Að ári liðnu…

…get ég sagt að þér að ég sakna þín ennþá svo mikið!

www.skreytumhus.is-001

Ég vildi líka geta sagt þér að við söknum þín öll.

www.skreytumhus.is1

Tíminn á að græða öll sár, en ég held bara að maður læri að lifa með missinum.  Miklu frekar en að það grói eitthvað yfir sárin…

www.skreytumhus.is4

…ég á ekki svo erfitt með að skoða elstu myndirnar, það er orðið svo langt síðan, 17 ár og þessar minningar eru allar svo ljúfar og notalegar…

www.skreytumhus.is-005

…að fá þennan dásamlega vin í fangið, á fyrsta degi ársins 2000…

www.skreytumhus.is23

…með svo stórann haus…

www.skreytumhus.is24

…dásamlegu augu…

www.skreytumhus.is-0032

…og eiginlega alltof mikið af skinni…

www.skreytumhus.is-00111

…en þú varst fljótur að vaxa upp í “fötin þín”…

www.skreytumhus.is-004

…og það kom berlega í ljós að þú yrðir dásamlega fallegur hundur…

www.skreytumhus.is-0026

…og það varstu svo sannarlega…

www.skreytumhus.is-0027

…og alltaf varstu okkur við hlið. 1 árs “drengur” með lifrapylsu”köku” og bindi 🙂
Það er gott að hlægja að minningum eins og þessari…

www.skreytumhus.is

…þú beiðst þolinmóður með okkur, eftir að óskir myndu rætast…

www.skreytumhus.is.20151

…og þegar fjölskyldan stækkaði…

www.skreytumhus.is-0031

…og alltaf varstu okkur við hlið…

www.skreytumhus.is-0025

…þegar við bættist Stormur…

www.skreytumhus.is.is-001www.skreytumhus.is6

…þá gættir þú hans…

www.skreytumhus.is.is-0011

…sömuleiðis þegar litli maðurinn bættist við…

www.skreytumhus.is18

…og þarna þegar við vorum öll sex saman, það var gott!

www.skreytumhus.is17

…en árin þau líða svo undur hratt…

www.skreytumhus.is10www.skreytumhus.is-0014

…hreinlega hendast áfram…

www.skreytumhus.is-0011

…og þegar þú fórst að eldast svo mikið…

www.skreytumhus.is11

…þá gættum við þín extra vel…

www.skreytumhus.is9

…en alltaf varstu með – við gerum bara sérstakar ráðstafanir, því að þú áttir allt okkar besta skilið…

www.skreytumhus.is.2015-002

…við pössum vel upp á Storminn okkar…

www.skreytumhus.is-0021

…og við hugsum hlýtt til þín á degi hverjum – mörgum sinnum á dag…

www.skreytumhus.is20www.skreytumhus.is7

…mér finnst það hreint ótrúlegt að það sé ár síðan ég grúfði höfuðið í síðasta sinn í hálsakotið þitt og dró djúpt andann…

www.skreytumhus.is-0012

…en þú gafst okkur allt í 16 ár – við gátum ekki aldrei beðið um meira en það!

Ég vona að þú sofir rótt elsku Raffi ♥

www.skreytumhus.is3

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Að ári liðnu…

  1. Margrét Helga
    20.02.2016 at 10:14

    Úff…fallegur póstur…svitnaði helling um augun! Risaknús til ykkar elsku fjölskylda <3

  2. Anna María
    20.02.2016 at 11:06

    Fallegur hundur og falleg orð, ég þekki þig ekki neitt en augun fylltust af tárum þegar ég las þetta.

  3. Berglind
    20.02.2016 at 13:03

    Sem eigandi tveggja labrador hunda og fjögurra drengja sem eru þeim allt þá hreinlega láku tárin við þennan lestur. Hann Raffi ykkar datt í lukkupottinn þegar hann eignaðist ykkur sem fjölskyldu og þó að sorgin sé mikil þá getið þið huggað ykkur við að þið gáfuð honum allt sem einn hundur getur hugsað sér og það er óskilyrðislaus ást og umhyggja.

    Knús til ykkar

  4. Anonymous
    26.02.2016 at 18:40

    Afskaplega fallegur póstur (“,) og orð um yndislegan höfðingja – fékk voða mikið ryk í augun, knús mín kæra <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *