu mati töff – auðvelt lausn væri líka að skella bara skrapppappír í bakið á hillunni.  Það væri hægt að skella á pappírinn tölustöfum, einföldum sem fást líka í A4 (smella hér)

16-www-skreytumhus-is-015
# VERKEFNI 2

…hér kemur annað súper einfalt föndur – og það sem er enn betra, þetta er föndur sem er líka endurvinnsla, sem er að mínu mati hrein snilld og bara hluti af samfélagslegri ábyrgð okkar allra.

Í verkið þurfið þið:
*Sultukrukkur, eða gömul glös, gamla vasa eða?
*Mod Podge (smella)
*Ríspappír (smella)

Bónus: Snæri og glimmer

…hér er ég t.d að nota hinar klassísku Den Gamle Fabrikke-sultukrukku…

img_0512

…síðan tekuru Ríspappírinn og rífur hann til þannig að hann passi utan um krukkuna…

img_0513

…berð Mod Podge (mér finnst best að nota eldhússvamp) á svæðið á krukkunni sem pappírinn þekur.  Setur síðan pappírinn á og ferð yfir með því að dúmpa með svampinum yfir alla myndina.  Ef þú vilt bæta við glimmer þá er núna rétti tíminn…

17089119

…og útkoman er svo svona.  Möguleikarnir eru nánast endalausir og um að gera að leika sér með þetta…

19-www-skreytumhus-is-018

…þetta er náttúrulega ferlega sætt með sprittkertum í…
29-www-skreytumhus-is-028

…en svo má líka ímynda sér að setja bara hreinlega konfekt eða smákökur í svona og gefa í litlar gjafir…

30-www-skreytumhus-is-029

…best er að vera með blautan klút og strjúka allt lím sem er umfram pappírinn áður en það þornar.  Þá ertu með fallega krukku sem hentar fyrir alls konar krúserí.  Þetta er t.d. verkefni sem er alveg hægt að gera með krökkum, án nokkurra vandkvæða.

Þetta voru mín litlu verkefni – nú hlakka ég bara til þess að sjá hvað kemur næst hjá hinum bloggurunum og kem til með að deila því áfram inni á SkreytumHús-Facebook síðunni minni.

27-www-skreytumhus-is-026

Vona að þið eigið dásemdar dag! ❤

35-www-skreytumhus-is-034

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “A4 – jólaáskorun 2016…

  1. Margrét Helga
    16.11.2016 at 08:12

    Einfalt en samt svo flott 🙂

  2. Vala Sig
    16.11.2016 at 11:19

    Frábærar hugmyndir

  3. Birgitta Guðjons
    16.11.2016 at 14:39

    Fallegt og einfalt er það ekki best…..hef ekki notað hríspappír á krukkur fyr en alls konar myndir og servíettur ….alltaf fallegt og þarf ekki að kosta mikið….stundum eru hlutirnir til…..vantar e.t.v bara hugmyndir, þá er svo gott að kíkja í heimsókn til þín….takk fyrir mig….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *