Gerðu það sjálf/ur – DIY…

…um helgina var ég í A4 og var að föndrast dulítið.  Vinna úr fallegu efni sem fæst í búðunum og spjalla við gesti og gangandi. Mér datt því í hug að gaman væri að deila með ykkur nokkrum verkefnum sem að ég vann um helgina.  Svona fyrir ykkur sem ekki komust á staðinn 🙂

Eitt sem mig langar að segja, svona fyrst af öllu, að það eru margar sem segja: “ég föndra ekki” eða “ég kann ekkert að föndra”, en þið vitið alveg að það er bara bull 🙂  Það geta allir föndrað, málað og notið þess að dúllast aðeins.  Þetta er bara spurning um að breyta hugarfari og leyfa sér að njóta þess að skapa.  Það þarf ekki að vera merkilegast í heimi, þarf ekki að vera listaverk sem endist öld eftir öld, en ef þér líður vel og finnst gaman að dúllast í þessu – þá er það vel þess virði!

Yfir í helgardútlið – allt sem þið sjáið hérna var gert um helgina – nema skiltið fagra í bakgrunninum, það er eftir snillinginn hana Maggý Mýrdal hjá Fonts.

39-Skreytumhus.is 2015-06-040

# 1 & 2 Kertastjakar og hjörtu

Fyrst öllu, þá eru þessir kertastjakar málaðir með kalkmálningunni frá Martha Stewart hérna endur fyrir löngu (sjá hér), en hjörtun – þau eru ný.  Ég fann nefnilega svo fallegan skrapppappír sem var eins og sniðinn fyrir mig.  En þar sem ég skrappa aldrei, þá fann ég aðra notkun á honum…

IMG_0145

…síðan þessi hérna hjörtu.  Leysti af þeim bandið, málaði bakhliðina og þakti framhliðina með Mod Podge.  Setti síðan límhliðina ofan á pappír og bók ofan á.  Þegar allt var orðið vel þornað, þá skar ég kringum hjartað með beittum hníf og la voila.

IMG_0188

…síðan notaði ég sömu málninguna og er á bakhliðinni og strauk létt yfir framhlið, svona til þess að fá þetta til að look-a aðeins meira gamalt 🙂

IMG_0184

…og útkoman er því svona…

02-Skreytumhus.is 2015-06-003

…eiginlega bara skrambi fallegt – þá ég segi sjálf frá…

03-Skreytumhus.is 2015-06-004

…svona getur maður verið góður með sig – og hjartanlega (fliss) sama…

04-Skreytumhus.is 2015-06-005

…og svo má leika sér áfram…

37-Skreytumhus.is 2015-06-038

…ekki bara sætt?

05-Skreytumhus.is 2015-06-006

# 3 Korktafla

…jebbs, þessi hérna varð til – og ég er bara ferlega skotin…

06-Skreytumhus.is 2015-06-007

…þetta er semsagt korktafla úr Hinum Góða Hirði sem ég var einhvern tíman búin að mála bláa, en átti eftir að klára.  Mér datt í hug að nota svona resinramma sem fæst í A4, rétt eins og skrautlistarnir, og líma hann niður á korktöfluna.  Gætti þess samt fyrst að mála ramman að innan með kalkinu hennar Mörtu…

43-Skreytumhus.is 2015-06-003

…síðan málaði ég alls staðar í kringum, í þessum fallega fölgráa kalklit. Ég var samt ekkert að stressa mig á að þekja alveg korkinn, fannst það ekki skipta öllu máli…

IMG_0166

…notaði síðan skrapppappír og “veggfóðraði” með honum neðri hlutann.  Setti bara Mod Podge undir áður…

IMG_0165

…síðan, þar sem ég og Marta erum svoddan BFF´s þá notaði ég líka svona stensil frá henni með  bíbba á…

IMG_0164

…bara svona rétt til að skreyta meira…

13-Skreytumhus.is 2015-06-014

…og þessa hérna upphleyptu límmiða (svo sætir)…

12-Skreytumhus.is 2015-06-013

…síðan eins og svo oft áður, þá notaði ég dökkgráa málningu og fór aðeins yfir, svona til þess að skyggja aðeins og fá meiri dýpt í rammann…

09-Skreytumhus.is 2015-06-010

…og það var algjört möst – því hann lifnaði alveg við þetta…

10-Skreytumhus.is 2015-06-011

…litlu sætu myndirnar eru síðan klipptar af skrapppappírinum líka…

11-Skreytumhus.is 2015-06-012

…ég setti síðan demantapinna í korkinn, og þetta er fyrirtak fyrir hálsmen og armbönd og þess háttar.  Það er hægt að stinga endalaust af prjónum þannig að þetta tekur vel við 🙂

14-Skreytumhus.is 2015-06-015

…og er bara ansi fínt 🙂

15-Skreytumhus.is 2015-06-016

…og þannig var korktaflan gerð!

08-Skreytumhus.is 2015-06-009

# 4 Litlar áldósir

Ofsalega krúttaðar og auðvelt að gera alveg eins og þér hentar!

20-Skreytumhus.is 2015-06-021

…þessar dósir fann ég á Nytjamarkaði fyrir klink…

48-Skreytumhus.is 2015-06-006

…og þegar ég sá þessa minihnúða í A4 þá var ég næstum búin að ákveða undir eins hvað væri rétt að gera…

54-Skreytumhus.is 2015-06-012

…smá límmiðar…

49-Skreytumhus.is 2015-06-007

…meiri skrapppappír og svo auðvitað Mod Podge…

55-Skreytumhus.is 2015-06-013

…dósirnar málaðar með kalkmálningunni.  Gerði gatið fyrir hnúðana bara með því að stinga skærum í gegnum lokið – maður reddar sér.  Síðan var borðið Mod Podge á og pappírinn utan um.  Á annari dósinni þá bætti ég einum límmiða við…

17-Skreytumhus.is 2015-06-018

…landakort…

18-Skreytumhus.is 2015-06-019

…og kóróna – dææææs og gleði 🙂

Svo sjáið þið líka vel á þessari mynd hversu gróf áferðin er á málningunni – mjög svona vintage…

19-Skreytumhus.is 2015-06-020

…fór síðan aðeins yfir þær með sandpappír á brúnunum – og svona eru þær að lokum.  Frekar krúttaðar, ekki satt?

21-Skreytumhus.is 2015-06-022 23-Skreytumhus.is 2015-06-024

# 5 Vintage veggdiskar/skartgeymslur/?

Í þetta notaði ég þrjá litlar undirskálar sem ég fann í ABC Nytjamarkaðinum….

IMG_0144

…valdi síðan skrapppappír og notaði botninn á málningardósinni og sá að hann smellpassaði inn í miðjuna á diskinum.  Setti málningardós ofan á pappír og strikaði meðfram og klippti úr.  Smá meira Mod Podge og þá er þetta komið…

IMG_0146

…held að þessir yrðu alveg æðislegir margir saman á vegg – þið getið keypt svona upphengi aftan á, t.d. í Bauhaus…

IMG_0147

…sko – mjög fagrir…

25-Skreytumhus.is 2015-06-026

…svo er líka sætt að vera með fullt af svona í skúffu t.d. og alls konar skart geymt í.  Nú eða bara á náttborðinu eða bara hvar sem er…

26-Skreytumhus.is 2015-06-027

…ótrúlega einfalt og skemmtilegt…

28-Skreytumhus.is 2015-06-029

…svo væri hægt að gera svona fyrir nánast hvaða rými eða stíl sem er – aðlagar þetta bara að þínum smekk 🙂

30-Skreytumhus.is 2015-06-031

# 6 Svart hvítir veggdiskar/skartgeymslur/?

Svona til þess að sjá muninn.  Þessir diskar eru meira módern og plain…

31-Skreytumhus.is 2015-06-032

…og þessi pappír gaf mér alveg innblásturinn í þetta…

56-Skreytumhus.is 2015-06-014

…ég setti Mod Podge og svo pappírinn.  Eins og þið sjáið þá sést á Memory-diskinum, svona eins og krumpa innan í miðjunni…

IMG_0177

…bara svo þið vitið – að svoleiðis jafnar sig oftast þegar þetta þornar almennilega…

32-Skreytumhus.is 2015-06-033

…og þeir urðu bara ansi huggó!

33-Skreytumhus.is 2015-06-034

# 7 Litlir kertalampar

Enn og aftur, góss úr nytjamarkaði…

34-Skreytumhus.is 2015-06-035

…með þessu notað ég Decoupage pappír, sem er svona eins og þunnur tissjú pappír…

51-Skreytumhus.is 2015-06-009

…og hér er lampinn í sínu orginal formi…

57-Skreytumhus.is 2015-06-015

…skermurinn var klæddur í nýtt dress með hjálp Mod Podge…

58-Skreytumhus.is 2015-06-016

…og svona kom hann út – og ég er að velta fyrir mér að setja smá blúndu efst og neðst, eða annað hvort…

35-Skreytumhus.is 2015-06-036

…og fóturinn fékk smá spreymeðferð, svona til að vera með…

36-Skreytumhus.is 2015-06-037

…og þá eru þessi verkefni upptalin, fyrir utan skenkinn sem þetta stendur allt saman á!

39-Skreytumhus.is 2015-06-040

Eigið þið eitthvað uppáhalds?

40-Skreytumhus.is 2015-06-041

Allt efnið til föndurs var fengið í A4 og þar standa einmitt yfir Föndurdagar núna fram á sunnudag, og því upplagt að nýta sér 25% afslátt sem er af öllu föndurdóti.
Eins og þið sáuð þá var ég mikið að nota það sama í öll þessi verkefni þannig að ég mæli með:

* Kalkmálningunni hennar Mörtu S – algjör snilld
* Vintage málningunni – mjög lík kalkinu og svo fallegir litir
* Mod Podge – algjört möst til þess að gera næstum öll þess verkefni og fullt til viðbótar.
* Tréhjörtum í öllum stærðum og gerðum, passa fyrir alla árstíma.
* Skrapppappírinum – sér í lagi þessi vintage og script pappírinn
* Vintage límmiðarnir – æðislegir
* og fyrir ykkur sem eruð í krukku-pælingum, þá eru þessir litlu hnúðar dásemd!

41-Skreytumhus.is 2015-06-042

Þetta var nú meiri maraþon pósturinn – ertu enn þarna?

*Knúsar inn í daginn*

01-Skreytumhus.is 2015-06-02

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Gerðu það sjálf/ur – DIY…

 1. ósk
  04.06.2015 at 08:55

  Allt svo flott sem þú gerir bara eitt orð I am loveing it ☺

 2. 04.06.2015 at 12:45

  Fell fyrir hjortunum…Langar ad gera svona I DAG! Annars er eg med spurningu, A hvada mublu eru thessar myndir teknar…fekkstu ther eitthvad nytt og gleymdir ad lata okkur vita? Virkar svo smart….
  Kvedja Deco Chickid

 3. Vala Dögg
  04.06.2015 at 13:00

  Þú ert svo mikill snillingur!!!

 4. Margrét Helga
  04.06.2015 at 15:25

  Vá!! Þetta er æðislega flott og algjörlega snilldarhugmyndir 😀 Sá strax jólaskrautsmöguleika í þessum hjörtum…en það er kannski bara ég 😉 Mætti búa til flotta merkimiða úr þeim eða bara eitthvað annað 🙂

  Æðislegur póstur 😀

 5. Kolbrún
  07.06.2015 at 12:04

  Ekkert smá flott fell alveg fyrir þessum dósum.
  Nei þú ert ekki ein ég fór líka að hugsa um jólin með þessar dósir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.