Pottery Barn jól 2015…

…og þið sem hafið jólaóþol í september, endilega lesið bara einhvern annan póst í dag (t.d. þennan) 🙂

Það er bara þannig að þegar PotteryBarn setur inn jólamyndirnar, þá bara verð ég að sýna þær og fá smá jóló í æðarnar – plús það að ég er komin með miðana á elsku Baggalútana mína og er því komin í gír!

Hvað er líka fallegra en allt þetta?

01-Pottery Barn xmas.2015 225626 (FILEminimizer)

Minn innri jólaálfur skríkir og hlær, og tekur tryllingslegan gleðidans við þetta allt saman.

02-Pottery Barn xmas.2015 225636 (FILEminimizer)

Sjáið bara öll þessi dásemdar tré!

Jemundur minn!

03-Pottery Barn xmas.2015 225641 (FILEminimizer)

Stundum er það bara lítið og einfalt – “því góða veislu má ei skorta eftirrétt, eitthvað sem er saðsamt en um leið svo létt”…

04-Pottery Barn xmas.2015 225651 (FILEminimizer)

..í alvöru – ég gæti bara setið þarna, inni í þessari mynd, og jólað yfir mig…

05-Pottery Barn xmas.2015 225701 (FILEminimizer)

..ég hef svo mikla jólaást á trjám að ég hlýt að verða með timburmenn öll jólin…

06-Pottery Barn xmas.2015 225710 (FILEminimizer)

…þessir finnst mér líka yndiz, svona retró glitter jólastafir…

07-Pottery Barn xmas.2015 225726 (FILEminimizer)

…hohoho – sleðar eru líka alveg nauðsynlegir – og það sem ég á núna gamlan sleða, þá predika ég þennan boðskap af miklum móð…

08-Pottery Barn xmas.2015 225742 (FILEminimizer)

..ok, róum okkur kannski smávegis, en þetta yrði fallegt í fimm mínútur, þar til næsta rok myndi feykja þessu til grana.  En þá ertu kannski bara búin að gera jólagóðverk og gefa nágrönunum ca 20 luktir 🙂

09-Pottery Barn xmas.2015 225748 (FILEminimizer)

…ó elsku könglar, þið verðið sóttir um helgina…

10-Pottery Barn xmas.2015 225751 (FILEminimizer)

…og þær sem eiga stiga, hér er snilldarplan fyrir þá…

11-Pottery Barn xmas.2015 225809 (FILEminimizer)

…og ágætt að byrja bara strax að útbúa jólasokkana…

12-Pottery Barn xmas.2015 225816 (FILEminimizer)

…þessi er senilegast búin til úr snjóboltum og hamingju, eða bara einhverju öðru…

13-Pottery Barn xmas.2015 225825 (FILEminimizer)

…svo þessi fínu smá gammel tré – mikil ást…

14-Pottery Barn xmas.2015 225836 (FILEminimizer)

…og fallegt að hengja svona á þau…

15-Pottery Barn xmas.2015 225844 (FILEminimizer)

…þessir eru æðislegir fyrir jólasokkana – með ljósum…

16-Pottery Barn xmas.2015 225911 (FILEminimizer)

…eða fyrir hina sem er meira í hefðbundnu, sleðinn og hreindýrin…

17-Pottery Barn xmas.2015 225922 (FILEminimizer)

…eða bara þessi litlu hús ♥

Þar með lýkur þessum árlega PB-jólapósti!

Góða helgi ♥

18-Pottery Barn xmas.2015 225945 (FILEminimizer)

Allar myndir frá Pottery Barn

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Pottery Barn jól 2015…

  1. Kolbrún
    18.09.2015 at 08:26

    Alltaf tímabært að skoða jólin já luktirnar myndu nú ekki tolla lengi fyrir utan dyrnar spurnig um að raða þeim þá bara inni á milli hæða í stigann.
    Góða helgi

  2. Margrét Helga
    18.09.2015 at 12:04

    Ó hvað þessi póstur gladdi mitt litla jólahjarta 😀 Algjörlega yndislegar vörur, og trén, maður minn!!

  3. Frìða
    18.09.2015 at 18:43

    Oooh vá!! Get ekki beðið 🙂
    Rosa flottur pòstur og aaallt þetta jòla
    Luktirnar eru æði… Myndi skella þeim ùt, taka mynd og taka þær aftur inn 😉 hehe

  4. Hildur
    19.09.2015 at 09:36

    Æðislegur póstur og ég segji bara…..meira! 🎄Ætli sé hægt að fá svona sokkahaldara á arin hér heima? ⛄️

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *