Smá svona vangaveltur…

…því með aldrinum kemur viskan segja þeir!

Ekki satt?

1-2015-03-21-123117

Ég er kannski ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni en ég held í það minnsta, að ég þekki orðið mitt pláss í skúffunni.

Það er að segja, ég á mitt pláss.

2-2015-03-21-181746

Ef ég ætti tímavél, þá myndi ég ugglaust fara og segja stúlkubarninu mér að með tímanum þá lærir maður að meta það sem maður hefur, og á vissan hátt að sætta sig við það sem maður hefur ekki.

3-2015-03-21-182158

Ég myndi segja mér að hægja aðeins á ferðinni og njóta ferðalagsins betur.

Ég myndi segja mér: vertu þakklát fyrir að Facebook og Snapchat var ekki orðið veruleiki hjá unglinginum mér.

Ég myndi segja mér að það er í lagi að hafa meira gaman af söngleikjum en góðu hófi gegnir, það gerir þig ekkert verri fyrir vikið.

Ég myndi segja mér að syngja hátt, sama hvað öðrum finnst um sönginn, því hann nærir andann og gleður hjartað.

Ég myndi segja mér að einn daginn áttu kannski bara eftir að hrífa með þér hundruðir kvenna í að breyta og skreyta, þú þarft ekkert að vera að þessu ein á nóttunni lengur.

Ég myndi segja mér að hætta að rífa sjálfa mig niður, að vera ekki að hugsa hluti um mig sjálfa sem ég myndi aldrei segja upphátt við nokkra manneskju.

Ég myndi segja mér að það væri allt í lagi að vera ekki sætasta stelpan í heiminum, því að það kenndi mér að hugsa hratt og svara fyrir mig.

Ég myndi segja mér að allir þurfa ekki að falla í sama mótið – sumir gera bara sitt eigið mót og það er ekkert verra.

Ég myndi segja mér að hlægja meira, og helst hærra.

Ég myndi segja mér að vera bara sátt við sjálfan mig, og leggja hart að mér að vera besta útgáfan af sjálfri mér.

Ég myndi líka segja mér, að auðævi, þau eru falin í fjölskyldunni og fólkinu sem þú átt í kringum þig – þegar upp er staðið þá skiptir það öllu máli.


4-2015-03-21-182200

Síðan, stundum, þá þarf maður ekkert tímavél og maður ætti bara að segja þetta við konuna í speglinum – því að ég held að hún gleymi þessi stundum!

5-2015-03-21-185410

Hvað myndir þú segja við sjálfa þig þá? og mannstu eftir að segja sjálfri þér það í dag?

*knúsar*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Smá svona vangaveltur…

 1. 24.03.2015 at 08:11

  Frábær póstur – falleg orð og myndirnar dásamlegar. Gott veganesti út í daginn fyrir mig og vonandi fleiri. Takk fyrir

 2. Svala
  24.03.2015 at 08:30

  Þú ert æðibiti með extra súkkulaði. Knús fyrir að vera þú. Ætla að reyna að muna þetta,þó sennilega sé soldið seint í rassinn gripið fyrir undirritaða 🙂

 3. Kolbrún
  24.03.2015 at 08:43

  Takk yndislega vantaði eithvað svona til að minna mig á hvað lífið er yndislegt er búin að vera í niðurrífsgírnum og ljótunni síðustu daga. Þú færir okkur svo margt fallegt inn í daginn. Takk fyrir það

 4. Margrét Helga
  24.03.2015 at 10:33

  Yndislegur póstur hjá þér mín kæra og þörf lesning fyrir okkur allar. Því miður er maður víst ekki sú eina/sá eini sem hugsar þetta, því miður segi ég þar sem ég myndi ekki vilja að neinn annar myndi hugsa svona um sjálfa sig og tala svona við sjálfa sig eins og ég geri stundum….og í rauninni allt of oft. Við erum nefnilega allar svo frábærar hver á sinn hátt.
  Man allt of sjaldan að peppa sjálfa mig upp og segja mér eitthvað fallegt um sjálfa mig. Það er kannski verðugt verkefni, t.d. að þegar maður tannburstar sig á morgnana að einbeita sér að því að hugsa jákvætt um sjálfa sig og það sem maður gerir/er. Maður er miklu fljótari að finna eitthvað neikvætt og púkinn á öxlinni á manni tryggir það að maður gleymi því ekki. Og þá gerir maður tvennt í einu, peppar sjálfa sig upp og stuðlar að betri tannheilsu, þar sem maður ætti að reyna að tannbursta sig a.m.k. í eina mínútu eða meir :p Gæti svo tekið tannþráðinn með í þetta líka 😉

  Munið það bara að þið eruð allar yndislegar og frábærar!

  Knús til ykkar allra!!

 5. Berglind Ásgeirsdóttir
  24.03.2015 at 10:50

  Fólk man ekki endilega hvað þú sagðir eða hvað þú gerðir.. en það man hvernig þú lést þeim líða. Þetta minni ég sjálfa mig reglulega á sem og mína nánustu. Verum góð við hvert annað. <3
  Knús í hús!

 6. Fríða D.
  24.03.2015 at 18:41

  Falleg orð.. sem maður man ekkert alltaf að segja upphátt. en þyrfti alveg að gera endrum og eins 🙂
  knús á ykkur 🙂

 7. Elín G
  24.03.2015 at 20:17

  Þegar ég var 40 þá skrifaði ég sjálfri mér bréf og stílaði það á mig sem 5 ára.. Það varð til þess að ég horfði á mig öðrum augum….eftir skrifin hugsaði ég …. já ég leysti málin og þó þau væru ekki alltaf auðveld þá fann ég lausnir og komst af ….. stundum þarf maður akkúrat að horfa í spegil og segja sjálfum sér frá eigin afrekum… 🙂

 8. Sigrún
  25.03.2015 at 10:33

  Elsku Soffía, mikið er þetta þörf lesning á svo vel við , þetta eigum við öll að segja við okkur sjálf á hverjum degi, takk fyrir að vera æðislega “þú” með kærleikskveðju S.

Leave a Reply

Your email address will not be published.