Falinn fjarsjóður..

Við í famelíunni minni eigum barnarúm.  Þegar ég segji við eigum rúm þá myndi mamma væntanlega segja að systir mín elsta eigi rúmið, þar sem að hún fékk það fyrst.  En ég er þrjósk og held því fram að ég ætti þá frekar að eiga það þar sem að ég notaði það seinast af okkur systkinunum OG er í því að geyma gripinn.  Því að það má segja að þrátt fyrir að rúmið hafi mikið og gott notagildi þá er ekki auðvelt að geyma það – það leggst ekkert saman skiljið þið!
En þetta rúm er sem sé búið að vera í famelíunni síðan 1962 og í notkun síðan – með smá fríum.  Ég fékk að sofa í þessu rúmi, sem að stækkar með barninu, þar til að ég man eftir að ég passaði alveg endanna á milli.
Síðan í dag, þegar maður er farin að fara útum allan heim daglega, á bloggrúnt í gegnum netið.  Þá sér maður það að blessað rúmið er bara það heitasta á norðurlöndunum.
Rúmið kostar skal ég ykkur segja litlar DKK 4600-4800 sem að útleggst á rúmar 96þús íslenskar krónur.  Takk fyrir sæll!
Þannig komst ég að því að rúmið sem er búið að taka næstum alla geymsluna okkar, frá því að við byrjuðum að búa, er barasta safngripur – svo gott sem.
Frægi “frændinn” okkar í geymslunni.

Photos: Various sources – saved to computer 🙁

1 comment for “Falinn fjarsjóður..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *