Stóll – DIY…

…og stóllinn sem um ræðir er þessi hér!

Hann var í ansi slæmi ásigkomulagi þegar ég keypti hann í Góða, en mér fannst hann eitthvað svo flottur í laginu…

www.skreytumhus.is-008

…pússaði aðeins yfir seturnar og svona, til þess að gera þær tilbúnar fyrir málningu…

www.skreytumhus.is-009

…ákvað síðan að nota einn uppáhalds litinn minn, svona dásamlega sægrænann – eða næstum sæblágrænann – allt eftir hvernig maður lítur á þetta.  Ég er líka í raun bara að nota venjulega veggja málningu, því ég vildi bara hafa svolítið rustic útlit á honum…

www.skreytumhus.is-001

…og þegar ég var búin að mála eina umferð – þá leit gripurinn svona út!

Áður en þú spyrð, já ég er að mála á miðju stofugólfinu – var að horfa á Óskarinn, þannig að já, klukkan var rúmlega 2 eða 3 að nóttu 🙂

www.skreytumhus.is-011

En ég vildi ekki hafa hann bara plein og í einum ríkislit.  Ég vildi “elda” hann (láta hann líta út fyrir að vera eldri en hann er)!

Því ákvað ég að gera það sem ég kýs að kalla þurrburstun.  Mjög einfalt.  Smá málning í pensil, í þeim lit sem þú vill bæta við, og þurrkað frekar vel í tissjú.  Þannig að í raun er bara lítið í penslinum á hverjum tímapunkti.  Þetta er í raun í staðinn fyrir að mála fyrst með svörtu, svo með litnum yfir, og fara svo yfir með sandpappír.

Þarna sleppum við því skrefi, við málum og setjum svo svarta, rustic look-ið ofan á.  Eins og sést hér að neðan…

www.skreytumhus.is

…hér sést áður…

www.skreytumhus.is-014

…og svo eftir…

www.skreytumhus.is-013

…og munurinn þegar bara er búið að gera öðrumegin.  Þetta þarf ekkert að vera öllum að skapi, en mér finnst þetta skemmtilegt, og þetta kemur t.d. mjög vel út þegar eitthvað er útskorið á mublunni…

www.skreytumhus.is-0121

…hér sést að það hefur meira segja komið smá leki í málningu, án þess að ég tæki eftir því, en aftur er þetta spurning um hversu mikla fullkomnunaráráttu þú ert með…

www.skreytumhus.is-016

…og þegar búið var að fara yfir þá sást þetta ekki lengur….

www.skreytumhus.is-015

…aftan frá séð – og Óskarinn…

www.skreytumhus.is-018

…og lokaútkoman var síðan svona…

www.skreytumhus.is-031

…lítill, alls ekki fullkomin, en fallegur stóll 🙂

www.skreytumhus.is-017

…sem smellpassar þarna inn með!

Seinna í dag ætla ég að setja myndband af því þegar ég mála eina hliðina inn á SH-like-síðuna, þannig að endilega kíkið á það 🙂

www.skreytumhus.is-0211

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Stóll – DIY…

  1. Margrét Helga
    10.03.2016 at 08:05

    Geggjaður stóll! Sé hann alveg fyrir mér sem svona “fráleggsstól” í svefnherbergi 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *