Dúllerí..

.. ég er búin að vera með þessar tvær myndir inni í myndamöppunni minni í tölvunni frá því í fyrra.
Ákvað síðan að gera eitthvað í þessu í ár og í síðustu ferð í Húsó þá kippti ég með mér svona blúndu-glasamottum úr bréfi.  Pakkinn er með 30 stk og kostaði eitthvað í kringum 500kr.
Síðan þegar þetta var allt komið í hús þá birtu þær stöllur hjá Svart á Hvítu þessa hérna færslu.  Frekar sneðugt – segji bara great minds think alike.
En þetta er sem sé komið upp hjá mér núna.  Bætti þessu aðeins í seríuna í eldhúsglugganum og í stóra gluggann í borðstofunni.  Setti ekki á hverja peru heldur bara svona eina og eina eftir vild.  Þetta gefur skemmtilega skugga og brýtur aðeins upp þessar týpísku seríur.  Auðvelt smáaðgerð!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Dúllerí..

  1. 14.12.2010 at 10:38

    Ótrúlega fallegt!!:)

Leave a Reply

Your email address will not be published.