Já takk, sitt lítið af hverju…

…er ekki alltaf gott að láta reyna á langarann?

Er ekki kjörið að kíkja í heimsókn og sjá hvað sænski kærastinn lúrir á – svona þegar að nýji listinn er kominn í hús (sjá hér).

Það er nú alltaf þannig að Ikea er með eitthvað fyrir alla, og ég er sérstaklega hrifin af öllu þessu vintage-looking hlutum sem er komnir.
Eins og t.d. þessi plagöt…

02-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013407

…og þetta hér af New York finnst mér alveg æðislegt…

03-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013413

…þessar hérna koma í tveimur stærðum, og mér finnst það ansi hreint fallegar – sér þær alveg í eldhúsinu…

04-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013512

…svona grátt áklæði, ferlega flott til þess að breyta auðveldlega look-i á herbergi og sér í lagi þegar að haustar…

05-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013530

…ég er með mikla bekkjaást, og þessi er ansi hreint fallegur.  Ég myndi sko mála hann og setja t.d. við rúmsendann…

06-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013549

…þessar fannst mér líka svolítið skemmtilegar…

08-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013638

…þessi mjög töff, sé hana næstum fyrir mér á grófum trévegg einhversstaðar 🙂

10-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013754

Talandi um að smá grófleika, þá fannst mér þessar borðplötur alveg æðislegar – steypuáferð = bara kúl…

11-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013847

…konan sem elskar hvítar könnur, þessi er alveg hreint æðislegt…

14-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013936

…og þessi litla te-budda, hún er bara krútt…

15-www.skreytumhus.is Ikea.2015 013943

…annar kollur sem mér finnst flottur í laginu og mig langar til að mála…

16-www.skreytumhus.is Ikea.2015 014017

…þessir hérna eru alveg að kalla á pottablóm í sig, eða bara geyma hnífapör eða eitthvað – förðunarbursta?

17-www.skreytumhus.is Ikea.2015 014033

…hversu margar glerkrukkur er hægt að eiga?
Ansi hreint margar!

18-www.skreytumhus.is Ikea.2015 014038

…og um að gera að vera með flöskur í stíl…

19-www.skreytumhus.is Ikea.2015 014044

…ég er með saumarbústaði á heilanum, Systur&Makar eru sko ekki að hjálpa mér að hætta að hugsa um það, en þessir sófar eru eitthvað gazalega sumarbústaða kózý.  Þeir eru meira segja svefnsófar…

20-www.skreytumhus.is Ikea.2015 014055

…í sumarbústað, það væri sennilega eini staðurinn sem ég gæti verið með bleikann sófa 🙂

21-www.skreytumhus.is Ikea.2015 014059

…fullt af fallegum púðum…

23-www.skreytumhus.is Ikea.2015 014148

27-www.skreytumhus.is Ikea.2015 014246

…hér eru hnífapörin sem að mig langar í  – já takk …

cuberteria-ikea-SKUREN

…þessi komu líka til greina – en já takk, vil þessi fyrir ofan…

31-www.skreytumhus.is Ikea.2015 021816

…svoldið fallegar og retro litlar könnur…

26-www.skreytumhus.is Ikea.2015 014240

…svo er það daninn í mér sem er gasalega skotin í þessum hér…

28-www.skreytumhus.is Ikea.2015 015332 29-www.skreytumhus.is Ikea.2015 015342

…sérstaklega þegar ég horfi á þá á þessari mynd 🙂

Hvað langar þig mest í frá þeim sænska?

30-www.skreytumhus.is Ikea.2015 021715
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

7 comments for “Já takk, sitt lítið af hverju…

  1. Gulla
    15.09.2015 at 08:17

    Allt voða fínt! 🙂 Mig langaði mest í trébrettin sem voru í línunni sem var að koma núna í september (Sigga Heimis) Var alveg gráti nær þegar ég kom að kaupa þau og bara allt búið. Kláraðist að mér skilst næstum því á korteri…..Skil ekkert að þeir skuli ekki hafa fengið fleiri.

  2. Sigrún
    15.09.2015 at 08:41

    Margt svo flott…bekkurinn, hnífapör og einn af mínum veikleikum eru bollar…svo eitthvað gamaldags 🙂

  3. María
    15.09.2015 at 08:50

    Ohhh… ég fór um helgina og þá voru einmitt nýju trébrettin og áhöldin búin, ég var ekkert smá leið. En þessi hnífapör eru nú ansi fín ( og allt hitt líka)

  4. Margrét Helga
    15.09.2015 at 09:00

    Margt mjöööööög fallegt þarna…og þetta minnti mig á eitt sem ég veit ekki hvort ég á að viðurkenna svona á opinberum vettvangi…ég er ekki enn búin að skoða nýja listann almennilega :$ Úff…nú er þetta komið út í kosmosið…Best að fara að gera eitthvað í því 😉

  5. Þuríður
    15.09.2015 at 10:52

    Mér finnst bekkurinn, kollurinn og hvíta kannan flott.

  6. Ása
    15.09.2015 at 20:28

    Virkilega veik fyrir þessum bollum og hnífapörum. En mig dreymir líka um nýtt sófasett og ýmislegt fleira í nýja listanum.

  7. Eydís Einars
    17.09.2015 at 11:18

    Vá hvað ég hef verið að gleyma mér á þessari síðu síðustu daga. Var að uppgötva hana 🙂 Ekkert smá flott !!
    Mun héðan í frá fylgjst með þér daglega.
    Takk fyrir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *