Líttu nær…

…vá!

Takk fyrir frábæru viðbrögðin við honum Vittsjö okkar – það var aldrei!  Yfir 14.000 heimsóknir á deginum sem pósturinn var birtur og ekkert nema ást og hrós – þannig að takk, takk og takk.

P.s. Var ég búin að segja kærar þakkir ❤

23-www.skreytumhus.is.is.is-022

En eftir svona flugeldasýningar er víst best að fylgja bara eftir með rólegheitum, fram að næsta show-i.
Pósturinn í dag er því tileinkaður smáhlutunum í hillunni góðu…

01-www.skreytumhus.is.is.is-008

Eins og t.d. þessu hérna geggjuðu bókaboxum frá Pier, rakst á þessi í sömu ferð og þegar ég fann eldhúsklukkurnar og mér finnast þau æði…

02-www.skreytumhus.is.is.is-007

…svona box eru ekki bara gasalega fögur og lekker, heldur er alltaf snilld að geyma í þessu fjarstýringarnar (og láta liggja á sófaborðinu), eða bara hitt og þetta smálegt sem maður vill koma á sniðugan stað…

27-www.skreytumhus.is.is.is-002

…dásemd sko!
Minni bókin fæst hér (smella)

28-www.skreytumhus.is.is.is-004

…síðan eru það auðvitað bækur og punterí, það er klassísk í hilluröðun 101…

03-www.skreytumhus.is.is.is-009

…sitt lítið af fallegu…

04-www.skreytumhus.is.is.is-010

…og þessi mynd hún lætur mig alltaf krútta aðeins yfir mig…

05-www.skreytumhus.is.is.is-011

…ritvélin mín góða fékk nýjan heiðurssess…

06-www.skreytumhus.is.is.is-012

…og meira gler og myndir í römmum…

07-www.skreytumhus.is.is.is-013

…svo snýst þetta alltaf um að raða í jafnvægi, t.d. með mismunandi hæðir á hlutunum…

09-www.skreytumhus.is.is.is-015

…að grúbba saman – og bækurnar draga líka hlutina saman, svipað og bakkar gera…

10-www.skreytumhus.is.is.is-016

…munið svo að ramma geta gert gagn, þrátt fyrir að ekkert sé í þeim 🙂

12-www.skreytumhus.is.is.is-018
…síðan er ég líka með þennan krúttaralega vasa frá Lene Bjerre, sem ég keypti í Köben, sem fær að standa þarna í hillunni líka – krúttið á honum…

17-www.skreytumhus.is.is.is-031

…enn önnur geymslubók úr Pier, reyndar búin að eiga hana lengi – en held að hún sé enn til!  Ég gæti verið með eitthvað geymslubókafetish!  Er það til?

18-www.skreytumhus.is.is.is-033

Svo alvarlegt er þetta geymslubóka-fetish/blæti að það er farið að dreifa úr sér.  Ein á borðinu líka…

19-www.skreytumhus.is.is.is-034

…en hún var bara of sæt til þess að skilja eftir…

20-www.skreytumhus.is.is.is-021

…ekki sammála? (fæst hér)

25-www.skreytumhus.is.is.is-001

…bækur eru bara alltaf fallegar, hvort sem þær geyma orð eða bara passana okkar 😉

21-www.skreytumhus.is.is.is-036

…sko, séð yfir á nýju hilluna!

22-www.skreytumhus.is.is.is-038

…sem er bara að koma fallega út í rýminu, að mínu mati!

Er þetta ekki alveg spilun?

15-www.skreytumhus.is.is.is-029

…og svo, þá er auðvelt að gera kósý og fallega stemmingu í henni þegar að kvölda tekur ❤

24-www.skreytumhus.is.is.is-041

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

6 comments for “Líttu nær…

  1. Margrét Helga
    09.09.2015 at 08:19

    Æðislegt hjá þér!! Gott að fá svona smá upprifjun í uppröðun 101…vonandi getur maður nýtt sér þetta eitthvað 😛

    En þú gleymdir alveg að þakka fyrir viðbrögðin við hinum póstinum!!! DJÓK! 😛

    Knús í hús og gleðilegt rok!!

  2. María
    09.09.2015 at 08:57

    Þetta er allt svo fínt hjá þér, bæði hillan og fyllingin.

  3. Kristjana Axelsdóttir
    09.09.2015 at 10:05

    Þetta er ekkert smá fallegt hjá þér! Vel gert!! Love it 😉

  4. Kolbrún
    09.09.2015 at 13:12

    Mjög fallegt, það læðist að manni grunur að þú sért hrifin af bömbum og klukkum sá enn eina klukkuna í hillunum……takk fyrir að fá að fylgjast með

  5. Súsanna Jónsdóttir
    09.09.2015 at 22:21

    Ert svo smart i þér og margt sem maður lærir af þér, mig langar að spyrja þig hvar fékstu þessa stjaka hvïtu liljuna og kórunu spritt stjakan.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.09.2015 at 22:35

      Æji takk fyrir Súsanna 🙂

      Hvíti blómastjakinn er reyndar bara úr Góða Hirðinum, og svipaðir hafa fengist í Pier. Kórónu sprittkertastjakinn er síðan úr A4!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *