Litlu hlutirnir…

…geta breytt miklu!

Leika sér með smáatriðin og stundum, kannski, gæða hluti sem þið hafið átt lengi, nýju lífi.

Eins og þessi hér, sem þið munið eftir úr þessum hér pósti með bakkanum úr Rúmfó

01-www.skreytumhus.is-020

…ég átti þessi hérna skrautlímbönd heima, keypt í Púkó & Smart á sínum tíma.  En svipuð fást í Pier, Sirku og bara almennt í Föndurbúðum.  Meira segja í Söstrene og Tiger líka…

02-www.skreytumhus.is-021

…og einfaldara gæti þetta ekki verið.
Velja límband og líma á.
Verki lokið 🙂

Fyrir ykkur sem eruð svarthvítar, þá væri t.d. bara hægt að setja svartar línur á diskana – Omaggio-a þá…

03-www.skreytumhus.is-022

…og þannig varð hann aðeins meira svona vintage þegar ég færði hann á skenkinn…

05-www.skreytumhus.is-024

…reyndi líka að velja svona meira gammel hluti á hann líka…

06-www.skreytumhus.is-025

…og þessar tvær eru í miklu uppáhaldi (sú fremri er úr sirku á Akureyri, en þar eru til alls konar kórónur)…

07-www.skreytumhus.is-026

…og svo er bara alls konar í bland – alls konar eldhústengt…

08-www.skreytumhus.is-027

…og við vitum þá – að blómin gera allt betra, ekki satt?

10-www.skreytumhus.is-029

…góssið sem ég fann í Nytjamarkaðinum um daginn (sjá hér)

11-www.skreytumhus.is-030

…en þessi fannst í Góða endur fyrir löngu…

12-www.skreytumhus.is-031

…svo er það þetta sem ég var að segja með blómin, allt verður fallegra – og þess ber að geta að þessi hérna eru orðin rúmlega tveggja vikna gömul (sáust fyrst hér)

13-www.skreytumhus.is-032

…að kaupa krusa (chrysur) og svoleiðis blóm þýðir að þú getur átt blóm í vasa í nokkrar vikur 🙂

14-www.skreytumhus.is-033

Er ekki bara gaman að leika sér svona smávegis?

Sérstaklega þegar að breytingarnar eru svona litlar og einfaldar!

04-www.skreytumhus.is-023

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!

1 comment for “Litlu hlutirnir…

  1. Beta
    21.10.2015 at 20:20

    Það er rétt að krysanum getur maður átt von á að lifi í einhverjar vikur,3-4 að meðaltali. En vissir þú að ástareldinn getur maður átt í vasa í 6-8 vikur að meðaltali??! Lýg því ekki að ástareldur er með seigara vasablómi sem ég hef kynnst (þeir sem mig þekkja vita að ég hef kynnst þeim flestum 🙂 ), oftar finnst mér afskorni ástareldurinn seigari en plantan 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *