Innblástur dagsins…

…en þar sem ég var í Rúmfó í fyrradag, og þar var alveg bullandi Tax Free-afsláttarhelgi, þá ákvað ég að henda inn smá pósti með smá nýju og gömlu í bland, en allt úr uppáhalds Rúmfóbúðinni minni á Korputorginu.

Klukkuborðið mitt góða – fékk mér einfaldlega fallega klukku og “breytti” henni í borð.
Vírkörfur – þessar finnst mér alveg æðislegar, hvort sem er í barnaherbergið eða bara svona frammi… 01-www.skreytumhus.is-001

hillan góða, sem sett var öfug upp á vegg og er núna bóka- eða bakkastandur…

02-www.skreytumhus.is.is-005

dásemdar dreglar – sá að það voru líka komnir í svarthvítu mynstri, mjög flottir…

03-www.skreytumhus.is.is

þvottahús meikóverið – geggjaðar hillur, spegill og auðvitað Home Sweet Home skiltið líka…

04-www.skreytumhus.is.is-006

…gráa rúmteppið sem sést þarna heitir Kornblomst og er alveg dásemd – hægt að snúa á tvenna vegu…
06-www.skreytumhus.is

…hestapúðinn er lítill og svo mjúkur – mikið uppáhald dótturinnar…
08-www.skreytumhus.is-002

…sem og svarthvíti hestapúðinn – hún er sem sé með hestaæði…

09-www.skreytumhus.is-003

tveggja hæða bakkinn auðvitað…

10-www.skreytumhus.is.is

…og ég sá að þessi dýryndis bollar eru komnir á nýjan leik…

11-www.skreytumhus.is

mjúka og fallega mottan í herbergi litla mannsins…

12-www.skreytumhus.is.is

…þessar mynstruðu körfur eru í uppáhaldi hjá mér – alveg síðan í sumar…

13-www.skreytumhus.is.is-007

…svo ekki sé minnst á þessa hérna stóru lukt, með fallegu koparloki – þú þarft varla kertaarin ef þú átt þessa hérna sko…

14-www.skreytumhus.is.is-009

…silfurbakki – og svo eru líka til koparbakkar…

15-www.skreytumhus.is

dásemdar glerkassinn góði – hann er bara æðislegur…

16-www.skreytumhus.is.is Rumfo-004

…svo krúttaralegt tréhjarta…

17-www.skreytumhus.is.is 30apr2015-014

…sérlega innspírað af “norsku grúbbunni”.  Þessi lukt er svo sjarmerandi blanda af bling-i og smá grófleika…

18-www.skreytumhus.is

…þessi klukka er alltaf í uppáhaldi hjá mér…

19-www.skreytumhus.is

…og síðan er alls konar nýtt komið líka – eins og þetta stóra glas hérna.  Ég fékk mér litlu í fyrra en núna voru þessi stóru að koma.  Þau eru alveg hvít að utan, en mynstrið er innan á og birtist þegar kveikt er á kertum í þeim…

20-www.skreytumhus.is

…smá svona ljósakúlusería – svo falleg…

21-www.skreytumhus.is-001

…svona blúndukúlur meira segja…

1-2015-10-24-171055

…og auðvitað uppáhalds kúruteppið mitt…

22-www.skreytumhus.is-040

…fiðrildaglasið er líka úr Rúmfó, og reyndar eru ótrúlega mörg falleg kertaglös til þar núna.  Með hreindýrum, uglum eða bara flottum texta…

22-www.skreytumhus.is-002

…og það veitir víst ekki af kertum á þessum tíma árs, ekki satt?

Eins og áður sagði, þá er líka Tax Free þessa helgi og um að gera að nýta slíkt – njótið dagsins, og sjáumst kannski bara í Korpunni á eftir ❤

23-www.skreytumhus.is-003

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!

6 comments for “Innblástur dagsins…

  1. Anna Sigga
    25.10.2015 at 08:46

    Hæ sé að þú ert með tvær körfur saman er það með viljagert ? 🙂 Ég fann bara eina sem hafði fallega höldur og setti svo neðan á körfuna fillt til að skemma ekki gólfið með körfunni. Það er bara fillt alla leið hérna … líka betra upp á hávaðann sem kemur ef maður er ekki með filltið 🙂 Ég er búin að fara á taxfree hérna á Ak var ekkert rosalega heilluð…kanski gott fyrir veskið mitt 🙂 en ég keypti mér jólakerti og körfu, gleymdi batteríum 🙁 svo ég þarf að ath í dag.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.10.2015 at 11:48

      Glögg ertu, ég er reyndar með tvær körfur en það er af því að ég ætlaði að nota þær í hillu og síðan pössuðu þær bara alls ekki. Þess vegna lentu þær svona á vergangi og ég hef þær bara ofan í hvor annarri, tímabundið sko 😉

  2. Hrafnhildur
    25.10.2015 at 09:20

    Allt svo fallegt! Var í Rúmfó í gær langar bara aftur í dag eftir þennan póst 🙂

  3. Kolbrún
    26.10.2015 at 08:13

    Mjög flott og gaman að versla þar því það kostar ekki annan handlegginn og komið ágætist úrval hjá þeim ,ég segi eins og Hrafnhildur mann langar bara aftur eftir þennann póst.

  4. Inga
    28.10.2015 at 18:14

    Sæl Soffia !
    Alltaf jafn gaman að skoða hjá þér , og ekki síst þegar nu styttist í jólin ! En mig langar að spyrja um hvítu hilluna , þar sem “HOME SWEET HOME” skiltið stendur á. Hvar fékkstu hana ?
    Bestu kveðjur Inga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.10.2015 at 18:34

      Sæl Inga og takk fyrir hrósið 🙂

      Bæði hillan og skiltið er úr Rúmfó!

      kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *