Nýr Kahler-vasi vorið 2016…

…og mikið afskaplega finnst mér hann nú fallegur!

Veit það að sumir eru með “grænar bólur” gagnvart þessum vösum, en það er nú bara allt í góðu – það þurfa ekkert allir að elska það sama.

Mér finnst þessi vera svo dásamlega fínlegur ásýndum, hvítur með röndunum með perluáferð, og þessi 20cm er hin fullkomna stærð fyrir þessa venjulega blómavendi.

Fullscreen capture 13.1.2016 153208

Nú, og svo er ágætt, áður en fólk kastar tómötum í þessa vasa, og eigendur þeirra.  Að spá í hvort að kaffið í Múmínbollunum kólni nokkuð á meðan?  Hvort að NotKnot-púðinn ykkar sé nokkuð kraminn undir rassi.  Hvort að Geysis-teppið sé samanbrotið.  Hvort að Krumminn snúi nokkuð öfugt í glugganum 🙂

Fullscreen capture 13.1.2016 153226

Í það minnsta, mér finnst minn gullröndótti fagur, og þessi finnst mér sko mjög svo fagur.
Þannig að hver veit hvað ég geri!

Á að fá sér?

Fullscreen capture 13.1.2016 153222

Myndir héðan!

5 comments for “Nýr Kahler-vasi vorið 2016…

  1. Anna Sigga
    13.01.2016 at 19:27

    Komin með ÍLLT Í langarann !
    Já ætla fá mér lítinn til að minn gullitaði fái félagsskap 😀 😉

  2. Margrét Helga
    13.01.2016 at 21:14

    Þessi týpa er falleg 🙂 Aldrei að vita nema maður fái sér svona… 🙂

  3. Greta
    13.01.2016 at 21:56

    Þessi finnst mér æði!

  4. Magga Einarsdóttir
    14.01.2016 at 13:08

    Yndislegur þessi, mér er alveg sama hvort að allir eða enginn eigi hlutina bara ef mér finnst eitthvað fallegt þá kemur það heim til mín : )

  5. Kolbrún
    16.01.2016 at 16:48

    Já gæti alveg hugsað mér þennan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *