9. desember…

…og jólin eru komin upp í herbergi dömunnar.

Henni til mikillar gleði – svo mikið er víst 🙂

Eigum við að kíkja aðeins inn?

www.skreytumhus.is

…í glugganum stendur aðventuljósið sem ég bjó til handa henni í fyrra (sjá hér)

www.skreytumhus.is-001

…svo sem fátt eitt sem minnir á jólin hér, enda skreytir maður kannski ekki hvern einasta flöt sko…

www.skreytumhus.is-003www.skreytumhus.is-007

…nema jú á náttbiorðinu, þar stendur jólahúsið hennar ásamt trjám…

www.skreytumhus.is-008

…þetta hús er í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum, en ég fékk það í Spennandi (sjá hér) á sínum tíma…

www.skreytumhus.is.is-004

…og fyrir framan eru svona líka krúttuð hreindýr sem alveg smellpössuðu við…

www.skreytumhus.is.is-005

…í hillunni hennar er eitt og annað jóló…

www.skreytumhus.is-009

…eins og “Jesú-húsið” hennar og svo, eins og svo skemmtilegt er – þá eru hillurnar að fyllast af bókum því henni þykir mjög skemmtilegt að lesa…

www.skreytumhus.is-021

…þessa dagana er hún t.d. að lesa þessar gömlu bækur sem koma frá ömmu hennar – sem er yndislegt að skuli ganga svona á milli kynslóða…

www.skreytumhus.is-022

…þær eru meira segja merktar af ömmunni, að hún hafi fengið þær í jólagjöf 1958 – það er nú dálítið merkilegt og gaman að sjá…

www.skreytumhus.is-023

…eins varð ég að dáðst að bókamerkinu hennar, sem hún föndraði sjálf, og er sennilegast flottasta bókamerki sem ég jef séð…

www.skreytumhus.is-024

…jólakjóllinn er tilbúinn og hangir á skápnum…

www.skreytumhus.is-011

…og meira af jólaskrauti er síðan á skrifborðinu hennar…

www.skreytumhus.is-018

…diskókúlan var einmitt gjöf frá jólasveinunum í fyrra – mjög langþráð ósk…

www.skreytumhus.is-019

…svo að í hina áttina er mun meira jóló…

www.skreytumhus.is-006

…jólatréð, sem hefur verið skreytt með perluskrauti undanfarin ár, var í ár skreytt með hárskrauti 🙂

Þetta eru háspennur sem að ungfrúin á og við klemmdum bara á greinarnar…

www.skreytumhus.is-012

…og ein lítil englastelpa með…

www.skreytumhus.is-015

…og nokkur silkiblóm úr Rúmfó með.  Undir trénu situr einn svona krúttsveinn, sem ég fékk á fallegu búðinni sem ég sýndi ykkur um daginn (sjá hér)

www.skreytumhus.is-016
…við mæðgur vorum samt ekki alveg sáttar við tréð svona…
www.skreytumhus.is-027

…og bættum því við gömlum jólakúlum, svona til þess að skreyta það aðeins meira…

www.skreytumhus.is-030

…ósköp fallegar með blómaskrautinu…

www.skreytumhus.is-029

…blúnduteppið fékk að flytja yfir svona tímabundið – en rúmteppið undir kemur frá Rúmfó…

www.skreytumhus.is-026

…og þannig eru jólin hér…

www.skreytumhus.is-0041

…og mér finnst voða fallegt að sjá jólatréð hennar svona endann á ganginum – það er eitthvað hátíðlegt við það ♥

www.skreytumhus.is-028

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “9. desember…

  1. Arna Ósk
    09.12.2015 at 10:53

    Ohhh…. þetta er svo notalegt 🙂

  2. Margrét Helga
    09.12.2015 at 19:51

    Yndislegt 🙂 Gaman þegar bækur fara svona í endurnýjun lífdaga.

    P.S. Held ég hafi aldrei áður frumlesið póst á þessari síðu þegar svona langt er liðið dags. Klukkan er að verða 8 að kvöldi… :/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *