Koma svo…

…ég svona velti því fyrir mér hvort að maður þurfi ekki bara hugarfarsbreytingu þessa dagana.

Því að þökk sé veðrinu og öllu hinu pólitíska, sem maður nefnir ekki einu sinni á nafn – því að bloggið á að vera skemmtilegt, þá eru einhvern veginn dökk ský yfir landinu öllu.

Hnuss og meððí…því fannst mér kjörið að setja upp smáskreytingar, svona til þess að ákalla vorið og kanna hvort að það heyri í mér…

10-2015-03-13-165631

…til að byrja með setti ég dúk sem ég fékk í Púkó & Smart á borðið, og það er nú alltaf fremur magnað hversu mikið rými getur breyst við dúk…

11-2015-03-13-165636

…og á borðið raðaði ég bara hinu og þessu sem ég á hérna heima…

12-2015-03-13-165642

…í ljósakrónuna setti ég tvær greinar með hvítum blómum, sem minna mig smá á eplatrén í blóma, sem ég horfi á myndir af á hverju ári en hef aldrei séð…

13-2015-03-13-165701

…og fyrst að páskarnir nálgast þá var kjörið að setja smá egg í greinarnar líka…

15-2015-03-13-170519

…og meira að segja tvo kramarhús – því að hver segir að þau þurfi að vera jóla…

16-2015-03-13-170536

…og þessi egg (líka P&S) sem að mér finnast alveg ofsalega falleg, eins einföld og þau eru nú…

18-2015-03-13-170626

…vírkarfan með eggjunum fannst í nytjamarkaði eitt sinn, og voru það miklir fagnaðarfundir þegar við hittumst…

24-2015-03-13-170701

…og svo er það bara að blanda saman hinu og þessu og leika sér…

21-2015-03-13-170648

…gömul tarína fékk nokkrar fjaðrir, greinar, egg og alls konar til þess að koma sér í fíling…

25-2015-03-13-170719

…og þessir kertastjakar hafa varla farið af borðinu síðan að ég málaði þá…

22-2015-03-13-170651

…og ungi litli stendur yfir sneisafullu “hreiðri” sem er reyndar bara gamalt kökuform…

23-2015-03-13-170656
…og auðvitað varð ég að segja nokkur bling-uð egg í ljósið líka, sem að líka fengust í P&S…

27-2015-03-13-170805

…sko, ekkert jóló…

26-2015-03-13-170728

…og bara fín!

28-2015-03-13-170817

…og svo fer að koma meira af alls konar svona á næstunni!

*knúsar*

29-2015-03-13-170848

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Koma svo…

  1. Margrét Helga
    16.03.2015 at 08:08

    Æðislegt 🙂 Frábært að fá svona vorstemmningu innandyra fyrst það er skortur á því utandyra…

    Missti af P&S pop up markaðinum um helgina. 🙁 Opnaði ekki fyrr en 5 á föstudag og þá vorum við vinkonurnar farnar austur á Selfoss svona ef veðrið skyldi versna…hélt svo að þetta væri ekki opið í gær (sunnudag) þannig að ég pældi ekki einu sinni í því!!

    Góða viku, mín kæra 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.