Úúúú CB2…

ég hef nú áður talað um ást mína á Crate and Barrel.  Fyrst að það er úr vegi þá er upplagt að kynna ykkur fyrir litlu systurinni.  Það er sem sé CB2, systursíða Crate and Barrel.  Síða sem er með aðeins meira af fönkí vörum en Crate and Barrel, aðeins svona “yngri” síða.
Vörurnar hjá þeim eru oft mjög flottar og það sem meira er, þá eru þeir með brill stílista sem að setja vörurnar upp á geggjaðan hátt í sýningarmyndunum.
Til dæmis þessir tveir veggvasar
sem verða mjög flottir þegar þeir eru grúbbaðir saman á vegg
og vitið þið hvern ég fann þarna inni, þennan hérna sem ég fjallaði um í þessu pósti.
Alveg hreint ferlega flottir og kosta $80
Geggjaðir kertastjakar – eru eins og blóm sem að er hægt að taka í sundur og verða þá að þremur stjökum.
Flottir veggstjakar, eins og áður – flottari nokkrir saman í grúbbu
Flottir koddar, til í svörtu og hvítu
og fallegt á rúmmin
Síðan er hérna matarstell, ég er búin að vera að horfa á það í heilt ár og enn heillar það, sé alveg fyrir mér hvernig væri hægt að poppa það til með mismunandi litum og skrauti
Kíkkum þá á smá jóló, svona í lokin
lúvlí allt saman – góða helgi elskurnar 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Úúúú CB2…

 1. Anonymous
  03.12.2010 at 20:58

  Finnst púffið þarna æði 🙂 er einmitt á löngum prjóna to-do lista mínum (er bara búin að setja mig í bann með að byrja á fleiri verkum fyrr en öll sem eru hálf kláruð eru búin).

  en hérna er ókeypis uppskrift af svipuðum púff-púða (uppskriftin er líka til á norsku)

  http://www.pickles.no/puff-daddy-knitted-stool/

  kv. Bryndís

 2. Anonymous
  04.12.2010 at 11:57

  æðislegt blogg ! skoða það á hverjum degi 🙂

 3. 08.12.2010 at 00:20

  Takk báðar tvær, og Bryndís – kærar þakkir fyrir uppskriftina 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.